Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA fordæmir hegðun stuðningsmanna Inter Milan er þeir framkvæmdu rasísk hljóð í garð Kalidou Koulibaly, varnarmanns Napoli í leik liðanna á dögunum.
FIFPro, hagsmunasamtök leikmanna og UEFA fordæma stuðningsmenn ítalska stórliðsins, en hrósa jafnframt ákvörðun forráðamanna ítölsku úrvalsdeildarinnar um að banna stuðningsmenn félagsins á næstu tveimur heimaleikjum.
Inter mun leika fyrir luktum dyrum næstu tvo heimaleiki sína, og þriðji heimaleikurinn mun fara fram fyrir luktum dyrum að hluta til.
Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að rasismi á alls ekki heima í fótbolta.
Stjóri Chelsea og fyrrum þjálfari Napoli, Maurizio Sarri er meðal þeirra sem kalla eftir því að Ítalía tækli vandamálið sem rasismi er í fótbolta.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rasismi finnst í ítölsku knattspyrnunni og er menn nú búnir að fá nóg.
Stuðningsmenn Inter framkvæmdu dýrahljóð á Koulibaly á meðan leik stóð en hann kemur frá Senegal.
Luciano Spaletti, þjálfari Inter segir að nú sé tíminn til þess að segja stopp við hatri í fótbolta, segja stopp við rasisma.
UEFA fordæmir hegðun stuðningsmanna Inter harðlega
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti


Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn