Mestu jólahlýindi í þrettán ár Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 11:59 Hlýja loftið á leið til norðurs sést glöggt á korti Veðurstofunnar sem Einar birti með færslu sinni. Veðurstofan Milt loft fer nú yfir landið frá lægð sem fer vestur fyrir Ísland. Spáð er átta stiga hita í Reykjavík og samfelldri rigningu síðdegis. Viðlíka leysingu og almenn hlýindi hefur ekki gert á þessum tíma árs frá því á jóladag árið 2005. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ber veðrið nú saman við fyrri hlýindi á jólum í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að sjálf lægðin fari fyrir vestan landið án þess að valda stormi hér. Þó muni hvessa nokkuð víða sunnan- og vestanlands um tíma síðdegis í dag. Fyrir utan hlýindi og leysingu á jóladag árið 2005 þegar hitinn var níu stig í Reykjavík og tíu sig á Akureyri í hádeginu og eindregna þíðu á jóladag árið 1997 segir Einar að leita þurfi aftur til 1972 til að finna sambærilegan hita á jóladag. „Þau jól vekja reyndar upp allt aðrar minningar margra sem komnir eru á miðjan aldur og bjuggu þá sunnan- eða suðvestanlands vegna óveðurs sem gerði nokkrum dögum fyrir jól og hafði víðtækar samfélagslegar afleiðingar. Olli ótta, kapphlaupi og í sumum tilvikum örvæntingu,“ skrifar Einar. Nær öll Reykjavík varð rafmagnslaus eftir ofsaveður með þrumum og eldingum 20. desember árið 1972. Eldingu sló þá niður í Búrfellslínu þannig að eldingavarar við Búrfellsvirkjun eyðilögðust. Sló þá Sogsvirkjun út og þar með rafmagni í höfuðborginni. Daginn eftir slitnaði Búrfellslína 1 í óveðrinu og olli töluverðu tjóni í álverinu í Straumsvík. Grípa þurfti til rafmagnsskömmtunar í Reykjavík í kjölfarið. Eldingarnar kveiktu auk þess í tveimur bæjum í Rangárvallasýslu eins og Morgunblaðið rifjaði upp í frétt um aldamótin. Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Milt loft fer nú yfir landið frá lægð sem fer vestur fyrir Ísland. Spáð er átta stiga hita í Reykjavík og samfelldri rigningu síðdegis. Viðlíka leysingu og almenn hlýindi hefur ekki gert á þessum tíma árs frá því á jóladag árið 2005. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ber veðrið nú saman við fyrri hlýindi á jólum í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að sjálf lægðin fari fyrir vestan landið án þess að valda stormi hér. Þó muni hvessa nokkuð víða sunnan- og vestanlands um tíma síðdegis í dag. Fyrir utan hlýindi og leysingu á jóladag árið 2005 þegar hitinn var níu stig í Reykjavík og tíu sig á Akureyri í hádeginu og eindregna þíðu á jóladag árið 1997 segir Einar að leita þurfi aftur til 1972 til að finna sambærilegan hita á jóladag. „Þau jól vekja reyndar upp allt aðrar minningar margra sem komnir eru á miðjan aldur og bjuggu þá sunnan- eða suðvestanlands vegna óveðurs sem gerði nokkrum dögum fyrir jól og hafði víðtækar samfélagslegar afleiðingar. Olli ótta, kapphlaupi og í sumum tilvikum örvæntingu,“ skrifar Einar. Nær öll Reykjavík varð rafmagnslaus eftir ofsaveður með þrumum og eldingum 20. desember árið 1972. Eldingu sló þá niður í Búrfellslínu þannig að eldingavarar við Búrfellsvirkjun eyðilögðust. Sló þá Sogsvirkjun út og þar með rafmagni í höfuðborginni. Daginn eftir slitnaði Búrfellslína 1 í óveðrinu og olli töluverðu tjóni í álverinu í Straumsvík. Grípa þurfti til rafmagnsskömmtunar í Reykjavík í kjölfarið. Eldingarnar kveiktu auk þess í tveimur bæjum í Rangárvallasýslu eins og Morgunblaðið rifjaði upp í frétt um aldamótin.
Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira