Nýtt nafn á EM-bikarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2018 10:00 Siraba Dembele fagnar marki Vísir/EPA Rússland og Frakkland mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í París á morgun. Hvorugt liðið hefur orðið Evrópumeistari og því er ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun. Rúmenía og Holland eigast við í leiknum um 3. sætið. Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann Svíþjóð örugglega, 38-29, í leiknum um 5. sætið í gær. Norska liðið, sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir stjórn Þóris, vann síðustu fjóra leiki sína á EM með samtals 42 marka mun. Í fyrri undanúrslitaleiknum unnu Ólympíumeistarar Rússa sex marka sigur á Rúmenum, 28-22. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Rússland völdin í seinni hálfleik þar sem liðið hélt Rúmeníu í aðeins sjö mörkum. Cristina Neagu, besti leikmaður Rúmena og einn besti leikmaður heims, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og munaði um minna. Anna Vyakhireva fór mikinn í leiknum og skoraði 13 mörk, eða tæpan helming marka rússneska liðsins. Rússland hefur einu sinni áður komist í úrslit á EM. Árið 2006 tapaði rússneska liðið fyrir því norska í úrslitaleik EM í Svíþjóð. Hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, Yevgeni Trefilov, var einnig við stjórnvölinn hjá liðinu fyrir tólf árum. Seinni undanúrslitaleikurinn, milli Frakklands og Hollands, fylgdi svipaðri formúla og sá fyrri. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu heimsmeistarar Frakka yfirhöndinni í þeim seinni og unnu á endanum sex marka sigur, 27-21. Frakkland hefur aldrei áður komist í úrslit á EM. Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk. Lois Abbingh skoraði sjö mörk fyrir Holland sem komst í úrslit á EM 2016. Birtist í Fréttablaðinu EM 2018 í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Rússland og Frakkland mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í París á morgun. Hvorugt liðið hefur orðið Evrópumeistari og því er ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun. Rúmenía og Holland eigast við í leiknum um 3. sætið. Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann Svíþjóð örugglega, 38-29, í leiknum um 5. sætið í gær. Norska liðið, sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir stjórn Þóris, vann síðustu fjóra leiki sína á EM með samtals 42 marka mun. Í fyrri undanúrslitaleiknum unnu Ólympíumeistarar Rússa sex marka sigur á Rúmenum, 28-22. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Rússland völdin í seinni hálfleik þar sem liðið hélt Rúmeníu í aðeins sjö mörkum. Cristina Neagu, besti leikmaður Rúmena og einn besti leikmaður heims, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og munaði um minna. Anna Vyakhireva fór mikinn í leiknum og skoraði 13 mörk, eða tæpan helming marka rússneska liðsins. Rússland hefur einu sinni áður komist í úrslit á EM. Árið 2006 tapaði rússneska liðið fyrir því norska í úrslitaleik EM í Svíþjóð. Hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, Yevgeni Trefilov, var einnig við stjórnvölinn hjá liðinu fyrir tólf árum. Seinni undanúrslitaleikurinn, milli Frakklands og Hollands, fylgdi svipaðri formúla og sá fyrri. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu heimsmeistarar Frakka yfirhöndinni í þeim seinni og unnu á endanum sex marka sigur, 27-21. Frakkland hefur aldrei áður komist í úrslit á EM. Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk. Lois Abbingh skoraði sjö mörk fyrir Holland sem komst í úrslit á EM 2016.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2018 í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira