Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2018 14:42 Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Á morgun klukkan níu árdegis heldur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis opinn fund þar sem til stendur að fá fram vitnisburð þeirra Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokks og Gunnars Braga Sveinssonar fyrrverandi utanríkisráðherra um svonefndan sendiherrakapal. Samkvæmt heimildum Vísis hafa hvorki Sigmundur Davíð né Gunnar Bragi svarað fundarboðinu.Nefndinni bera að hafa eftirlit með ráðherrumTilefnið er fundur þeirra og umræða um mögulega skipan Gunnars Braga í embætti sendiherra en í hinum frægu Klausturupptökum heyrist hann lýsa því að Bjarni og Guðlaugur Þór þurfi að ganga frá skipan hans í sendiherraembætti. Hann eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra á Washington. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur sagt, í samtali við Vísi, að nefndin hafi eftirlitsskyldu gagnvart framkvæmdavaldinu. „Þetta er bara skylda stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Lögbundin skylda að sinna eftirliti með ráðherrum. Játning á atriði sem maður getur ekki annað séð en að væri brot á lögum að skipa einhvern í skiptum fyrir greiða og ráðherra á að starfa í almannaþágu og ekki láta sína hagsmuni ráða störfum sínum.“ Sagt satt eða logið um meinta lygi Gunnar Bragi er sem stendur í leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að Klausturupptökurnar voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi tjáði sig strax eftir að þær komu fram en hefur hins vegar ekkert tjáð sig neitt eftir það þó ýmislegt megi heita útistandandi í málinu. Gunnar Bragi sagðist hafa verið að ljúga uppá Bjarna á Klaustur bar og Bjarni hefur lýst því yfir að Gunnar Bragi eigi ekkert inni hjá flokknum. Hins vegar hefur hann viðurkennt að slíkur fundur hafi farið fram og Guðlaugur Þór einnig, þar sem það var rætt. Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn af fáum sem sagt hefur af sér þingmennsku þá vegna þess að hann sendi póst á rangan stað með óviðurkvæmilegum ummælum, hefur sagt á Facebooksíðu sinni að á téðu fundi muni gefast einstakt tækifæri á að „hlusta á þingmenn segja ósatt þegar rætt verður um sendiherrastöðuna sem átti upphaflega að tilheyra Steingrími J. en endaði hjá Árna Þór. Miklu betra en nokkur glæpaþáttur og ef það verður bein myndútsending má sjá nef lengjast!“Steingrími J ætluð staðanEyjan ræddi við Bjarna vegna þessa í gær og þar telur hann einsýnt að Gunnar Bragi hafi verið að fara rétt með á barnum þó hann hafi dregið í land síðar. Þá fullyrðir Bjarni að Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis, hafi átt að fá sendiherrastöðuna sem endaði hjá Árna Þór. Það hafi verið samantekin ráð hjá Gunnari Braga og Sigmundi Davíð að sniðganga Steingrím. „Upphaflega átti Steingrímur J. Sigfússon að fá þessa stöðu, en þá var persónulegur fjandskapur milli hans og Framsóknarflokksins svo mikill að það gekk ekki í gegn. Það getur nú vel verið að Gunnar Bragi súpi nú eitthvað seyðið af því núna. Nú sér hvert mannsbarn að Gunnar Bragi fær ekki svo mikið sem bílstjórastöðu innan stjórnarráðsins. En það hjálpar þeim (Gunnari Braga og Sigmundi) eflaust ekki núna að hafa staðið gegn því að Steingrímur fengi nokkuð og það getur líka haft sínar afleiðingar,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við Eyjuna. Þó stjórnarandstaðan sé í hinu mesta klandri vegna Klausturupptaknanna og svo máli sem snýr að Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, er víst að málið getur reynst stjórnarflokkunum erfitt. En það snýr að samtryggingarspillingu sem mörgum sýnist blasa við. Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Á morgun klukkan níu árdegis heldur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis opinn fund þar sem til stendur að fá fram vitnisburð þeirra Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokks og Gunnars Braga Sveinssonar fyrrverandi utanríkisráðherra um svonefndan sendiherrakapal. Samkvæmt heimildum Vísis hafa hvorki Sigmundur Davíð né Gunnar Bragi svarað fundarboðinu.Nefndinni bera að hafa eftirlit með ráðherrumTilefnið er fundur þeirra og umræða um mögulega skipan Gunnars Braga í embætti sendiherra en í hinum frægu Klausturupptökum heyrist hann lýsa því að Bjarni og Guðlaugur Þór þurfi að ganga frá skipan hans í sendiherraembætti. Hann eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra á Washington. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur sagt, í samtali við Vísi, að nefndin hafi eftirlitsskyldu gagnvart framkvæmdavaldinu. „Þetta er bara skylda stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Lögbundin skylda að sinna eftirliti með ráðherrum. Játning á atriði sem maður getur ekki annað séð en að væri brot á lögum að skipa einhvern í skiptum fyrir greiða og ráðherra á að starfa í almannaþágu og ekki láta sína hagsmuni ráða störfum sínum.“ Sagt satt eða logið um meinta lygi Gunnar Bragi er sem stendur í leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að Klausturupptökurnar voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi tjáði sig strax eftir að þær komu fram en hefur hins vegar ekkert tjáð sig neitt eftir það þó ýmislegt megi heita útistandandi í málinu. Gunnar Bragi sagðist hafa verið að ljúga uppá Bjarna á Klaustur bar og Bjarni hefur lýst því yfir að Gunnar Bragi eigi ekkert inni hjá flokknum. Hins vegar hefur hann viðurkennt að slíkur fundur hafi farið fram og Guðlaugur Þór einnig, þar sem það var rætt. Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn af fáum sem sagt hefur af sér þingmennsku þá vegna þess að hann sendi póst á rangan stað með óviðurkvæmilegum ummælum, hefur sagt á Facebooksíðu sinni að á téðu fundi muni gefast einstakt tækifæri á að „hlusta á þingmenn segja ósatt þegar rætt verður um sendiherrastöðuna sem átti upphaflega að tilheyra Steingrími J. en endaði hjá Árna Þór. Miklu betra en nokkur glæpaþáttur og ef það verður bein myndútsending má sjá nef lengjast!“Steingrími J ætluð staðanEyjan ræddi við Bjarna vegna þessa í gær og þar telur hann einsýnt að Gunnar Bragi hafi verið að fara rétt með á barnum þó hann hafi dregið í land síðar. Þá fullyrðir Bjarni að Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis, hafi átt að fá sendiherrastöðuna sem endaði hjá Árna Þór. Það hafi verið samantekin ráð hjá Gunnari Braga og Sigmundi Davíð að sniðganga Steingrím. „Upphaflega átti Steingrímur J. Sigfússon að fá þessa stöðu, en þá var persónulegur fjandskapur milli hans og Framsóknarflokksins svo mikill að það gekk ekki í gegn. Það getur nú vel verið að Gunnar Bragi súpi nú eitthvað seyðið af því núna. Nú sér hvert mannsbarn að Gunnar Bragi fær ekki svo mikið sem bílstjórastöðu innan stjórnarráðsins. En það hjálpar þeim (Gunnari Braga og Sigmundi) eflaust ekki núna að hafa staðið gegn því að Steingrímur fengi nokkuð og það getur líka haft sínar afleiðingar,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við Eyjuna. Þó stjórnarandstaðan sé í hinu mesta klandri vegna Klausturupptaknanna og svo máli sem snýr að Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, er víst að málið getur reynst stjórnarflokkunum erfitt. En það snýr að samtryggingarspillingu sem mörgum sýnist blasa við.
Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11
Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15
Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54