Tíu ára bræðir gömul hjörtu í stórum stíl Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2018 14:30 Bjarni Gabríel fer á kostum á elliheimilum borgarinnar. Bjarni Gabríel Bjarnason byrjaði að syngja áður en hann fór að tala en hjólin fóru fyrst að snúast þegar hann upp á sínar eigin spýtur tók þátt í Jólastjörnunni á Stöð 2 í fyrra en eftir það var hann ráðinn út um allt að syngja. Í dag þræðir þessi tíu ára drengur elliheimili borgarinnar og syngur jólasöngva fyrir áhorfendur. Lífið ræddi við Bjarna sem á framtíðina fyrir sér í bransanum. „Ég veit ekki alveg hvað er það allra skemmtilegasta við að syngja en mér finnst mest gaman að gleðja fólk og svo finnst mér bara sjálfum svo gaman að syngja og mér líður best þegar ég syng beint frá hjartanu,“ segir Bjarni Gabríel. Hann segist heldur betur ætla starfa við söng í framtíðinni. „Já, ég ætla að flytja til Los Angeles og fara í skóla þar og æfa fótbolta og syngja með. Og síðan ætla ég að vinna sem söngvari framtíðinni. Ég ætla samt að leyfa mömmu og pabba að búa í gestahúsi í garðinum hjá mér í LA.“Hér að neðan má sjá Bjarna syngja aðeins 11 mánaða. Giggin á elliheimilunum eru skemmtileg. „Það var mjög gaman því maður syngur nálægt fólkinu og það er mjög gaman að gleðja fólk sem er svona gamalt, sumir brostu en sumir fóru samt að gráta og knúsuðu mig. Sumir voru mög veikir og gátu kannski ekki brosað en þau brostu samt inn í sér. Ég ætla að syngja fyrir gamla fólkið á elliheimilunum í Reykjavík og líka úti á landi. Svo er ég í Kringlunni um helgina og er svo í leikarahópnum hjá Jólagestum Björgvins rétt fyrir jólin. Ætli ég syngi ekki líka í nokkrum jólaboðum og jólaböllum eins og í fyrra.“ Bjarni æfir oftast stíft en hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt. Amma hans er Edda Björgvinsdóttir og frændi hans er Björgvin Franz Gíslason leikari.Hér að neðan má sjá myndband frá þátttöku Bjarna í Jólastjörnunni.„Ég nenni nú ekki alltaf að æfa mig mikið því ég elska að spila fótbolta og svo er ég líka í ballett en það er best að æfa sig og stundum fæ ég Björgvin Franz frænda minn til að hjálpa mér. Mér finnst best að syngja fyrir framan tölvuna eða í stofunnu og oft held ég á Nínu hundinum mínum meðan ég syng en hún vill helst ekki að ég sé að dansa mikið með sig í fanginu. Annars syng ég bara út um allt líka í bílnum með mömmu minni.“ Bjarna finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum, spila Playstation og fara í fótbolta, fara á skíði og hafa kósýkvöld.Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú syngur þér inn fyrir?„Ég er að safna mér fyrir tölvu en eg ætla líka að kaupa jólagjafir handa fátækum börnum á Íslandi og setja undir jólatréð í Kringlunni.“Hér má fylgja Barna á Facebook. Jól Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Bjarni Gabríel Bjarnason byrjaði að syngja áður en hann fór að tala en hjólin fóru fyrst að snúast þegar hann upp á sínar eigin spýtur tók þátt í Jólastjörnunni á Stöð 2 í fyrra en eftir það var hann ráðinn út um allt að syngja. Í dag þræðir þessi tíu ára drengur elliheimili borgarinnar og syngur jólasöngva fyrir áhorfendur. Lífið ræddi við Bjarna sem á framtíðina fyrir sér í bransanum. „Ég veit ekki alveg hvað er það allra skemmtilegasta við að syngja en mér finnst mest gaman að gleðja fólk og svo finnst mér bara sjálfum svo gaman að syngja og mér líður best þegar ég syng beint frá hjartanu,“ segir Bjarni Gabríel. Hann segist heldur betur ætla starfa við söng í framtíðinni. „Já, ég ætla að flytja til Los Angeles og fara í skóla þar og æfa fótbolta og syngja með. Og síðan ætla ég að vinna sem söngvari framtíðinni. Ég ætla samt að leyfa mömmu og pabba að búa í gestahúsi í garðinum hjá mér í LA.“Hér að neðan má sjá Bjarna syngja aðeins 11 mánaða. Giggin á elliheimilunum eru skemmtileg. „Það var mjög gaman því maður syngur nálægt fólkinu og það er mjög gaman að gleðja fólk sem er svona gamalt, sumir brostu en sumir fóru samt að gráta og knúsuðu mig. Sumir voru mög veikir og gátu kannski ekki brosað en þau brostu samt inn í sér. Ég ætla að syngja fyrir gamla fólkið á elliheimilunum í Reykjavík og líka úti á landi. Svo er ég í Kringlunni um helgina og er svo í leikarahópnum hjá Jólagestum Björgvins rétt fyrir jólin. Ætli ég syngi ekki líka í nokkrum jólaboðum og jólaböllum eins og í fyrra.“ Bjarni æfir oftast stíft en hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt. Amma hans er Edda Björgvinsdóttir og frændi hans er Björgvin Franz Gíslason leikari.Hér að neðan má sjá myndband frá þátttöku Bjarna í Jólastjörnunni.„Ég nenni nú ekki alltaf að æfa mig mikið því ég elska að spila fótbolta og svo er ég líka í ballett en það er best að æfa sig og stundum fæ ég Björgvin Franz frænda minn til að hjálpa mér. Mér finnst best að syngja fyrir framan tölvuna eða í stofunnu og oft held ég á Nínu hundinum mínum meðan ég syng en hún vill helst ekki að ég sé að dansa mikið með sig í fanginu. Annars syng ég bara út um allt líka í bílnum með mömmu minni.“ Bjarna finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum, spila Playstation og fara í fótbolta, fara á skíði og hafa kósýkvöld.Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú syngur þér inn fyrir?„Ég er að safna mér fyrir tölvu en eg ætla líka að kaupa jólagjafir handa fátækum börnum á Íslandi og setja undir jólatréð í Kringlunni.“Hér má fylgja Barna á Facebook.
Jól Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira