Ívar: Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur Skúli Arnarson skrifar 14. desember 2018 21:32 Ívar messar yfir sínum mönnum. vísir/bara Þórsarar frá Þorlákshöfn völtuðu yfir sært lið Hauka í kvöld með 106 stigum gegn 73. Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með það hvernig hans menn spiluðu í kvöld. „Við áttum ekki góðan leik. Við vissum það að ef við ætluðum að vinna í dag þá þyrftum við topp leik frá okkar mestu skorurum. Þeir hittu bara illa í kvöld. Menn voru að reyna að berjast og djöflast og svo smátt og smátt misstu menn trúna og þá varð þetta svona stór sigur." Marques Oliver, bandaríski leikmaður Hauka, hefur ekki leikið með þeim í síðustu tveimur leikjum og sagði Ívar að hann væri að glíma við meiðsli. „Hann er búinn að vera meiddur og var ekki með í kvöld.” Það er ljóst að Hauka vantar stærð inn í teig. Þeir eiga stóran og stæðilegan leikmann í Kristjáni Leif en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan gegn Njarðvík fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. „Kristján fékk heilahristing gegn Njarðvík og það eru ekki teknir neinir sénsar með það. Hann hefur því miður ekki náð nægilega mörgum verkjalausum dögum og því miður eru þetta hæg skref.” Lykilmenn Hauka náðu sér ekki á strik í kvöld. „Þetta var fyrsti leikurinn eftir að Hjálmar kom úr meiðslum sem hann á ekki góðan dag, Haukur Óskarsson er að hitta illa og við erum með Kidda í baráttu á móti stórum allan leikinn. Það er alveg ljóst að við þurfum að skoða okkar lið, við þurfum meiri hæð í liðið okkar." „Það er bara gríðarlega erfitt að vera að spila leik eftir leik án leikmanna inni í teig. Þetta er ekki búin að vera góð vika fyrir okkur í sambandi við meiðsli og annað og við erum ekki búnir að koma í einn leik í vetur með fullt lið.” Ívari fannst Þór spila skynsamlega og vel í kvöld. „Þórsararnir voru skynsamir í kvöld. Þeir refsuðu okkur strax í fyrsta leikhluta með því að fara mikið inn í teiginn og gerðu bara mjög vel. Þegar við fórum að reyna að loka á þá inn í teig þá fóru þeir að hitta úr þristunum og þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara fyrir okkur.” Aðspurður hvernig Ívar ætlaði sér að sigra leikinn í dag sagði hann að það hefði verið erfitt að leggja upp leikinn í dag. „Við vissum að við yrðum í smá vandræðum inn í teignum ef þeir myndu notfæra sér það og við vissum að þeir eru með góðar skyttur. Við vorum í smá erfiðleikum með að leggja þennan leik upp.” Að lokum fullyrti Ívar að Marques Oliver komi ekki til með að spila fleiri leiki fyrir Hauka. „Það er ljóst að Marques Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur.” Dominos-deild karla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Þórsarar frá Þorlákshöfn völtuðu yfir sært lið Hauka í kvöld með 106 stigum gegn 73. Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með það hvernig hans menn spiluðu í kvöld. „Við áttum ekki góðan leik. Við vissum það að ef við ætluðum að vinna í dag þá þyrftum við topp leik frá okkar mestu skorurum. Þeir hittu bara illa í kvöld. Menn voru að reyna að berjast og djöflast og svo smátt og smátt misstu menn trúna og þá varð þetta svona stór sigur." Marques Oliver, bandaríski leikmaður Hauka, hefur ekki leikið með þeim í síðustu tveimur leikjum og sagði Ívar að hann væri að glíma við meiðsli. „Hann er búinn að vera meiddur og var ekki með í kvöld.” Það er ljóst að Hauka vantar stærð inn í teig. Þeir eiga stóran og stæðilegan leikmann í Kristjáni Leif en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan gegn Njarðvík fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. „Kristján fékk heilahristing gegn Njarðvík og það eru ekki teknir neinir sénsar með það. Hann hefur því miður ekki náð nægilega mörgum verkjalausum dögum og því miður eru þetta hæg skref.” Lykilmenn Hauka náðu sér ekki á strik í kvöld. „Þetta var fyrsti leikurinn eftir að Hjálmar kom úr meiðslum sem hann á ekki góðan dag, Haukur Óskarsson er að hitta illa og við erum með Kidda í baráttu á móti stórum allan leikinn. Það er alveg ljóst að við þurfum að skoða okkar lið, við þurfum meiri hæð í liðið okkar." „Það er bara gríðarlega erfitt að vera að spila leik eftir leik án leikmanna inni í teig. Þetta er ekki búin að vera góð vika fyrir okkur í sambandi við meiðsli og annað og við erum ekki búnir að koma í einn leik í vetur með fullt lið.” Ívari fannst Þór spila skynsamlega og vel í kvöld. „Þórsararnir voru skynsamir í kvöld. Þeir refsuðu okkur strax í fyrsta leikhluta með því að fara mikið inn í teiginn og gerðu bara mjög vel. Þegar við fórum að reyna að loka á þá inn í teig þá fóru þeir að hitta úr þristunum og þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara fyrir okkur.” Aðspurður hvernig Ívar ætlaði sér að sigra leikinn í dag sagði hann að það hefði verið erfitt að leggja upp leikinn í dag. „Við vissum að við yrðum í smá vandræðum inn í teignum ef þeir myndu notfæra sér það og við vissum að þeir eru með góðar skyttur. Við vorum í smá erfiðleikum með að leggja þennan leik upp.” Að lokum fullyrti Ívar að Marques Oliver komi ekki til með að spila fleiri leiki fyrir Hauka. „Það er ljóst að Marques Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur.”
Dominos-deild karla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum