Breyting á skotvopnalöggjöfinni var eitt af kosningaloforðum Bolsonaro en vegna mikillar tíðni ofbeldisglæpa í landinu hafa Brasilíumenn kallað eftir réttinum til að bera vopn til þess að verja sig.
Vill að allir sem ekki eru á sakaskrá geti átt skotvopn
Bolsonaro, sem tekur við embætti 1. janúar, skrifaði á Twitter „Með tilskipun, tryggjum við að ríkisborgarar sem ekki eru á sakaskrá geti átt skotvopn“ Bolsonaro útskýrði mál sitt ekkert frekar en samkvæmt Reuters hefur brasilíska þingið þegar hafið umræður um breytingar á skotvopnalöggjöfinni.Por decreto pretendemos garantir a POSSE de arma de fogo para o cidadão sem antecedentes criminais, bem como tornar seu registo definitivo.
— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) December 29, 2018