Erlent

Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna

Sylvía Hall skrifar
Trump segir börnin tvö sem létust í umsjá landamærayfirvalda í desember hafa verið veik fyrir.
Trump segir börnin tvö sem létust í umsjá landamærayfirvalda í desember hafa verið veik fyrir. Getty/Bloomberg
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld.

Tvö börn hafa látið lífið í umsjá bandarískra landamærayfirvalda í desember, nú síðast á jólanótt. Þá lést hinn átta ára gamli Felipe Alonzo-Gomez í umsjá þeirra sama kvöld og drengurinn hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi með „dæmigert kvef og hita“. Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar.



„Öll dauðsföll barna eða annarra við landamærin eru Demókrötum að kenna og þeirra aumkunarverðu innflytjendastefnu sem telur fólki trú um að það geti gengið hingað og komið inn í landið ólöglega,“ skrifaði forsetinn og sagði slíkt ekki myndu gerast ef múr yrði reistur á landamærunum.

Þá segir segir forsetinn börnin sem um ræðir hafa verið mjög veik þegar þau voru afhent landamærayfirvöldum. Hann segir föður stúlkunnar sjálfan hafa sagt það ekki vera þeim að kenna þar sem hann hafði ekki gefið henni vatn í einhverja daga.





Þetta skýtur skökku við frásögn fjölskyldu stúlkunnar á blaðamannafundi eftir dauðsfall hennar þar sem þau sögðu stúlkuna hafa verið við góða heilsu við komuna til Bandaríkjanna.

„Landamærayfirvöld þurfa múrinn og þá endar þetta allt saman. Þau vinna baki brotnu og fá lítið hrós fyrir,“ skrifaði forsetinn.


Tengdar fréttir

Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda

Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×