Körfubolti

Popovich kominn með fleiri sigra en Pat Riley

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Greg Popovich
Greg Popovich vísir/getty
Greg Popovich varð í nótt fjórði sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar í körfubolta þegar San Antonio Spurs vann 111-86 sigur á Phoenix Suns.

Hér þýðir orðið sigursælasti sá sem hefur sigrað flesta leiki, ekki unnið flesta titla eins og oft er einnig átt við með orðinu. Sigurinn var sá 1211. á ferli Popovich og tók hann þar með fram úr Pat Riley á listanum yfir flesta sigra á ferlinum.

Spurs vann sinn þriðja sigur í röð og er liðið hálfnað með sex leikja heimaleikjahrinu. Liðið situr 10. í Vesturdeildinni með 14 töp og 14 sigra í vetur.

Popovich hefur þjálfað San Antonio síðustu 22 ár og er hann sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi hjá sama félaginu í fjóru stóru íþróttagreinum Bandaríkjanna; körfubolta, hafnarbolta, íshokkí og amerískum fótbolta. Enginn í sögu körfuboltans hefur náð 1200 sigrum eins fljótt og Popovich, hann þurfti aðeins 1743 leiki til þess.

Bryn Forbes nældi sér í sína fyrstu tvöföldu tvennu á ferlinum með 24 stig og 11 fráköst. LaMarcus Aldridge var með 18 stig í sigrinum sem var aldrei í hættu í seinni hálfleik, munurinn varð mestur 25 stig.



Í Houston skoraði James Harden 29 stig fyrir heimamenn í Rockets sem höfðu betur gegn Portland Trail Blazers 111-104.

Sjö leikmenn í liði Rockets náðu tveggja stiga tölu í stigaskori í liðssigri sem batt enda á þriggja leikja tapgöngu Rockets.

Chris Paul náði þrefaldri tvennu með 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.



Toronto Raptors vann stórsigur á LA Clippers 123-99 í Los Angeles. Serge Ibaka var atkvæðamestur fyrir Raptors með 25 stig og 9 fráköst.



Úrslit næturinnar:

Houston Rockets - Portland Trail Blazers 111-104

San Antonio Spurs - Phoenix Suns 111-89

LA Clippers - Toronto Raptors 99-123

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×