Lágmarkslaun á Spáni hækka um 22 prósent um áramót Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2018 22:44 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, greindi frá ákvörðun stjórnar sinnar fyrr í dag. Getty Lágmarkslaun á Spáni munu hækka um 22 prósent um áramótin og er hækkunin sú mesta í landinu í rúm fjörutíu ár. Hækkunin felur í sér að launþegar sem þiggja lágmarkslaun sjá fram á að fá greiddar 900 evrur í mánaðarlaun, um 127 þúsund íslenskra króna, í stað 736 evra, eða 103 þúsund íslenskar. Sósíalistinn Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, greindi frá breytingunni fyrr í dag þar sem hann sagði að „ríkt land gæti ekki verið með fátæka verkamenn“. Í frétt BBC kemur fram að tilkynning Sánchez komi tveimur dögum eftir að Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um 100 evra hækkun á lágmarkslaunum í Frakklandi. Macron var með breytingunni að bregðast við margra vikna aðgerðum mótmælenda sem kennd hafa verið við gul vesti. Lágmarkslaun á Spáni eru endurskoðuð á ári hverju, og er hækkunin nú umtalsvert hærri en verið hefur síðustu áratugina. Þannig nam hækkunin um síðustu áramót fjögur prósent. Hækkunin nú er sú hæsta frá árinu 1977, sama ár og fyrstu kosningarnar fóru fram eftir fall einræðisherrans Francisco Franco. Lágmarkslaun á Spáni eru lægri en í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi en hærri en í fjölda annarra ESB-ríkja, meðal annars Portúgal, Grikklandi og Póllandi. Evrópa Evrópusambandið Spánn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Lágmarkslaun á Spáni munu hækka um 22 prósent um áramótin og er hækkunin sú mesta í landinu í rúm fjörutíu ár. Hækkunin felur í sér að launþegar sem þiggja lágmarkslaun sjá fram á að fá greiddar 900 evrur í mánaðarlaun, um 127 þúsund íslenskra króna, í stað 736 evra, eða 103 þúsund íslenskar. Sósíalistinn Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, greindi frá breytingunni fyrr í dag þar sem hann sagði að „ríkt land gæti ekki verið með fátæka verkamenn“. Í frétt BBC kemur fram að tilkynning Sánchez komi tveimur dögum eftir að Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um 100 evra hækkun á lágmarkslaunum í Frakklandi. Macron var með breytingunni að bregðast við margra vikna aðgerðum mótmælenda sem kennd hafa verið við gul vesti. Lágmarkslaun á Spáni eru endurskoðuð á ári hverju, og er hækkunin nú umtalsvert hærri en verið hefur síðustu áratugina. Þannig nam hækkunin um síðustu áramót fjögur prósent. Hækkunin nú er sú hæsta frá árinu 1977, sama ár og fyrstu kosningarnar fóru fram eftir fall einræðisherrans Francisco Franco. Lágmarkslaun á Spáni eru lægri en í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi en hærri en í fjölda annarra ESB-ríkja, meðal annars Portúgal, Grikklandi og Póllandi.
Evrópa Evrópusambandið Spánn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent