Flautukarfa afgreiddi LeBron-lausa Lakers-menn og Harden er í ham | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 07:30 Kyrie Irving sækir á James Harden í nótt. getty/Tim Warner LeBron James var hvíldur í nótt þegar að LA Lakers tapaði fyrir Sacramento Kings, 117-116, en sigurkörfuna skoraði Bogdan Bogdanovic fyrir utan þriggja stiga línuna um leið og leiktíminn rann út. Lakers-liðið án LeBron var í fínum málum í fjórða leikhluta þar sem að það leiddi mest með fimmtán stigum en gestirnir komu til baka og unnu á dramatískan hátt með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna. Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers-liðsins með 33 stig auk þess sem að hann tók níu fráköst en Bogdanovic kom frábær inn af bekknum fyrir Sacramento og skoraði 23 stig en annars spiluðu gestirnir vel og voru sex leikmenn sem skoruðu yfir tug stiga.Golden State Warriors tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar að liðið lá heima fyrir Portland Trail Blazers, 110-109, í öðrum dramatískum leik sem að fór í framlengingu. Damian Lillard skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina þegar að 6,3 sekúndur voru eftir af framlengingunni en það reyndist sigurkarfan því að Kevin Durant klúðraði löngu stökkskoti fyrir sigrinum um leið og leiktíminn rann út. Lillard skoraði 21 stig í heimabænum sínum en Jusuf Nurkic var stigahæstur Portland-manna með 27 stig. Steph Curry skoraði 29 stig fyrir Golden State og var nálægt því að leggja upp sigurkörfuna í venjulegum leiktíma en hann skoraði þá úr innkasti sem Draymond Green tókst ekki að blaka ofan í.James Harden heldur áfram að fara á kostum en hann skoraði yfir 30 stig áttunda leikinn í röð í nótt þegar að Houston valtaði yfir Boston Celtics á heimavelli sínum, 127-113. Harden skoraði 45 stig og gaf sex stoðsendingar og var borubrattur í leikslok. „Auðvitað á að tala um mig sem líklegan besta leikmann deildarinnar. Ég er ekki sá vinsælasti en það stoppar mig ekki í því að gera það sem ég geri öll kvöld,“ sagði Harden. Harden var að spila með mar á kálfa en skoraði samt sem áður 17 stig í fyrsta leikhluta og hitti úr níu af 18 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Boston Celtics 127-113 Milwaukee Bucks - NY Knick 112-96 Sacramento Kings - LA Lakers 117-116 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 97-114 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 109-110 NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
LeBron James var hvíldur í nótt þegar að LA Lakers tapaði fyrir Sacramento Kings, 117-116, en sigurkörfuna skoraði Bogdan Bogdanovic fyrir utan þriggja stiga línuna um leið og leiktíminn rann út. Lakers-liðið án LeBron var í fínum málum í fjórða leikhluta þar sem að það leiddi mest með fimmtán stigum en gestirnir komu til baka og unnu á dramatískan hátt með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna. Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers-liðsins með 33 stig auk þess sem að hann tók níu fráköst en Bogdanovic kom frábær inn af bekknum fyrir Sacramento og skoraði 23 stig en annars spiluðu gestirnir vel og voru sex leikmenn sem skoruðu yfir tug stiga.Golden State Warriors tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar að liðið lá heima fyrir Portland Trail Blazers, 110-109, í öðrum dramatískum leik sem að fór í framlengingu. Damian Lillard skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina þegar að 6,3 sekúndur voru eftir af framlengingunni en það reyndist sigurkarfan því að Kevin Durant klúðraði löngu stökkskoti fyrir sigrinum um leið og leiktíminn rann út. Lillard skoraði 21 stig í heimabænum sínum en Jusuf Nurkic var stigahæstur Portland-manna með 27 stig. Steph Curry skoraði 29 stig fyrir Golden State og var nálægt því að leggja upp sigurkörfuna í venjulegum leiktíma en hann skoraði þá úr innkasti sem Draymond Green tókst ekki að blaka ofan í.James Harden heldur áfram að fara á kostum en hann skoraði yfir 30 stig áttunda leikinn í röð í nótt þegar að Houston valtaði yfir Boston Celtics á heimavelli sínum, 127-113. Harden skoraði 45 stig og gaf sex stoðsendingar og var borubrattur í leikslok. „Auðvitað á að tala um mig sem líklegan besta leikmann deildarinnar. Ég er ekki sá vinsælasti en það stoppar mig ekki í því að gera það sem ég geri öll kvöld,“ sagði Harden. Harden var að spila með mar á kálfa en skoraði samt sem áður 17 stig í fyrsta leikhluta og hitti úr níu af 18 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Boston Celtics 127-113 Milwaukee Bucks - NY Knick 112-96 Sacramento Kings - LA Lakers 117-116 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 97-114 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 109-110
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira