Fimmtán árum eftir að Ruben Studdard og Clay Aiken háðu eftirminnilegt einvígi um Idol-titilinn í Bandaríkjunum eru þeir sameinaðir á ný á sviðinu. Nú eru það jólatónleikar í New York, nánar tiltekið í Broadway’s Imperial leikhúsinu.
Tónleikarnir verða á dagskrá í þrjár vikur og heita hvorki meira né minna en Ruben & Clay’s First Annual Christmas Carol Family Fun Pageant Spectacular Reunion Show. Þar fara þeir yfir jólalagasviðið en Ken Arpino og Jesse Joyce skrifuðu verkið sem er í leikstjórn Jonathans Tessero. Sýningin tekur um tvo tíma og fékk verkið glimrandi dóma sem og viðtökur.
