Miðvörðurinn Guðrún Arnardóttir hefur samið við sænska liðið Djurgården í Svíþjóð. Þetta staðfesti umboðsmaður hennar við 433.is í dag.
Guðrún hóf meistarflokksferil sinn með Selfossi en gekk síðar til liðs við Breiðablik og hefur verið lykilmaður í liði Blika meðfram því að hún spilaði í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Miðvörðurinn hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu ár og á fimm A-landsleiki á baki fyrir Ísland.
Hún sagði upp samningi sínum við Blika á dögunum og hefur nú skrifað undir hhjá Djurgården. Djurgården lauk leik í sænsku úrvalsdeildinni í áttunda sæti á nýliðnu tímabili.
Hjá Djurgården leika íslensku landsliðskonurnar Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Guðrún Arnar til Djurgården
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti



Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn


Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti


