Gæti stefnt í offramboð af nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 19:30 Það gæti stefnt í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri hagsjá Landsbankans, þrátt fyrir umframeftirspurn eftir húsnæði. Hagfræðingur segir engar haldbærar tölur liggja fyrir um raunverulega húsnæðisþörf á markaði. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis stendur yfir víða um höfuðborgarsvæðið en það er aftur á móti spursmál hvort allar þessar nýju íbúðir komi til með að mæta þeirri þörf sem er til staðar. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins voru um 4.900 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í haust. Nýjum íbúðum fer jafnt og þétt fjölgandi og er reiknað með að lokið verði við byggingu samtals um 4.300 íbúða á árunum 2018 og 2019. „Framboðið hefur stóraukist, á sama tíma er verið að tala um að það þurfi að byggja fyrir sérstaka hópa, það er verið að tala um það við kjarasamningsborðið. Og ég hef bara einfaldlega áhyggjur af því að ef það fer mikið í gang á þeim vettvangi að þá verði bara allt of mikið af íbúðum til sölu vegna þess að það gengur bara ekkert allt of vel að selja þær íbúðir sem nú þegar er búið að byggja og væntanlega verður það sama uppi á teningnum með þær íbúðir sem koma inn á markaðinn á næstu mánuðum,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans. Meðalstærð nýrra seldra íbúða á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var um 103 fermetrar og meðalverð á fermetra um 521 þúsund krónur. Meðalverð fyrir nýja íbúð var því tæpar 54 milljónir sem óhætt er að segja að sé töluvert hærra en margir ráða við. „Það er alveg augljóst að það vantar minni íbúðir en minni íbúðir eru líka tiltölulega dýrar og ég reikna með því að hugmyndafræðin með það sem er verið að tala um við samningaborðið sé að reyna að byggja íbúðir sem eru minni og líka miklu miklu ódýrari. En hvort að það tekst er svo allt önnur saga,“ segir Ari. „Heildarmynd af þessum markaði sem er algjörlega treystandi, hún er ekki til.“ Húsnæðismál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Sektuð fyrir að segjast vera best Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Raforka til gagnavera snarminnkað Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Bölvað basl á Bond Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Það gæti stefnt í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri hagsjá Landsbankans, þrátt fyrir umframeftirspurn eftir húsnæði. Hagfræðingur segir engar haldbærar tölur liggja fyrir um raunverulega húsnæðisþörf á markaði. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis stendur yfir víða um höfuðborgarsvæðið en það er aftur á móti spursmál hvort allar þessar nýju íbúðir komi til með að mæta þeirri þörf sem er til staðar. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins voru um 4.900 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í haust. Nýjum íbúðum fer jafnt og þétt fjölgandi og er reiknað með að lokið verði við byggingu samtals um 4.300 íbúða á árunum 2018 og 2019. „Framboðið hefur stóraukist, á sama tíma er verið að tala um að það þurfi að byggja fyrir sérstaka hópa, það er verið að tala um það við kjarasamningsborðið. Og ég hef bara einfaldlega áhyggjur af því að ef það fer mikið í gang á þeim vettvangi að þá verði bara allt of mikið af íbúðum til sölu vegna þess að það gengur bara ekkert allt of vel að selja þær íbúðir sem nú þegar er búið að byggja og væntanlega verður það sama uppi á teningnum með þær íbúðir sem koma inn á markaðinn á næstu mánuðum,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans. Meðalstærð nýrra seldra íbúða á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var um 103 fermetrar og meðalverð á fermetra um 521 þúsund krónur. Meðalverð fyrir nýja íbúð var því tæpar 54 milljónir sem óhætt er að segja að sé töluvert hærra en margir ráða við. „Það er alveg augljóst að það vantar minni íbúðir en minni íbúðir eru líka tiltölulega dýrar og ég reikna með því að hugmyndafræðin með það sem er verið að tala um við samningaborðið sé að reyna að byggja íbúðir sem eru minni og líka miklu miklu ódýrari. En hvort að það tekst er svo allt önnur saga,“ segir Ari. „Heildarmynd af þessum markaði sem er algjörlega treystandi, hún er ekki til.“
Húsnæðismál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Sektuð fyrir að segjast vera best Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Raforka til gagnavera snarminnkað Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Bölvað basl á Bond Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira