Íbúar á Akureyri hugi að niðurföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. desember 2018 11:47 Snjó kyngdi niður á Akureyri um síðustu helgi. Lítið verður væntanlega eftir af honum um miðja vikuna. Vísir/Tryggvi Páll Versnandi veður er í kortunum með lægð sem gengur þessa stundina inn á landið. Búist er við því að veðrið verði hvað verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið. Íbúar á Akureyri eru beðnir um að losa vel frá holræsum því búist er við tíu stiga hita á morgun og því mun snjó leysa mjög hratt. Suðaustan hvassviðri gengur inn á sunnan og vestanvert landið síðdegis með allt að 25 metrum á sekúndu og rigningu á láglendi. Til fjalla er líklegt að úrkoman verði í formi slyddu eða snjókomu. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands búast megi við hríðarveðri á heiðum og fjallvegum um tíma. „Þetta er heiðarlegur stormur sem þýðir það að meðalvindur er vel yfir 20 metra á sekúndu og verður hviðótt undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall,“ sagði Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. Veðrið nær hámarki á Suðvesturhorninu milli klukkan sex og sjö í kvöld þar sem veðrið verður hvað verst. Teitur segir að veðrir gangi svo hratt niður í kvöld þegar skilin verða komin yfir. „Það á aftur á móti enn eftir að versna á norðan- og austanverðu landinu. þar hvessir einnig og verður einhver úrkoma um tíma,“ segir Teitur. Teitur segir að það verði kröftugur lægðagangur alla vikuna, en eftir að lægðin gengur niður í kvöld mun lítil lægðarbylgja ganga yfir. „Hún færir okkur aðra gusu af hvassviðri og hlýrra loft, þannig að við búumst við því að á morgun verði hvöss sunnan átt. Þó ekki það hvöss að það þurfi að vara við henni, sérstaklega þar sem vegir verða orðnir auðir,“ segir Teitur. Eins fram hefur komið hefur snjódýpt á Akureyri verið með mesta móti síðustu dag en líkur á að þar verði breyting á. „Hitinn Norðanlands fer allvíða yfir tíu stigin og þá verður ör snjóbráðnun og þá þarf að athuga það í þéttbýli þar sem það er mikill snjór að passa að leysingavatnið komist sína leið og valdi ekki tjóni, segir Teitur. Teitur segir veðrabrigðin nú í desember ekki óvenjuleg. "Í rauninni eru þetta bara einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur. Í nótt var fyrir norðan svona tíu til fimmtán stiga frost en á morgun er búist við tíu til fimmtán stiga hita. Í rauninni má bara segja að þetta sé einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur og umhleypingar,“ segir Teitur. Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Versnandi veður er í kortunum með lægð sem gengur þessa stundina inn á landið. Búist er við því að veðrið verði hvað verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið. Íbúar á Akureyri eru beðnir um að losa vel frá holræsum því búist er við tíu stiga hita á morgun og því mun snjó leysa mjög hratt. Suðaustan hvassviðri gengur inn á sunnan og vestanvert landið síðdegis með allt að 25 metrum á sekúndu og rigningu á láglendi. Til fjalla er líklegt að úrkoman verði í formi slyddu eða snjókomu. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands búast megi við hríðarveðri á heiðum og fjallvegum um tíma. „Þetta er heiðarlegur stormur sem þýðir það að meðalvindur er vel yfir 20 metra á sekúndu og verður hviðótt undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall,“ sagði Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. Veðrið nær hámarki á Suðvesturhorninu milli klukkan sex og sjö í kvöld þar sem veðrið verður hvað verst. Teitur segir að veðrir gangi svo hratt niður í kvöld þegar skilin verða komin yfir. „Það á aftur á móti enn eftir að versna á norðan- og austanverðu landinu. þar hvessir einnig og verður einhver úrkoma um tíma,“ segir Teitur. Teitur segir að það verði kröftugur lægðagangur alla vikuna, en eftir að lægðin gengur niður í kvöld mun lítil lægðarbylgja ganga yfir. „Hún færir okkur aðra gusu af hvassviðri og hlýrra loft, þannig að við búumst við því að á morgun verði hvöss sunnan átt. Þó ekki það hvöss að það þurfi að vara við henni, sérstaklega þar sem vegir verða orðnir auðir,“ segir Teitur. Eins fram hefur komið hefur snjódýpt á Akureyri verið með mesta móti síðustu dag en líkur á að þar verði breyting á. „Hitinn Norðanlands fer allvíða yfir tíu stigin og þá verður ör snjóbráðnun og þá þarf að athuga það í þéttbýli þar sem það er mikill snjór að passa að leysingavatnið komist sína leið og valdi ekki tjóni, segir Teitur. Teitur segir veðrabrigðin nú í desember ekki óvenjuleg. "Í rauninni eru þetta bara einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur. Í nótt var fyrir norðan svona tíu til fimmtán stiga frost en á morgun er búist við tíu til fimmtán stiga hita. Í rauninni má bara segja að þetta sé einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur og umhleypingar,“ segir Teitur.
Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira