„Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2018 20:15 Íslensk kona varð fyrir alvarlegu ofbeldisbroti í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þegar hún dvaldi þar í landi árið 2014. Í mörg ár ræddi hún ekki reynslu sína. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum.Eydís Eir gerði stuttmynd um upplifun sína af ofbeldi sem hún varð fyrir í Tyrklandi.Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir var í fríi í Tyrklandi þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hafa unnið úr þessari erfiðu lífsreynslu ákvað hún að segja sögu sína í formi stuttmyndar. Eydís endaði í fangelsi fyrir að leita réttar síns þessa örlaga ríku nótt. „Mér var nauðgaðí Tyrklandi. Maður brýst inn á hótelið mitt um miðja nótt og nauðgar mér. Ég reyni að kæra og standa fast á mínum. Ég heimtaði bara rétta málsmeðferð og í raun fékk ég kæru á mig til baka fyrir skemmdarverk inni á hótelherberginu og var sett í fangelsi í kjölfarið. Ég er búin að vera nokkur ár að vinna úr þessu,“ segir hún en maðurinn var starfsmaður hótelsins og kom til átaka þeirra á milli meðþeim afleiðingum að hlutir á hótel herberginu skemmdust. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Austin í Bandaríkjunum og hlaut mikið lof. „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja. Ég hélt fyrst að hann myndi drepa mig og síðan að lögreglan myndi gera það. Þeir voru að fara með mig um miðja nótt, ég fór mjög mikið í taugarnar á þeim. Ég heimtaði að þeir myndu skrifa niður það sem fór okkar á milli. Ég var svo flutt brott úr landi og íslenska lögreglan tekur á móti mér. Það var bara komið fram við mig eins og glæpamann fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,“ segir hún.Sigrún Jóhannsdóttir heldur utan um Elfusjóð.Eydís bendir á að jafn erfitt sé að leita réttar síns hér heima og ákvað því að leggja nýstofnuðum sjóði, sem kallast Elfusjóður, lið og hefja söfnun á Karolinafund. Sigrún Jóhannsdóttir, héraðsdómslögmaður, heldur utan um sjóðinn. „Þegar einstaklingur verður fyrir ofbeldi eins og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða grófu götuofbeldi þá eru afleiðingarnar alla jafna miklar og oft alvarlegar. Heimildarákvæði er í lögunum sem gerir ákveðnum hópi brotaþola kleift að sækja fullar bætur. Til þess að þau geti það þurfa þau að reiða fram nokkur hundruð þúsund krónur. Því miður eru bara fæstir í þeirri stöðu að geta gert það. Þar kemur Elfusjóður inn í til að byrja með. Til að styrkja eða lána fyrir þessu mati,“ segir Sigrún. Kynferðisofbeldi Tyrkland Viðtal Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Íslensk kona varð fyrir alvarlegu ofbeldisbroti í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þegar hún dvaldi þar í landi árið 2014. Í mörg ár ræddi hún ekki reynslu sína. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum.Eydís Eir gerði stuttmynd um upplifun sína af ofbeldi sem hún varð fyrir í Tyrklandi.Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir var í fríi í Tyrklandi þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hafa unnið úr þessari erfiðu lífsreynslu ákvað hún að segja sögu sína í formi stuttmyndar. Eydís endaði í fangelsi fyrir að leita réttar síns þessa örlaga ríku nótt. „Mér var nauðgaðí Tyrklandi. Maður brýst inn á hótelið mitt um miðja nótt og nauðgar mér. Ég reyni að kæra og standa fast á mínum. Ég heimtaði bara rétta málsmeðferð og í raun fékk ég kæru á mig til baka fyrir skemmdarverk inni á hótelherberginu og var sett í fangelsi í kjölfarið. Ég er búin að vera nokkur ár að vinna úr þessu,“ segir hún en maðurinn var starfsmaður hótelsins og kom til átaka þeirra á milli meðþeim afleiðingum að hlutir á hótel herberginu skemmdust. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Austin í Bandaríkjunum og hlaut mikið lof. „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja. Ég hélt fyrst að hann myndi drepa mig og síðan að lögreglan myndi gera það. Þeir voru að fara með mig um miðja nótt, ég fór mjög mikið í taugarnar á þeim. Ég heimtaði að þeir myndu skrifa niður það sem fór okkar á milli. Ég var svo flutt brott úr landi og íslenska lögreglan tekur á móti mér. Það var bara komið fram við mig eins og glæpamann fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,“ segir hún.Sigrún Jóhannsdóttir heldur utan um Elfusjóð.Eydís bendir á að jafn erfitt sé að leita réttar síns hér heima og ákvað því að leggja nýstofnuðum sjóði, sem kallast Elfusjóður, lið og hefja söfnun á Karolinafund. Sigrún Jóhannsdóttir, héraðsdómslögmaður, heldur utan um sjóðinn. „Þegar einstaklingur verður fyrir ofbeldi eins og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða grófu götuofbeldi þá eru afleiðingarnar alla jafna miklar og oft alvarlegar. Heimildarákvæði er í lögunum sem gerir ákveðnum hópi brotaþola kleift að sækja fullar bætur. Til þess að þau geti það þurfa þau að reiða fram nokkur hundruð þúsund krónur. Því miður eru bara fæstir í þeirri stöðu að geta gert það. Þar kemur Elfusjóður inn í til að byrja með. Til að styrkja eða lána fyrir þessu mati,“ segir Sigrún.
Kynferðisofbeldi Tyrkland Viðtal Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira