Gular viðvaranir, rauð jól og innanlandsflugi aflýst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2018 09:18 Vindaspáin á landinu fyrir klukkan 18 í dag þegar klukkurnar hringja inn jólin. veðurstofa íslands Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu í dag og fram eftir kvöldi. Á vef Veðurstofunnar er varað við suðvestan hvassviðri eða stormi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll í þessum landshlutum og ætti fólk sem er á ferð því að sýna aðgát. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í morgun vegna veðurs og var aðeins flogið til Egilsstaða frá Reykjavíkurflugvelli. Flugum til Akureyrar og Ísafjarðar var hins vegar aflýst. Þá hefur flugum frá þessum sömu stöðum í hádeginu einnig verið aflýst en flogið verður frá Egilsstöðum samkvæmt upplýsingum á vef Air Iceland Connect. Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nú lægð nærri Scoresby-sundi og hæðarhryggur suður af landinu. Saman valda þessi kerfi stífri suðvestan átt á landinu í dag. Það verður hins vegar lítil eða engin úrkoma þrátt fyrir að skýjað verði um allt land.„Jólin verða ekki hvít þetta árið“ Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir aðspurður að það verði rauð jól um nánast allt land. Ef til vill leynist einhverjir snjóblettir fyrir norðan en hvergi verður nýsnævi á jörðu klukkan níu í fyrramálið, á jóladagsmorgun, en það er sá tími sem miðað er við þegar því er slegið föstu hvort jólin eru hvít eða rauð. „Það kemur suðaustan átt aftur í fyrramálið og það verður vel yfir frostmarki um land allt svo jólin verða ekki hvít þetta árið,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðan til á landinu og suðaustanundir Vatnajökli. Hægari vindur við Faxaflóa og á Suðurlandi. Skýjað á landinu, en úrkomulítið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austfjörðum. Lægir í kvöld.Gengur í suðaustan og síðar sunnan 10-18 á morgun með rigningu og súld, en lengst af hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.Á miðvikudag (annar í jólum):Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning eða skúrir, en hægur vindur og úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hiti 2 til 7 stig.Á fimmtudag:Suðlæg átt 5-13 og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.Færð á vegum má svo kynna sér á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu í dag og fram eftir kvöldi. Á vef Veðurstofunnar er varað við suðvestan hvassviðri eða stormi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll í þessum landshlutum og ætti fólk sem er á ferð því að sýna aðgát. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í morgun vegna veðurs og var aðeins flogið til Egilsstaða frá Reykjavíkurflugvelli. Flugum til Akureyrar og Ísafjarðar var hins vegar aflýst. Þá hefur flugum frá þessum sömu stöðum í hádeginu einnig verið aflýst en flogið verður frá Egilsstöðum samkvæmt upplýsingum á vef Air Iceland Connect. Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nú lægð nærri Scoresby-sundi og hæðarhryggur suður af landinu. Saman valda þessi kerfi stífri suðvestan átt á landinu í dag. Það verður hins vegar lítil eða engin úrkoma þrátt fyrir að skýjað verði um allt land.„Jólin verða ekki hvít þetta árið“ Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir aðspurður að það verði rauð jól um nánast allt land. Ef til vill leynist einhverjir snjóblettir fyrir norðan en hvergi verður nýsnævi á jörðu klukkan níu í fyrramálið, á jóladagsmorgun, en það er sá tími sem miðað er við þegar því er slegið föstu hvort jólin eru hvít eða rauð. „Það kemur suðaustan átt aftur í fyrramálið og það verður vel yfir frostmarki um land allt svo jólin verða ekki hvít þetta árið,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðan til á landinu og suðaustanundir Vatnajökli. Hægari vindur við Faxaflóa og á Suðurlandi. Skýjað á landinu, en úrkomulítið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austfjörðum. Lægir í kvöld.Gengur í suðaustan og síðar sunnan 10-18 á morgun með rigningu og súld, en lengst af hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.Á miðvikudag (annar í jólum):Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning eða skúrir, en hægur vindur og úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hiti 2 til 7 stig.Á fimmtudag:Suðlæg átt 5-13 og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.Færð á vegum má svo kynna sér á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira