Lögreglan hefur áhyggjur af stöðu fólks í geðrofi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2018 19:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði. Þegar lögregla hefur afskipti af þessu fólki eftir að það brýtur á einhvern hátt af sér fer hún með það á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans eða á almennu bráðamóttöluna utan opnunartíma geðdeildar, enda telur hún að það sé andlega veikt eða í geðrofi.Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónnJóhann Karl segir að mat geðlækna á spítalanum sé oftar en ekki á skjön við mat lögreglu. Það hafi færst í aukana að fólkið, sem oftast er einnig í neyslu, sé vistað í fangageymslu lögreglunnar þar sem hún hafi engin önnur úrræði. Lögreglan upplifi ráðaleysi þar sem hún telur fólkið vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum. „Oft og tíðum þá enda þeir hérna í fangaklefa þar sem við treystum þeim ekki til að vera úti. Við vistum þá sem sagt í fangaklefa þar til af þeim rennur og yfirheyrum þá þá um brotið en æ oftar kemur það fyrir að menn eru búnir að vera hjá okkur í tuttugu tíma í fangaklefa en eru ekki einu sinni skýrslutækir,“ segir Jóhann Karl en þeir eru þá enn í einhvers konar geðrofi. Hann segir lögreglumenn vera orðna verulega þreytta á ástandinu. „Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessu. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Þetta getur ekki átt að vera þannig að fólk sem við teljum að sé í geðrofi eða andlega veitt að það þurfi að gista fangageymslur. Það getur bara ekki átt að vera þannig.“ Þá segir Jóhann Karl að áfram ríki úrræðaleysi þegar fólkinu er svo sleppt úr haldi. „Það eru tveir þrír aðilar sem við höfum miklar áhyggjur af þarna úti. En það eru læknar sem taka þessa ákvörðun. Við getum ekki haldið fólki. Allar okkar aðgerðir verða að eiga sér stoð í lögum og við getum ekki haldið fólki nema lögin heimili það,“ segir Jóhann Karl. Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30 Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði. Þegar lögregla hefur afskipti af þessu fólki eftir að það brýtur á einhvern hátt af sér fer hún með það á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans eða á almennu bráðamóttöluna utan opnunartíma geðdeildar, enda telur hún að það sé andlega veikt eða í geðrofi.Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónnJóhann Karl segir að mat geðlækna á spítalanum sé oftar en ekki á skjön við mat lögreglu. Það hafi færst í aukana að fólkið, sem oftast er einnig í neyslu, sé vistað í fangageymslu lögreglunnar þar sem hún hafi engin önnur úrræði. Lögreglan upplifi ráðaleysi þar sem hún telur fólkið vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum. „Oft og tíðum þá enda þeir hérna í fangaklefa þar sem við treystum þeim ekki til að vera úti. Við vistum þá sem sagt í fangaklefa þar til af þeim rennur og yfirheyrum þá þá um brotið en æ oftar kemur það fyrir að menn eru búnir að vera hjá okkur í tuttugu tíma í fangaklefa en eru ekki einu sinni skýrslutækir,“ segir Jóhann Karl en þeir eru þá enn í einhvers konar geðrofi. Hann segir lögreglumenn vera orðna verulega þreytta á ástandinu. „Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessu. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Þetta getur ekki átt að vera þannig að fólk sem við teljum að sé í geðrofi eða andlega veitt að það þurfi að gista fangageymslur. Það getur bara ekki átt að vera þannig.“ Þá segir Jóhann Karl að áfram ríki úrræðaleysi þegar fólkinu er svo sleppt úr haldi. „Það eru tveir þrír aðilar sem við höfum miklar áhyggjur af þarna úti. En það eru læknar sem taka þessa ákvörðun. Við getum ekki haldið fólki. Allar okkar aðgerðir verða að eiga sér stoð í lögum og við getum ekki haldið fólki nema lögin heimili það,“ segir Jóhann Karl.
Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30 Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30
Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00