Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2018 14:42 Suðurlandsvegur er lokaður vegna slyssins sem varð á tíunda tímanum í morgun. Vísir/JóiK Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. Þrennt lést þegar bíll fór út í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi þann 3. nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009. Sævar Helgi Lárusson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir slys á borð við það sem varð í dag afar sjaldgæf. 17. júní árið 2002 létust fjórir farþegar jeppabíls þegar bíllinn valt úr í Blöndulón. Síðar um sumarið létust þrjár konur í árekstri á Landvegamótum í Rangárvallasýslu, milli Þjórsár og Hellu, þann 21. ágúst 2002.Í skýrslu sem Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, vann árið 2014 og birt var á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1915-2014 urðu 1374 umferðarslys og 1502 létust. Þar með talin eru reiðhjólaslys, járnbrautaslys auk slysa þar sem bílar koma við sögu. Fjórir hafa mest látið lífið í einu umferðarslysi en samkvæmt fyrrnefndri skýrslu hefur það gerist þrisvar sinnum. Fyrsta banaslysið á Íslandi af völdum bifreiðar varð 29. júní 1919 þegar bíl var ekið yfir gangandi vegfaranda í Bankastræti við gatnamót Ingólfsstrætis.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að umferðarslysið væri það mannskæðasta síðan árið 2009. Beðist er velvirðingar á þessu. Banaslys við Núpsvötn Samgönguslys Tengdar fréttir Barn á meðal þeirra látnu Allir breskir ríkisborgarar sem voru í bílnum. 27. desember 2018 13:35 Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. Þrennt lést þegar bíll fór út í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi þann 3. nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009. Sævar Helgi Lárusson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir slys á borð við það sem varð í dag afar sjaldgæf. 17. júní árið 2002 létust fjórir farþegar jeppabíls þegar bíllinn valt úr í Blöndulón. Síðar um sumarið létust þrjár konur í árekstri á Landvegamótum í Rangárvallasýslu, milli Þjórsár og Hellu, þann 21. ágúst 2002.Í skýrslu sem Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, vann árið 2014 og birt var á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1915-2014 urðu 1374 umferðarslys og 1502 létust. Þar með talin eru reiðhjólaslys, járnbrautaslys auk slysa þar sem bílar koma við sögu. Fjórir hafa mest látið lífið í einu umferðarslysi en samkvæmt fyrrnefndri skýrslu hefur það gerist þrisvar sinnum. Fyrsta banaslysið á Íslandi af völdum bifreiðar varð 29. júní 1919 þegar bíl var ekið yfir gangandi vegfaranda í Bankastræti við gatnamót Ingólfsstrætis.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að umferðarslysið væri það mannskæðasta síðan árið 2009. Beðist er velvirðingar á þessu.
Banaslys við Núpsvötn Samgönguslys Tengdar fréttir Barn á meðal þeirra látnu Allir breskir ríkisborgarar sem voru í bílnum. 27. desember 2018 13:35 Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17