Umræðan um samþykktir Sameinuðu þjóðanna stormur í vatnsglasi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. desember 2018 20:47 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis leiðrétti þær rangfærslur sem hafa verið uppi í umræðunni um samþykktir Sameinuðu þjóðanna sem varða flóttamenn og innflytjendur. Vísir/vilhelm Umræðan um milliríkjasamþykkt Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og innflytjendur er stormur í vatnsglasi að mati Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Samþykktin breyti engu um þann lagaramma sem sé í gildi á Íslandi og þá komi hún fullveldi landsins að engu leyti við. Þetta sagði Áslaug í Reykjavík síðdegis í dag. Mikil umræða hefur skapast um samþykktina (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) sem til stendur að samþykkja á fundi í Marokkó í dag og á morgun og síðar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna skömmu fyrir jól. Jón Þór Þorvaldsson varaþingmaður Miðflokksins, sem hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Bergþórs Ólasonar, lýsti yfir áhyggjum af samningnum í umræðum um störf þingsins fyrr í vikunni. Þar fullyrti Jón Þór að yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar myndi setja spurningarmerki við samninginn stæði fólki til boða að taka afstöðu til hans.Jón Þór Þorvaldsson mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi um óákveðinn tíma.Fréttablaðið/Anton BrinkJón Þór sagði að landamæri Íslands myndu opnast fyrir „nánast öllum íbúum jarðar sem kjósa að flytja hingað burt séð frá stöðu“. Þá sagði hann að það væri „leitt til þess að hugsa að nú þegar við fögnum 100 ára afmæli fullveldisins skuli þingheimur og fjölmiðlar ekki sinna meira um fullveldi Íslands.“ Áslaug Arna leiðrétti þær rangfærslur sem hafa verið uppi í umræðunni um samninginn í viðtalinu en eftir rýni sérfræðinga á efni samþykktarinnar sé það ljóst að hún falli að lagaramma og framkvæmd sem sé þegar í gildi á Íslandi. „Hún haggar ekki fullveldisrétti til að ráða stefnu okkar varðandi málefni farenda eða um að stjórna okkkar málaflokki í samræmi við alþjóðalög,“ segir Áslaug sem ítrekar að með samþykktinni felast engar skuldbindingar. Áslaug sagði að samþykktin fjallaði um málefni flóttafólks og farenda. „Í þessum samþykktum er fjallað um bætt viðbrögð alþjóðasamfélagsins og sameiginlega ábyrgð á málefnum farenda og flóttafólks og þá er undirstrikuð skylda allra aðildaríkja að vernda þá sem eru á flótta og styðja þau ríki sem hýsa mikinn fjölda flóttafólks og að sama skapi styðja við þau ríki sem kljást við fólksflótta frá þeirra löndum.“ Aðspurð hvort þeir sem hafi áhyggjur af samningnum geti þá sofið rótt eftir allt saman svarar Áslaug: „Þeir geta sofið rótt því bæði hefur þetta engin áhrif á löggjöfina okkar og þá er alveg undirstrikað og við munum líka undirstrika það úti [á allsherjarþinginu] að hvert ríki hefur sjálfdæmi um eigin innflytjendalöggjöf og stefnu í málefnum innflytjenda og við teljum að samþykktin feli það í sér.“ Þá var Áslaug spurt hvers vegna sumar þjóðir vildu ekki samþykkja samninginn. Áslaug segir að það séu margvíslegar ástæður fyrir því en sum ríki teldu löggjöf landsins þurfa að taka miklum breytingum vegna samþykktarinnar og þá sé ágreiningur uppi meðal annars um hvort heimila ætti að hneppa börn í varðhald eða vistun. Þetta ætti þó ekki við um Ísland og Norðurlöndin því löggjöfin fellur undir þessar samþykktir. Þá segir Áslaug að það sé rangt að engin umræða hafi farið fram um efni samþykktarinnar. Umræðan hafi farið fram á vettvangi ríkisstjórnarinnar og utanríkismálanefndar Alþingis. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Tengdar fréttir Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30 Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna. 2. desember 2018 20:22 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Umræðan um milliríkjasamþykkt Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og innflytjendur er stormur í vatnsglasi að mati Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Samþykktin breyti engu um þann lagaramma sem sé í gildi á Íslandi og þá komi hún fullveldi landsins að engu leyti við. Þetta sagði Áslaug í Reykjavík síðdegis í dag. Mikil umræða hefur skapast um samþykktina (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) sem til stendur að samþykkja á fundi í Marokkó í dag og á morgun og síðar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna skömmu fyrir jól. Jón Þór Þorvaldsson varaþingmaður Miðflokksins, sem hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Bergþórs Ólasonar, lýsti yfir áhyggjum af samningnum í umræðum um störf þingsins fyrr í vikunni. Þar fullyrti Jón Þór að yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar myndi setja spurningarmerki við samninginn stæði fólki til boða að taka afstöðu til hans.Jón Þór Þorvaldsson mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi um óákveðinn tíma.Fréttablaðið/Anton BrinkJón Þór sagði að landamæri Íslands myndu opnast fyrir „nánast öllum íbúum jarðar sem kjósa að flytja hingað burt séð frá stöðu“. Þá sagði hann að það væri „leitt til þess að hugsa að nú þegar við fögnum 100 ára afmæli fullveldisins skuli þingheimur og fjölmiðlar ekki sinna meira um fullveldi Íslands.“ Áslaug Arna leiðrétti þær rangfærslur sem hafa verið uppi í umræðunni um samninginn í viðtalinu en eftir rýni sérfræðinga á efni samþykktarinnar sé það ljóst að hún falli að lagaramma og framkvæmd sem sé þegar í gildi á Íslandi. „Hún haggar ekki fullveldisrétti til að ráða stefnu okkar varðandi málefni farenda eða um að stjórna okkkar málaflokki í samræmi við alþjóðalög,“ segir Áslaug sem ítrekar að með samþykktinni felast engar skuldbindingar. Áslaug sagði að samþykktin fjallaði um málefni flóttafólks og farenda. „Í þessum samþykktum er fjallað um bætt viðbrögð alþjóðasamfélagsins og sameiginlega ábyrgð á málefnum farenda og flóttafólks og þá er undirstrikuð skylda allra aðildaríkja að vernda þá sem eru á flótta og styðja þau ríki sem hýsa mikinn fjölda flóttafólks og að sama skapi styðja við þau ríki sem kljást við fólksflótta frá þeirra löndum.“ Aðspurð hvort þeir sem hafi áhyggjur af samningnum geti þá sofið rótt eftir allt saman svarar Áslaug: „Þeir geta sofið rótt því bæði hefur þetta engin áhrif á löggjöfina okkar og þá er alveg undirstrikað og við munum líka undirstrika það úti [á allsherjarþinginu] að hvert ríki hefur sjálfdæmi um eigin innflytjendalöggjöf og stefnu í málefnum innflytjenda og við teljum að samþykktin feli það í sér.“ Þá var Áslaug spurt hvers vegna sumar þjóðir vildu ekki samþykkja samninginn. Áslaug segir að það séu margvíslegar ástæður fyrir því en sum ríki teldu löggjöf landsins þurfa að taka miklum breytingum vegna samþykktarinnar og þá sé ágreiningur uppi meðal annars um hvort heimila ætti að hneppa börn í varðhald eða vistun. Þetta ætti þó ekki við um Ísland og Norðurlöndin því löggjöfin fellur undir þessar samþykktir. Þá segir Áslaug að það sé rangt að engin umræða hafi farið fram um efni samþykktarinnar. Umræðan hafi farið fram á vettvangi ríkisstjórnarinnar og utanríkismálanefndar Alþingis.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Tengdar fréttir Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30 Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna. 2. desember 2018 20:22 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30
Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna. 2. desember 2018 20:22