Íbúar á Akureyri hugi að niðurföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. desember 2018 11:47 Snjó kyngdi niður á Akureyri um síðustu helgi. Lítið verður væntanlega eftir af honum um miðja vikuna. Vísir/Tryggvi Páll Versnandi veður er í kortunum með lægð sem gengur þessa stundina inn á landið. Búist er við því að veðrið verði hvað verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið. Íbúar á Akureyri eru beðnir um að losa vel frá holræsum því búist er við tíu stiga hita á morgun og því mun snjó leysa mjög hratt. Suðaustan hvassviðri gengur inn á sunnan og vestanvert landið síðdegis með allt að 25 metrum á sekúndu og rigningu á láglendi. Til fjalla er líklegt að úrkoman verði í formi slyddu eða snjókomu. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands búast megi við hríðarveðri á heiðum og fjallvegum um tíma. „Þetta er heiðarlegur stormur sem þýðir það að meðalvindur er vel yfir 20 metra á sekúndu og verður hviðótt undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall,“ sagði Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. Veðrið nær hámarki á Suðvesturhorninu milli klukkan sex og sjö í kvöld þar sem veðrið verður hvað verst. Teitur segir að veðrir gangi svo hratt niður í kvöld þegar skilin verða komin yfir. „Það á aftur á móti enn eftir að versna á norðan- og austanverðu landinu. þar hvessir einnig og verður einhver úrkoma um tíma,“ segir Teitur. Teitur segir að það verði kröftugur lægðagangur alla vikuna, en eftir að lægðin gengur niður í kvöld mun lítil lægðarbylgja ganga yfir. „Hún færir okkur aðra gusu af hvassviðri og hlýrra loft, þannig að við búumst við því að á morgun verði hvöss sunnan átt. Þó ekki það hvöss að það þurfi að vara við henni, sérstaklega þar sem vegir verða orðnir auðir,“ segir Teitur. Eins fram hefur komið hefur snjódýpt á Akureyri verið með mesta móti síðustu dag en líkur á að þar verði breyting á. „Hitinn Norðanlands fer allvíða yfir tíu stigin og þá verður ör snjóbráðnun og þá þarf að athuga það í þéttbýli þar sem það er mikill snjór að passa að leysingavatnið komist sína leið og valdi ekki tjóni, segir Teitur. Teitur segir veðrabrigðin nú í desember ekki óvenjuleg. "Í rauninni eru þetta bara einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur. Í nótt var fyrir norðan svona tíu til fimmtán stiga frost en á morgun er búist við tíu til fimmtán stiga hita. Í rauninni má bara segja að þetta sé einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur og umhleypingar,“ segir Teitur. Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Versnandi veður er í kortunum með lægð sem gengur þessa stundina inn á landið. Búist er við því að veðrið verði hvað verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið. Íbúar á Akureyri eru beðnir um að losa vel frá holræsum því búist er við tíu stiga hita á morgun og því mun snjó leysa mjög hratt. Suðaustan hvassviðri gengur inn á sunnan og vestanvert landið síðdegis með allt að 25 metrum á sekúndu og rigningu á láglendi. Til fjalla er líklegt að úrkoman verði í formi slyddu eða snjókomu. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands búast megi við hríðarveðri á heiðum og fjallvegum um tíma. „Þetta er heiðarlegur stormur sem þýðir það að meðalvindur er vel yfir 20 metra á sekúndu og verður hviðótt undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall,“ sagði Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. Veðrið nær hámarki á Suðvesturhorninu milli klukkan sex og sjö í kvöld þar sem veðrið verður hvað verst. Teitur segir að veðrir gangi svo hratt niður í kvöld þegar skilin verða komin yfir. „Það á aftur á móti enn eftir að versna á norðan- og austanverðu landinu. þar hvessir einnig og verður einhver úrkoma um tíma,“ segir Teitur. Teitur segir að það verði kröftugur lægðagangur alla vikuna, en eftir að lægðin gengur niður í kvöld mun lítil lægðarbylgja ganga yfir. „Hún færir okkur aðra gusu af hvassviðri og hlýrra loft, þannig að við búumst við því að á morgun verði hvöss sunnan átt. Þó ekki það hvöss að það þurfi að vara við henni, sérstaklega þar sem vegir verða orðnir auðir,“ segir Teitur. Eins fram hefur komið hefur snjódýpt á Akureyri verið með mesta móti síðustu dag en líkur á að þar verði breyting á. „Hitinn Norðanlands fer allvíða yfir tíu stigin og þá verður ör snjóbráðnun og þá þarf að athuga það í þéttbýli þar sem það er mikill snjór að passa að leysingavatnið komist sína leið og valdi ekki tjóni, segir Teitur. Teitur segir veðrabrigðin nú í desember ekki óvenjuleg. "Í rauninni eru þetta bara einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur. Í nótt var fyrir norðan svona tíu til fimmtán stiga frost en á morgun er búist við tíu til fimmtán stiga hita. Í rauninni má bara segja að þetta sé einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur og umhleypingar,“ segir Teitur.
Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira