Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2018 14:42 Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Á morgun klukkan níu árdegis heldur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis opinn fund þar sem til stendur að fá fram vitnisburð þeirra Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokks og Gunnars Braga Sveinssonar fyrrverandi utanríkisráðherra um svonefndan sendiherrakapal. Samkvæmt heimildum Vísis hafa hvorki Sigmundur Davíð né Gunnar Bragi svarað fundarboðinu.Nefndinni bera að hafa eftirlit með ráðherrumTilefnið er fundur þeirra og umræða um mögulega skipan Gunnars Braga í embætti sendiherra en í hinum frægu Klausturupptökum heyrist hann lýsa því að Bjarni og Guðlaugur Þór þurfi að ganga frá skipan hans í sendiherraembætti. Hann eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra á Washington. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur sagt, í samtali við Vísi, að nefndin hafi eftirlitsskyldu gagnvart framkvæmdavaldinu. „Þetta er bara skylda stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Lögbundin skylda að sinna eftirliti með ráðherrum. Játning á atriði sem maður getur ekki annað séð en að væri brot á lögum að skipa einhvern í skiptum fyrir greiða og ráðherra á að starfa í almannaþágu og ekki láta sína hagsmuni ráða störfum sínum.“ Sagt satt eða logið um meinta lygi Gunnar Bragi er sem stendur í leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að Klausturupptökurnar voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi tjáði sig strax eftir að þær komu fram en hefur hins vegar ekkert tjáð sig neitt eftir það þó ýmislegt megi heita útistandandi í málinu. Gunnar Bragi sagðist hafa verið að ljúga uppá Bjarna á Klaustur bar og Bjarni hefur lýst því yfir að Gunnar Bragi eigi ekkert inni hjá flokknum. Hins vegar hefur hann viðurkennt að slíkur fundur hafi farið fram og Guðlaugur Þór einnig, þar sem það var rætt. Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn af fáum sem sagt hefur af sér þingmennsku þá vegna þess að hann sendi póst á rangan stað með óviðurkvæmilegum ummælum, hefur sagt á Facebooksíðu sinni að á téðu fundi muni gefast einstakt tækifæri á að „hlusta á þingmenn segja ósatt þegar rætt verður um sendiherrastöðuna sem átti upphaflega að tilheyra Steingrími J. en endaði hjá Árna Þór. Miklu betra en nokkur glæpaþáttur og ef það verður bein myndútsending má sjá nef lengjast!“Steingrími J ætluð staðanEyjan ræddi við Bjarna vegna þessa í gær og þar telur hann einsýnt að Gunnar Bragi hafi verið að fara rétt með á barnum þó hann hafi dregið í land síðar. Þá fullyrðir Bjarni að Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis, hafi átt að fá sendiherrastöðuna sem endaði hjá Árna Þór. Það hafi verið samantekin ráð hjá Gunnari Braga og Sigmundi Davíð að sniðganga Steingrím. „Upphaflega átti Steingrímur J. Sigfússon að fá þessa stöðu, en þá var persónulegur fjandskapur milli hans og Framsóknarflokksins svo mikill að það gekk ekki í gegn. Það getur nú vel verið að Gunnar Bragi súpi nú eitthvað seyðið af því núna. Nú sér hvert mannsbarn að Gunnar Bragi fær ekki svo mikið sem bílstjórastöðu innan stjórnarráðsins. En það hjálpar þeim (Gunnari Braga og Sigmundi) eflaust ekki núna að hafa staðið gegn því að Steingrímur fengi nokkuð og það getur líka haft sínar afleiðingar,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við Eyjuna. Þó stjórnarandstaðan sé í hinu mesta klandri vegna Klausturupptaknanna og svo máli sem snýr að Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, er víst að málið getur reynst stjórnarflokkunum erfitt. En það snýr að samtryggingarspillingu sem mörgum sýnist blasa við. Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Á morgun klukkan níu árdegis heldur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis opinn fund þar sem til stendur að fá fram vitnisburð þeirra Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokks og Gunnars Braga Sveinssonar fyrrverandi utanríkisráðherra um svonefndan sendiherrakapal. Samkvæmt heimildum Vísis hafa hvorki Sigmundur Davíð né Gunnar Bragi svarað fundarboðinu.Nefndinni bera að hafa eftirlit með ráðherrumTilefnið er fundur þeirra og umræða um mögulega skipan Gunnars Braga í embætti sendiherra en í hinum frægu Klausturupptökum heyrist hann lýsa því að Bjarni og Guðlaugur Þór þurfi að ganga frá skipan hans í sendiherraembætti. Hann eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra á Washington. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur sagt, í samtali við Vísi, að nefndin hafi eftirlitsskyldu gagnvart framkvæmdavaldinu. „Þetta er bara skylda stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Lögbundin skylda að sinna eftirliti með ráðherrum. Játning á atriði sem maður getur ekki annað séð en að væri brot á lögum að skipa einhvern í skiptum fyrir greiða og ráðherra á að starfa í almannaþágu og ekki láta sína hagsmuni ráða störfum sínum.“ Sagt satt eða logið um meinta lygi Gunnar Bragi er sem stendur í leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að Klausturupptökurnar voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi tjáði sig strax eftir að þær komu fram en hefur hins vegar ekkert tjáð sig neitt eftir það þó ýmislegt megi heita útistandandi í málinu. Gunnar Bragi sagðist hafa verið að ljúga uppá Bjarna á Klaustur bar og Bjarni hefur lýst því yfir að Gunnar Bragi eigi ekkert inni hjá flokknum. Hins vegar hefur hann viðurkennt að slíkur fundur hafi farið fram og Guðlaugur Þór einnig, þar sem það var rætt. Bjarni Harðarson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn af fáum sem sagt hefur af sér þingmennsku þá vegna þess að hann sendi póst á rangan stað með óviðurkvæmilegum ummælum, hefur sagt á Facebooksíðu sinni að á téðu fundi muni gefast einstakt tækifæri á að „hlusta á þingmenn segja ósatt þegar rætt verður um sendiherrastöðuna sem átti upphaflega að tilheyra Steingrími J. en endaði hjá Árna Þór. Miklu betra en nokkur glæpaþáttur og ef það verður bein myndútsending má sjá nef lengjast!“Steingrími J ætluð staðanEyjan ræddi við Bjarna vegna þessa í gær og þar telur hann einsýnt að Gunnar Bragi hafi verið að fara rétt með á barnum þó hann hafi dregið í land síðar. Þá fullyrðir Bjarni að Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis, hafi átt að fá sendiherrastöðuna sem endaði hjá Árna Þór. Það hafi verið samantekin ráð hjá Gunnari Braga og Sigmundi Davíð að sniðganga Steingrím. „Upphaflega átti Steingrímur J. Sigfússon að fá þessa stöðu, en þá var persónulegur fjandskapur milli hans og Framsóknarflokksins svo mikill að það gekk ekki í gegn. Það getur nú vel verið að Gunnar Bragi súpi nú eitthvað seyðið af því núna. Nú sér hvert mannsbarn að Gunnar Bragi fær ekki svo mikið sem bílstjórastöðu innan stjórnarráðsins. En það hjálpar þeim (Gunnari Braga og Sigmundi) eflaust ekki núna að hafa staðið gegn því að Steingrímur fengi nokkuð og það getur líka haft sínar afleiðingar,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við Eyjuna. Þó stjórnarandstaðan sé í hinu mesta klandri vegna Klausturupptaknanna og svo máli sem snýr að Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, er víst að málið getur reynst stjórnarflokkunum erfitt. En það snýr að samtryggingarspillingu sem mörgum sýnist blasa við.
Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11
Staðfestir fund með Bjarna og Sigmundi Segir Sigmund Davíð hafa átt frumkvæði að fundinum. 5. desember 2018 11:56
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15
Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54