Endar á götunni eða í fangaklefa eftir innlögn á geðdeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2018 19:00 Ungur maður, sem glímir við geð- og fíknivanda, segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi. Að undanförnu höfum við fjallað um stöðu alvarlega andlega veiks fólks í réttarkerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, greindi frá því að andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur í fangelsi en þörf er á þar sem engin önnur úrræði eru til staðar. Þá sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, það koma of oft fyrir að fólk sem lögregla telur að sé í geðrofi gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Þessir einstaklingar glíma oftast einnig við fíknivanda. Þegar þeir eru ekki inni á geðdeild eða í fangelsi enda þeir oft á götunni og leita þá í gistiskýlið við Lindargötu. „Einstaklingur sem er veikur verður strax aftur mjög veikur og fer að nota og annað slíkt ef hann hefur ekki viðunandi úrræði til að fara í,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins.Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við LindargötuSkúli Már Hilmarsson, er nýútskrifaður af geðdeild þar sem hann dvaldi í þrjár vikur en hann glímir einnig við mikinn fíknivanda og hefur gert í fjölda ára. Það var gatan sem beið hans eftir útskrift, eins og svo oft áður, en nú dvelur hann í gistiskýlinu við Lindargötu á nóttunni. „Ég hef örugglega farið í svona fimmtíu innlagnir og líka langtímameðferðnir en ég hef alltaf farið með það í huga að verða edrú,“ segir Skúli Már og bætir við að það sé erfitt þar sem gatan taki við og hann umgangist þá aðra í mikilli neyslu. Hann segist þó ætla að sleppa eiturlyfjum þennan daginn og fara á VIN, athvarf fyrir fólk með geðraskanir.Vin loki svo klukkan fjögur og þá er það gatan á ný. Skúli Már hefur margoft gist fangaklefa en þar segist hann stundum fá sjóntruflanir. „Þegar ég fer í þessar fangageymslur þá er ég farinn að sjá svona ferli í höfðinu á mér. Teiknimyndagrafík og eitt og annað. Ég fór að sjá regnboga í öllum veggjum og svarta bletti,“ segir Skúli Már. Þór segir það gerast að jafnaði tvisvar í mánuði að einstaklingar fari í geðrof í gistiskýlinu. Það sé sorglegt að svo alvarlega veikt fólk búi á götunni og að oft sé betra að það sé í fangelsi. „Ekki viðunandi úrræði fyrir geðsjúka einstaklingar en stundum er bara ástandið þeirra þannig að sá tími sem þeir fá í afplánun er góður fyrir þá til að draga út skaðanum sem er í gangi þann tíma,“ segir Þór Gíslason. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Ungur maður, sem glímir við geð- og fíknivanda, segir erfitt að halda sér frá neyslu þegar ekkert nema gatan bíði hans við útskrift af geðdeild. Hann segist oft hafa gist fangageymslu en þar sjái hann stundum ofsjónir. Forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu segir vanda geðsjúkra sem búi á götunni það mikinn að oft sé betra að þeir séu í fangelsi. Að undanförnu höfum við fjallað um stöðu alvarlega andlega veiks fólks í réttarkerfinu. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, greindi frá því að andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, væri haldið lengur í fangelsi en þörf er á þar sem engin önnur úrræði eru til staðar. Þá sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, það koma of oft fyrir að fólk sem lögregla telur að sé í geðrofi gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Þessir einstaklingar glíma oftast einnig við fíknivanda. Þegar þeir eru ekki inni á geðdeild eða í fangelsi enda þeir oft á götunni og leita þá í gistiskýlið við Lindargötu. „Einstaklingur sem er veikur verður strax aftur mjög veikur og fer að nota og annað slíkt ef hann hefur ekki viðunandi úrræði til að fara í,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins.Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við LindargötuSkúli Már Hilmarsson, er nýútskrifaður af geðdeild þar sem hann dvaldi í þrjár vikur en hann glímir einnig við mikinn fíknivanda og hefur gert í fjölda ára. Það var gatan sem beið hans eftir útskrift, eins og svo oft áður, en nú dvelur hann í gistiskýlinu við Lindargötu á nóttunni. „Ég hef örugglega farið í svona fimmtíu innlagnir og líka langtímameðferðnir en ég hef alltaf farið með það í huga að verða edrú,“ segir Skúli Már og bætir við að það sé erfitt þar sem gatan taki við og hann umgangist þá aðra í mikilli neyslu. Hann segist þó ætla að sleppa eiturlyfjum þennan daginn og fara á VIN, athvarf fyrir fólk með geðraskanir.Vin loki svo klukkan fjögur og þá er það gatan á ný. Skúli Már hefur margoft gist fangaklefa en þar segist hann stundum fá sjóntruflanir. „Þegar ég fer í þessar fangageymslur þá er ég farinn að sjá svona ferli í höfðinu á mér. Teiknimyndagrafík og eitt og annað. Ég fór að sjá regnboga í öllum veggjum og svarta bletti,“ segir Skúli Már. Þór segir það gerast að jafnaði tvisvar í mánuði að einstaklingar fari í geðrof í gistiskýlinu. Það sé sorglegt að svo alvarlega veikt fólk búi á götunni og að oft sé betra að það sé í fangelsi. „Ekki viðunandi úrræði fyrir geðsjúka einstaklingar en stundum er bara ástandið þeirra þannig að sá tími sem þeir fá í afplánun er góður fyrir þá til að draga út skaðanum sem er í gangi þann tíma,“ segir Þór Gíslason.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira