Fulltrúi mannkynsins kominn út fyrir áhrifasvæði sólarinnar í annað sinn Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 08:55 Teikning af stöðu Voyager-geimfaranna rétt handan sólvindhvolfsins. NASA/JPL-Caltech Bandaríska geimfarið Voyager 2 er nú komið út fyrir sólvindshvolfið svonefnda og flýgur nú í geimnum á milli stjarnanna. Þetta er í annað skiptið sem manngerður hlutur kemst út fyrir áhrifasvæði sólarinnar en systurfarið Voyager 1 gerði það fyrst fyrir sex árum. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA telja að Voyager 2 hafi komist út fyrir sólvindshvolfið 5. nóvember. Geimfarið er nú í rúmlega átján milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni en 41 ár er síðan því var skotið á loft. Í þessari fjarlægð tekur það gögn um sextán og hálfa klukkustund að berast á milli geimfarsins og jarðar á hraða ljóssins. Sólvindshvolfið er áhrifasvæði sólarinnar okkar sem nær langt út fyrir braut ystu reikistjarnanna. Í frétt á vef NASA kemur fram að skýrasta vísbendingin um að Voyager 2 sé kominn út fyrir það berist frá rafgasmælinum um borð. Mælirinn notar rafhleðslu gassins til þess að greina hraða, þéttleika, hitastig, þrýsting og flæði sólvindsins. Þar til nýlega einkenndist geimurinn í kringum geimfarið af rafgasinu sem við köllum sólvindinn. Frá því í byrjun nóvember hefur mælirinn sýnt að sólvindurinn hægir verulega á sér. Ekkert flæði hefur mælst síðan. Ólíkt Voyager 1 er mælitæki um borð í Voyager 2 sem getur gert fyrstu rannsóknir sinnar tegundar á geimnum fyrir utan sólvindshvolfið.Í spilaranum hér fyrir neðan er skýringarmyndband NASA um för Voyager 2 út fyrir sólvindshvolfið.Gæti tekið tugi þúsunda ára að komast út úr sólkerfinu Þrátt fyrir að systurförin séu komin út fyrir sólvindshvolfið eru þau enn innan sólkerfisins okkar. Ystu mörk þess eru talin handan Oort-skýsins svonefnda. Skýið er safn lítill fyrirbæra sem þyngdarkraftur sólarinnar hefur áhrif á. Talið er að það taki Voyager 2 um 300 ár að komast að innri mörkum Oort-skýsins. Það gæti tekið allt að 30.000 ár að komast út fyrir skýið. Voyager-leiðangrarnir eru einhver merkustu könnunarleiðangrar mannkynssögunnar. Geimförin heimsóttu gas- og ísrisana fjóra. Nær allar upplýsingar sem menn hafa um ystu reikistjörnurnar tvær, Úranus og Neptúnus koma frá heimsókn Voyager 2 þangað. Voyager 2 er jafnframt langlífasti geimleiðangur NASA. Geimfarinu var skotið á loft 20. ágúst árið 1977, sextán dögum á undan Voyager 1. Það fór lengri leið í gegnum sólkerfið til að geta heimsótt Úranus og Neptúnus. Því varð Voyager 1 fyrri til að komast út fyrir sólvindshvolfið árið 2012. Bandaríkin Geimurinn Neptúnus Tækni Úranus Vísindi Tengdar fréttir Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05 Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30 Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Bandaríska geimfarið Voyager 2 er nú komið út fyrir sólvindshvolfið svonefnda og flýgur nú í geimnum á milli stjarnanna. Þetta er í annað skiptið sem manngerður hlutur kemst út fyrir áhrifasvæði sólarinnar en systurfarið Voyager 1 gerði það fyrst fyrir sex árum. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA telja að Voyager 2 hafi komist út fyrir sólvindshvolfið 5. nóvember. Geimfarið er nú í rúmlega átján milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni en 41 ár er síðan því var skotið á loft. Í þessari fjarlægð tekur það gögn um sextán og hálfa klukkustund að berast á milli geimfarsins og jarðar á hraða ljóssins. Sólvindshvolfið er áhrifasvæði sólarinnar okkar sem nær langt út fyrir braut ystu reikistjarnanna. Í frétt á vef NASA kemur fram að skýrasta vísbendingin um að Voyager 2 sé kominn út fyrir það berist frá rafgasmælinum um borð. Mælirinn notar rafhleðslu gassins til þess að greina hraða, þéttleika, hitastig, þrýsting og flæði sólvindsins. Þar til nýlega einkenndist geimurinn í kringum geimfarið af rafgasinu sem við köllum sólvindinn. Frá því í byrjun nóvember hefur mælirinn sýnt að sólvindurinn hægir verulega á sér. Ekkert flæði hefur mælst síðan. Ólíkt Voyager 1 er mælitæki um borð í Voyager 2 sem getur gert fyrstu rannsóknir sinnar tegundar á geimnum fyrir utan sólvindshvolfið.Í spilaranum hér fyrir neðan er skýringarmyndband NASA um för Voyager 2 út fyrir sólvindshvolfið.Gæti tekið tugi þúsunda ára að komast út úr sólkerfinu Þrátt fyrir að systurförin séu komin út fyrir sólvindshvolfið eru þau enn innan sólkerfisins okkar. Ystu mörk þess eru talin handan Oort-skýsins svonefnda. Skýið er safn lítill fyrirbæra sem þyngdarkraftur sólarinnar hefur áhrif á. Talið er að það taki Voyager 2 um 300 ár að komast að innri mörkum Oort-skýsins. Það gæti tekið allt að 30.000 ár að komast út fyrir skýið. Voyager-leiðangrarnir eru einhver merkustu könnunarleiðangrar mannkynssögunnar. Geimförin heimsóttu gas- og ísrisana fjóra. Nær allar upplýsingar sem menn hafa um ystu reikistjörnurnar tvær, Úranus og Neptúnus koma frá heimsókn Voyager 2 þangað. Voyager 2 er jafnframt langlífasti geimleiðangur NASA. Geimfarinu var skotið á loft 20. ágúst árið 1977, sextán dögum á undan Voyager 1. Það fór lengri leið í gegnum sólkerfið til að geta heimsótt Úranus og Neptúnus. Því varð Voyager 1 fyrri til að komast út fyrir sólvindshvolfið árið 2012.
Bandaríkin Geimurinn Neptúnus Tækni Úranus Vísindi Tengdar fréttir Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05 Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30 Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05
Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30
Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35
Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15