Rúmlega fimmtíu manna hópur evrópskra hagfræðinga, sagnfræðinga og fyrrverandi stjórnmálamanna undir forystu Thomas Piketty hefur lagt fram stefnuyfirlýsingu um sanngjarnari Evrópu. Markmið hópsins er að bregðast við ósamstöðu, ójöfnuði og hægri popúlisma í álfunni.
Í yfirlýsingunni segir að í kjölfar Brexit og þess að víða í álfunni hafi verið kosin stjórnvöld sem séu andsnúin Evrópusamvinnu sé ljóst að ekki verði haldið áfram á sömu braut. Nauðsynlegt sé að gera róttækar breytingar í álfunni.
Lagt er til að sett verið á fót nýtt fullvalda evrópskt þing. Fjárveitingar til þess yrðu fjármagnaðar með hærri sköttum á fyrirtæki, sérstökum hátekju- og stóreignasköttum og auknum gjöldum á losun gróðurhúsalofttegunda.
Tekjurnar af þessu yrðu um 800 milljarðar evra sem nota ætti til að efla nýsköpun og rannsóknir, berjast gegn loftslagsbreytingum, setja á fót flóttamannasjóð en um helmingi fjármagnsins yrði endurúthlutað til aðildarríkjanna.
Piketty vill sjá breytta Evrópu
Sveinn Arnarsson skrifar
