Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að skipa Svanhvíti Jakobsdóttur, núverandi forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, skrifstofustjóra yfir skrifstofu fjárlaga í félagsmálaráðuneytinu frá 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Svanhvít er viðskiptafræðingur að mennt. Hún hefur starfað sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2008. Fyrir þann tíma var hún skrifstofustjóri fjármálaskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins í 15 ár en hafði áður starfað um nokkurra ára skeið í ráðuneytinu sem sérfræðingur.
Úr heilsugæslu í fjárlögin
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
