Enski boltinn

AC Milan: Missti af Zlatan og vill nú Marcus Rashford í staðinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford var frábær í síðasta leik með Manchester United.
Marcus Rashford var frábær í síðasta leik með Manchester United. Vísir/Getty
AC Milan ætlar sér að ná sér í nýjan sóknarmann fyrir seinni hluta tímabilsins en nú er ljóst að það verður ekki hinn sænski Zlatan Ibrahimovic.

Zlatan Ibrahimovic hefur ákveðið að halda sér í herbúðum Los Angeles Galaxy í Bandaríjunum eftir að hafa verið orðaður við AC Milan í margar vikur.

Ítalska stórblaðið Gazzetta dello Sport nefnir í dag framherjann sem er efstur á óskalista AC Milan eftir að Zlatan Ibrahimovic datt upp fyrir. Sá leikmaður er Marcus Rashford hinn 21 árs gamli framherji Manchester United.





Marcus Rashford hefur komið við sögu í flestum leikjum Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fyrstu sextán umferðunum en hefur aðeins verið í byrjunarliðunu í átta leikjum.

Marcus Rashford er með 3 mörk og 5 stoðsendingar í 14 leikjum þar af komu þrjú markanna (1 mark og 2 stoðsendingar) í 4-0 stórsigrinum á Fulham um síðustu helgi.

Leonardo og Paolo Maldini fara fyrir leit AC Milan og samkvæmt heimildum Gazzetta dello Sport er Marcus Rashford ekki eini leikmaðurinn í ensku deildinni sem er inn í myndinni hjá AC Milan.





Divock Origi hjá Liverpool er einnig sagður vera á lista hjá AC Milan. Divock Origi fékk óvænt tækifæri á móti Everton á dögunum og skoraði þá sigurmarkið í nágrannaslagnum.

Það gæti verið erfitt að sannfæra Manchester United að selja Marcus Rashford sem er sannarlega framtíðarstjarna í boltanum og þegar orðinn mikilvægur fyrir enska landsliðið. Það fylgir því fréttinni að líklegast sé þó að AC Milan reyni að fá til sín Fabio Quagliarella frá Sampdoria.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×