Framlengingin: Fannari ofbauð og gekk út úr settinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. desember 2018 22:00 Fannar lét öllu illu í Framlengingunni S2 Sport Það er oft tekist á í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og sérstaklega þegar Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson eru í settinu. Þeir félagarnir voru saman í þætti gærkvöldsins og lagði Kjartan Atli Kjartansson fyrir þær nokkrar spurningar sem voru sniðnar að því að fá þá til þess að rífast. Það tókst hins vegar misvel og voru þeir sammála um fyrstu þrjár spurningarnar, Keflavík og Tindastóll geta orðið Íslandsmeistarar og KR ætti að skipta út bandarískum leikmanni sínum Julian Boyd. Það var hins vegar ekki svo gott þegar spurt var hvort 4+1 reglan, sem bannar liðum að hafa fleiri en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni og var dæmd ólögleg síðasta vetur, ætti að verða tekin upp aftur. „Nei, ég vil fá 17 útlendinga því þeir eru að gera alla sem æfa með þeim svo miklu betri,“ sagði Fannar og kaldhæðnin lak af orðum hans. „Vitið þið hvað mér finnst sturlað? Að þessi maður skuli stýra risastóru fjárfestingafyrirtæki,“ sagði Jón Halldór þá. „Fjórir plús einn gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta rímaði meira að segja,“ voru lokaorð Jóns í umræðunni. Lokaspurningin snérist um hvor myndi selja fleiri miða á jólaþátt Domino's Körfuboltakvölds, sem verður í beinni útsendingu frá Hard Rock föstudagskvöldið næsta, 21. desember. „Veistu hvað, mér líður svolítið eins og þegar menn spyrja hvort það séu pýramídar í Egyptalandi. Þetta er svo mikið blaður. En ég húkkast alltaf, eins og maðkurinn.“ „Þetta er bara einfalt svar. Hver er besti körfuboltamaður í heimi alltaf? Michael Jordan. Allir sem segja eitthvað annað vita ekki neitt. Var Vigdís Finnbogadóttir forseti? Já. Þetta er bara sama staðreynd,“ sagði Fannar. „Var Vigdís forseti? Já. Michael Jordan bestur allra tíma? Nei, það eru ekki allir sammála um það,“ svaraði Jonni og þá hafði Fannar heyrt nóg. Honum var ofboðið og gekk út úr settinu. Þessa stórkostlegu Framlengingu má sjá hér að neðan.Klippa: Framlenging: Fannar gengur út Dominos-deild karla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Það er oft tekist á í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og sérstaklega þegar Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson eru í settinu. Þeir félagarnir voru saman í þætti gærkvöldsins og lagði Kjartan Atli Kjartansson fyrir þær nokkrar spurningar sem voru sniðnar að því að fá þá til þess að rífast. Það tókst hins vegar misvel og voru þeir sammála um fyrstu þrjár spurningarnar, Keflavík og Tindastóll geta orðið Íslandsmeistarar og KR ætti að skipta út bandarískum leikmanni sínum Julian Boyd. Það var hins vegar ekki svo gott þegar spurt var hvort 4+1 reglan, sem bannar liðum að hafa fleiri en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni og var dæmd ólögleg síðasta vetur, ætti að verða tekin upp aftur. „Nei, ég vil fá 17 útlendinga því þeir eru að gera alla sem æfa með þeim svo miklu betri,“ sagði Fannar og kaldhæðnin lak af orðum hans. „Vitið þið hvað mér finnst sturlað? Að þessi maður skuli stýra risastóru fjárfestingafyrirtæki,“ sagði Jón Halldór þá. „Fjórir plús einn gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta rímaði meira að segja,“ voru lokaorð Jóns í umræðunni. Lokaspurningin snérist um hvor myndi selja fleiri miða á jólaþátt Domino's Körfuboltakvölds, sem verður í beinni útsendingu frá Hard Rock föstudagskvöldið næsta, 21. desember. „Veistu hvað, mér líður svolítið eins og þegar menn spyrja hvort það séu pýramídar í Egyptalandi. Þetta er svo mikið blaður. En ég húkkast alltaf, eins og maðkurinn.“ „Þetta er bara einfalt svar. Hver er besti körfuboltamaður í heimi alltaf? Michael Jordan. Allir sem segja eitthvað annað vita ekki neitt. Var Vigdís Finnbogadóttir forseti? Já. Þetta er bara sama staðreynd,“ sagði Fannar. „Var Vigdís forseti? Já. Michael Jordan bestur allra tíma? Nei, það eru ekki allir sammála um það,“ svaraði Jonni og þá hafði Fannar heyrt nóg. Honum var ofboðið og gekk út úr settinu. Þessa stórkostlegu Framlengingu má sjá hér að neðan.Klippa: Framlenging: Fannar gengur út
Dominos-deild karla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum