Umhugsunarefni hve mikið nýjar íbúðir hafa hækkað í verði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 14:00 Fermetraverð nýrra og smærri íbúða hefur farið hækkandi. VÍSIR/VILHELM Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri. Samkvæmt desemberskýrslu Íbúðarlánasjóðs hefur vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega sjö prósent undanfarið ár, á sama tíma og vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þessi þróun meðal annars skýrast af því að nýjar íbúðir séu nú minni en áður. „Íbúðaverð í fasteignaauglýsingum er núna að hækka meira en verð í kaupsamningum um íbúðir og það er fyrst og fremst vegna þess að íbúðir sem núna eru settar á sölu í nýbyggingum eru núna að hækka talsvert hratt í verði. Auglýst meðalfermetraverð nýbygginga hefur núna hækkað um 17% á einu ári á meðan það hefur bara hækkað um þrjú prósent á öðrum íbúðum þannig að það er svolítið áhugaverð þróun,“ segir Ólafur. Viðsnúningur hefur orðið hvað þetta varðar að sögn Ólafs en fyrir tveimur árum voru íbúðir í nýbyggingu að meðaltali stærri heldur en aðrar íbúðir. „Það er auðvitað ljóst að nýjar íbúðir eru yfirleitt dýrari heldur en aðrar íbúðir sem eru á markaði. Ef við skoðum bara þessar litlu og meðalstóru íbúðir sem eru innan við 100 fermetrar að stærð að þá er ásett verð þeirra núna um fjórðungi hærra fermetraverðið heldur en annarra íbúða í sama stærðarflokki sem er á markaðnum og þessi munur hefur farið vaxandi undanfarin misseri sem er auðvitað ákveðið umhugsunarefni.“Verðbólga farið hækkandi og vextir óverðtryggðra lána einnig Þá sýna nýjustu tölur yfir ný íbúðalán mikla aukninu í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í október námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, 14,3 milljörðum króna og þar af voru óverðtryggð lán 13,4 milljarðar eða um 94% af nýjum íbúðalánum. „Eitt af því sem hefur áhrif er það að verðbólga hefur farið hækkandi svolítið á undanförnum misserum og því er spáð að hún hækki jafnvel eitthvað aðeins meira á næstu mánuðum þannig það kann að skýra að hluta þessa þróun. Á móti kemur að þá hafa vextir á óverðtryggðum lánum líka hækkað svolítið á allra síðustu vikum og það er eitthvað sem er vert að hafa í huga,“ segir Ólafur Heiðar. Samkvæmt skýrslu sjóðsins er ekki heldur útlit fyrir að breytingar verði á hlutfallslegri stærð leigumarkaðar á næstunni. Jafn margir landsmenn telja samkvæmt nýjustu könnun að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og þeir sem þar voru í september, eða um 17% einstaklinga á aldrinum 18 ára eða eldri. Húsnæðismál Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri. Samkvæmt desemberskýrslu Íbúðarlánasjóðs hefur vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega sjö prósent undanfarið ár, á sama tíma og vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þessi þróun meðal annars skýrast af því að nýjar íbúðir séu nú minni en áður. „Íbúðaverð í fasteignaauglýsingum er núna að hækka meira en verð í kaupsamningum um íbúðir og það er fyrst og fremst vegna þess að íbúðir sem núna eru settar á sölu í nýbyggingum eru núna að hækka talsvert hratt í verði. Auglýst meðalfermetraverð nýbygginga hefur núna hækkað um 17% á einu ári á meðan það hefur bara hækkað um þrjú prósent á öðrum íbúðum þannig að það er svolítið áhugaverð þróun,“ segir Ólafur. Viðsnúningur hefur orðið hvað þetta varðar að sögn Ólafs en fyrir tveimur árum voru íbúðir í nýbyggingu að meðaltali stærri heldur en aðrar íbúðir. „Það er auðvitað ljóst að nýjar íbúðir eru yfirleitt dýrari heldur en aðrar íbúðir sem eru á markaði. Ef við skoðum bara þessar litlu og meðalstóru íbúðir sem eru innan við 100 fermetrar að stærð að þá er ásett verð þeirra núna um fjórðungi hærra fermetraverðið heldur en annarra íbúða í sama stærðarflokki sem er á markaðnum og þessi munur hefur farið vaxandi undanfarin misseri sem er auðvitað ákveðið umhugsunarefni.“Verðbólga farið hækkandi og vextir óverðtryggðra lána einnig Þá sýna nýjustu tölur yfir ný íbúðalán mikla aukninu í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í október námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, 14,3 milljörðum króna og þar af voru óverðtryggð lán 13,4 milljarðar eða um 94% af nýjum íbúðalánum. „Eitt af því sem hefur áhrif er það að verðbólga hefur farið hækkandi svolítið á undanförnum misserum og því er spáð að hún hækki jafnvel eitthvað aðeins meira á næstu mánuðum þannig það kann að skýra að hluta þessa þróun. Á móti kemur að þá hafa vextir á óverðtryggðum lánum líka hækkað svolítið á allra síðustu vikum og það er eitthvað sem er vert að hafa í huga,“ segir Ólafur Heiðar. Samkvæmt skýrslu sjóðsins er ekki heldur útlit fyrir að breytingar verði á hlutfallslegri stærð leigumarkaðar á næstunni. Jafn margir landsmenn telja samkvæmt nýjustu könnun að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og þeir sem þar voru í september, eða um 17% einstaklinga á aldrinum 18 ára eða eldri.
Húsnæðismál Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira