Framlengingin: Fannari ofbauð og gekk út úr settinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. desember 2018 22:00 Fannar lét öllu illu í Framlengingunni S2 Sport Það er oft tekist á í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og sérstaklega þegar Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson eru í settinu. Þeir félagarnir voru saman í þætti gærkvöldsins og lagði Kjartan Atli Kjartansson fyrir þær nokkrar spurningar sem voru sniðnar að því að fá þá til þess að rífast. Það tókst hins vegar misvel og voru þeir sammála um fyrstu þrjár spurningarnar, Keflavík og Tindastóll geta orðið Íslandsmeistarar og KR ætti að skipta út bandarískum leikmanni sínum Julian Boyd. Það var hins vegar ekki svo gott þegar spurt var hvort 4+1 reglan, sem bannar liðum að hafa fleiri en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni og var dæmd ólögleg síðasta vetur, ætti að verða tekin upp aftur. „Nei, ég vil fá 17 útlendinga því þeir eru að gera alla sem æfa með þeim svo miklu betri,“ sagði Fannar og kaldhæðnin lak af orðum hans. „Vitið þið hvað mér finnst sturlað? Að þessi maður skuli stýra risastóru fjárfestingafyrirtæki,“ sagði Jón Halldór þá. „Fjórir plús einn gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta rímaði meira að segja,“ voru lokaorð Jóns í umræðunni. Lokaspurningin snérist um hvor myndi selja fleiri miða á jólaþátt Domino's Körfuboltakvölds, sem verður í beinni útsendingu frá Hard Rock föstudagskvöldið næsta, 21. desember. „Veistu hvað, mér líður svolítið eins og þegar menn spyrja hvort það séu pýramídar í Egyptalandi. Þetta er svo mikið blaður. En ég húkkast alltaf, eins og maðkurinn.“ „Þetta er bara einfalt svar. Hver er besti körfuboltamaður í heimi alltaf? Michael Jordan. Allir sem segja eitthvað annað vita ekki neitt. Var Vigdís Finnbogadóttir forseti? Já. Þetta er bara sama staðreynd,“ sagði Fannar. „Var Vigdís forseti? Já. Michael Jordan bestur allra tíma? Nei, það eru ekki allir sammála um það,“ svaraði Jonni og þá hafði Fannar heyrt nóg. Honum var ofboðið og gekk út úr settinu. Þessa stórkostlegu Framlengingu má sjá hér að neðan.Klippa: Framlenging: Fannar gengur út Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira
Það er oft tekist á í Framlengingunni í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport og sérstaklega þegar Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson eru í settinu. Þeir félagarnir voru saman í þætti gærkvöldsins og lagði Kjartan Atli Kjartansson fyrir þær nokkrar spurningar sem voru sniðnar að því að fá þá til þess að rífast. Það tókst hins vegar misvel og voru þeir sammála um fyrstu þrjár spurningarnar, Keflavík og Tindastóll geta orðið Íslandsmeistarar og KR ætti að skipta út bandarískum leikmanni sínum Julian Boyd. Það var hins vegar ekki svo gott þegar spurt var hvort 4+1 reglan, sem bannar liðum að hafa fleiri en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni og var dæmd ólögleg síðasta vetur, ætti að verða tekin upp aftur. „Nei, ég vil fá 17 útlendinga því þeir eru að gera alla sem æfa með þeim svo miklu betri,“ sagði Fannar og kaldhæðnin lak af orðum hans. „Vitið þið hvað mér finnst sturlað? Að þessi maður skuli stýra risastóru fjárfestingafyrirtæki,“ sagði Jón Halldór þá. „Fjórir plús einn gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta rímaði meira að segja,“ voru lokaorð Jóns í umræðunni. Lokaspurningin snérist um hvor myndi selja fleiri miða á jólaþátt Domino's Körfuboltakvölds, sem verður í beinni útsendingu frá Hard Rock föstudagskvöldið næsta, 21. desember. „Veistu hvað, mér líður svolítið eins og þegar menn spyrja hvort það séu pýramídar í Egyptalandi. Þetta er svo mikið blaður. En ég húkkast alltaf, eins og maðkurinn.“ „Þetta er bara einfalt svar. Hver er besti körfuboltamaður í heimi alltaf? Michael Jordan. Allir sem segja eitthvað annað vita ekki neitt. Var Vigdís Finnbogadóttir forseti? Já. Þetta er bara sama staðreynd,“ sagði Fannar. „Var Vigdís forseti? Já. Michael Jordan bestur allra tíma? Nei, það eru ekki allir sammála um það,“ svaraði Jonni og þá hafði Fannar heyrt nóg. Honum var ofboðið og gekk út úr settinu. Þessa stórkostlegu Framlengingu má sjá hér að neðan.Klippa: Framlenging: Fannar gengur út
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira