Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 14:52 Guðmundur Ingi umhverfisráðherra í pontu á COP24-loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir Orkuskipti í samgöngum og aukin kolefnisbinding voru á meðal þess sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lofaði að Íslandi myndi gera til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í ræðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Harmaði hann að jöklar Íslands færu hopandi. Í upphafi ræðu sinnar lýsti ráðherrann upplifun sinni af tveimur jökultungum sem saman römmuðu inni hjartalaga fjall á Miðhálendi Íslands í kringum aldamótin. „Nú með bráðnun jöklanna hefur lögun fjallsins breyst. Hjartað er að mást út,“ sagði Guðmundur Ingi. Lýsti hann nýrri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Ísland hefði þegar náð fullum orkuskiptum í endurnýjanlega orkugjafa í raforkuframleiðslu og húshitun. Þau skipti hefðu kostað Íslendinga en fjárfestingin hafi haft mikla kosti í för með sér. Næst standi fyrir dyrum orkuskipti í samgöngum. Hvatti ráðherrann ríkis heims til dáða og ganga lengra í að draga úr losun „Ísland mun standa við Parísarskuldbindingar sínar fyrir 2030 en við verðum líka að horfa lengra fram á veginn. Langtímamarkmið íslands er að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040,“ sagði Guðmundur Ingi. Til þess að mannkynið næði kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina eins og nauðsynlegt er til að markmið Parísarsamkomulagsins náist sagði ráðherrann að sum ríki þyrftu að vera fyrri til. „Þróuð ríki ættu að setja fordæmi og vera í fararbroddi í að ná kolefnishlutleysi,“ sagði hann.Verra í vændum taki ríki ekki mark á vísindunum Umhverfisráðherra virtist skjóta óbeint á nokkur olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabíu og Kúveit sem lögðust gegn samþykkt um vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins. „Ísland fagnar skýrslunni og telur að hún sé ómissandi leiðarljós fyrir vinnuna framundan,“ sagði ráðherrann. Ríkin fjögur vildu ekki nota orðalagið „að fagna“ í ályktun fundarins um skýrsluna og lögðu þess í stað til að talað væri um að hann „tæki eftir“ henni. Sagði Guðmundur Ingi að loftslagsbreytingar væru nú þegar raunveruleiki og veðuröfgar væru orðnar að venjulegu ástandi. Verra sé í vændum taki ríki heims ekki mark á vísindunum og auki metnað sinn. „Hjartalagaða jökulfjallið sem ég sá við aldamótin verður kannski bráðum horfið en það er svo mörgu sem við getum bjargað. Við höfum enn tíma. Saman getum við lagt hjartað í þetta,“ sagði ráðherrann. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Orkuskipti í samgöngum og aukin kolefnisbinding voru á meðal þess sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lofaði að Íslandi myndi gera til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í ræðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Harmaði hann að jöklar Íslands færu hopandi. Í upphafi ræðu sinnar lýsti ráðherrann upplifun sinni af tveimur jökultungum sem saman römmuðu inni hjartalaga fjall á Miðhálendi Íslands í kringum aldamótin. „Nú með bráðnun jöklanna hefur lögun fjallsins breyst. Hjartað er að mást út,“ sagði Guðmundur Ingi. Lýsti hann nýrri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Ísland hefði þegar náð fullum orkuskiptum í endurnýjanlega orkugjafa í raforkuframleiðslu og húshitun. Þau skipti hefðu kostað Íslendinga en fjárfestingin hafi haft mikla kosti í för með sér. Næst standi fyrir dyrum orkuskipti í samgöngum. Hvatti ráðherrann ríkis heims til dáða og ganga lengra í að draga úr losun „Ísland mun standa við Parísarskuldbindingar sínar fyrir 2030 en við verðum líka að horfa lengra fram á veginn. Langtímamarkmið íslands er að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040,“ sagði Guðmundur Ingi. Til þess að mannkynið næði kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina eins og nauðsynlegt er til að markmið Parísarsamkomulagsins náist sagði ráðherrann að sum ríki þyrftu að vera fyrri til. „Þróuð ríki ættu að setja fordæmi og vera í fararbroddi í að ná kolefnishlutleysi,“ sagði hann.Verra í vændum taki ríki ekki mark á vísindunum Umhverfisráðherra virtist skjóta óbeint á nokkur olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabíu og Kúveit sem lögðust gegn samþykkt um vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins. „Ísland fagnar skýrslunni og telur að hún sé ómissandi leiðarljós fyrir vinnuna framundan,“ sagði ráðherrann. Ríkin fjögur vildu ekki nota orðalagið „að fagna“ í ályktun fundarins um skýrsluna og lögðu þess í stað til að talað væri um að hann „tæki eftir“ henni. Sagði Guðmundur Ingi að loftslagsbreytingar væru nú þegar raunveruleiki og veðuröfgar væru orðnar að venjulegu ástandi. Verra sé í vændum taki ríki heims ekki mark á vísindunum og auki metnað sinn. „Hjartalagaða jökulfjallið sem ég sá við aldamótin verður kannski bráðum horfið en það er svo mörgu sem við getum bjargað. Við höfum enn tíma. Saman getum við lagt hjartað í þetta,“ sagði ráðherrann.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00
Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00