Álagið hefur afleiðingar Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Hversu hratt eigum við að hlaupa í vinnunni? Þetta er ein algengasta spurningin sem ég fæ frá félagsmönnum aðildarfélaga BSRB. Það er áhyggjuefni hvernig álagið á starfsmenn sem sinna opinberri þjónustu hefur aukist verulega á undanförnum árum þrátt fyrri uppsveiflu í efnahagslífinu. Við sjáum það hvert sem litið er að starfsemi hins opinbera er rekin á lágmarksmönnun. Okkar félagsmenn eru stoltir af því að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem heyra undir almannaþjónustuna. Þeir hafa lagt mikið á sig við að veita góða þjónustu þrátt fyrir mikið álag en það er ljóst að eitthvað þarf undan að láta. Afleiðingarnar af undirmönnun og álagi blasa við okkur. Tölur frá styrktarsjóðum aðildarfélaga BSRB sýna að heilsu félagsmanna hrakar. Tveir af hverjum þremur starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga eru konur og er það sama hlutfall kvenna sem leitar til VIRK vegna streitu og álags sem leiðir til kulnunar, geðsjúkdóma og stoðkerfisvandamála. Rannsóknir sýna að starfsfólk í velferðarþjónustu upplifir verri líkamlega og andlega heilsu og minni starfsánægju samanborið við aðrar starfsstéttir. Ítrekað hefur verið bent á að ein besta leiðin til að fyrirbyggja þetta er að vinna gegn streituvöldum á vinnustað, bæta aðstæður stjórnenda og vinnuumhverfis í heild. Í nýrri ársskýrslu Vinnueftirlitsins kemur fram að slysin séu flest í opinberri þjónustu og þar er lögreglan sérstaklega nefnd. Hér verður að bregðast við og tryggja að opinberir aðilar fylgi lögum og reglum um vinnuvernd. Almannaþjónustan gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu samfélagsins. Þetta eru störfin í heilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, menntun, löggæslu og víðar. Það má ekki veita neinn afslátt af mönnun, sér í lagi þegar skortur á starfsfólki hefur svo alvarlegar afleiðingar. Tryggja verður gott starfsumhverfi og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða vegna aukinnar slysa- og veikindafjarveru. Þetta er samfélagslegt verkefni og á því bera opinberir atvinnurekendur og stjórnvöld ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hversu hratt eigum við að hlaupa í vinnunni? Þetta er ein algengasta spurningin sem ég fæ frá félagsmönnum aðildarfélaga BSRB. Það er áhyggjuefni hvernig álagið á starfsmenn sem sinna opinberri þjónustu hefur aukist verulega á undanförnum árum þrátt fyrri uppsveiflu í efnahagslífinu. Við sjáum það hvert sem litið er að starfsemi hins opinbera er rekin á lágmarksmönnun. Okkar félagsmenn eru stoltir af því að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem heyra undir almannaþjónustuna. Þeir hafa lagt mikið á sig við að veita góða þjónustu þrátt fyrir mikið álag en það er ljóst að eitthvað þarf undan að láta. Afleiðingarnar af undirmönnun og álagi blasa við okkur. Tölur frá styrktarsjóðum aðildarfélaga BSRB sýna að heilsu félagsmanna hrakar. Tveir af hverjum þremur starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga eru konur og er það sama hlutfall kvenna sem leitar til VIRK vegna streitu og álags sem leiðir til kulnunar, geðsjúkdóma og stoðkerfisvandamála. Rannsóknir sýna að starfsfólk í velferðarþjónustu upplifir verri líkamlega og andlega heilsu og minni starfsánægju samanborið við aðrar starfsstéttir. Ítrekað hefur verið bent á að ein besta leiðin til að fyrirbyggja þetta er að vinna gegn streituvöldum á vinnustað, bæta aðstæður stjórnenda og vinnuumhverfis í heild. Í nýrri ársskýrslu Vinnueftirlitsins kemur fram að slysin séu flest í opinberri þjónustu og þar er lögreglan sérstaklega nefnd. Hér verður að bregðast við og tryggja að opinberir aðilar fylgi lögum og reglum um vinnuvernd. Almannaþjónustan gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu samfélagsins. Þetta eru störfin í heilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, menntun, löggæslu og víðar. Það má ekki veita neinn afslátt af mönnun, sér í lagi þegar skortur á starfsfólki hefur svo alvarlegar afleiðingar. Tryggja verður gott starfsumhverfi og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða vegna aukinnar slysa- og veikindafjarveru. Þetta er samfélagslegt verkefni og á því bera opinberir atvinnurekendur og stjórnvöld ábyrgð.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar