Hann var vopnaður skammbyssu og hnífi þegar hann hóf skothríðina. Talið er að Chekatt hafi verið særður af hermönnum áður en hann flúði af vettvangi. Einn hermaður særðist lítillega þegar hermenn skiptust á skotum við hann.
Fyrr á þriðjudaginn, um morguninn, leitaði lögregla á heimili Chekatt vegna þess að hann var eftirlýstur vegna annars glæps. Þegar lögreglan leitaði á heimili hans fannst handsprengja, riffill og hnífar, samkvæmt France24.
Hann hefur lengi verið kunnugur lögreglu og hefur margsinnis verið handtekinn og dæmdur 27 sinnum fyrir glæpi í Frakklandi, Þýskalandi og Sviss. Þá var hann á lista yfirvalda yfir aðila sem ógn stafar af og er hann sagður hafa hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi fyrir rán.
Lögreglan birti í gær myndi af Chekatt og óskaði aðstoðar almennings við að finna hann.