Lakers-liðið án LeBron var í fínum málum í fjórða leikhluta þar sem að það leiddi mest með fimmtán stigum en gestirnir komu til baka og unnu á dramatískan hátt með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna.
Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers-liðsins með 33 stig auk þess sem að hann tók níu fráköst en Bogdanovic kom frábær inn af bekknum fyrir Sacramento og skoraði 23 stig en annars spiluðu gestirnir vel og voru sex leikmenn sem skoruðu yfir tug stiga.
Damian Lillard skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina þegar að 6,3 sekúndur voru eftir af framlengingunni en það reyndist sigurkarfan því að Kevin Durant klúðraði löngu stökkskoti fyrir sigrinum um leið og leiktíminn rann út.
Lillard skoraði 21 stig í heimabænum sínum en Jusuf Nurkic var stigahæstur Portland-manna með 27 stig. Steph Curry skoraði 29 stig fyrir Golden State og var nálægt því að leggja upp sigurkörfuna í venjulegum leiktíma en hann skoraði þá úr innkasti sem Draymond Green tókst ekki að blaka ofan í.
Harden skoraði 45 stig og gaf sex stoðsendingar og var borubrattur í leikslok. „Auðvitað á að tala um mig sem líklegan besta leikmann deildarinnar. Ég er ekki sá vinsælasti en það stoppar mig ekki í því að gera það sem ég geri öll kvöld,“ sagði Harden.
Harden var að spila með mar á kálfa en skoraði samt sem áður 17 stig í fyrsta leikhluta og hitti úr níu af 18 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.
Houston Rockets - Boston Celtics 127-113
Milwaukee Bucks - NY Knick 112-96
Sacramento Kings - LA Lakers 117-116
Utah Jazz - Philadelphia 76ers 97-114
Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 109-110