Dregur úr hangikjötsneyslu á jóladag Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2018 13:59 Hangikjötið nýtur meiri vinsælda sem aðalréttur á jóladag meðal stuðningsfólks Flokks fólksins (80%) heldur en á meðal stuðningsfólks annarra flokka. Færri hyggjast borða hangikjöt á jóladag heldur en í fyrra en neysla á fiski og öðru sjávarfangi eykst. Þetta kemur fram í nýlegri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 5. til 11. desember 2018. Kváðust 69% svarenda ætla að borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag, 9% hamborgarhrygg, 4% kalkún, 4% lambakjöt annað en hangikjöt og 3% grænmetisfæði. Þá ætla 2% að borða fisk eða annars sjávarfangs í aðalrétt á jóladag en hlutfallið er það hæsta sem mælst hefur frá því að mælingar MMR hófust árið 2010. Að lokum kváðust 10% svarenda hafa hug á því að borða annars konar mat en nefndur var hér á undan. Hangikjötið reyndist falla hvað helst í kramið hjá svarendum á aldrinum 50-67 ára en 76% þeirra kváðust ætla að borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag, samanborið við 62% þeirra á aldrinum 18-29 ára. Hamborgarahryggurinn átti mest upp á borð hjá eldri svarendum en þeim yngri en 19% þeirra 68 ára og eldri kváðust ætla að fá sér hamborgarahrygg. Þá kváðust 6% þeirra 18-29 ára ætla að gæða sér á grænmetisfæði en 13% þeirra 30-49 ára kváðust ætla að borða annars konar mat sem aðalrétt á jóladag. Svarendur af landsbyggðinni voru líklegri til að segjast ætla að borða hangikjöt (74%) eða hamborgarahrygg (11%) heldur en þeir af höfuðborgarsvæðinu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins kváðust aftur á móti líklegri til að borða grænmetisfæði (5%) eða annars konar mat en þann sem hér er upptalinn (11%) heldur en landsbyggðarbúar. Hangikjötið nýtur meiri vinsælda sem aðalréttur á jóladag meðal stuðningsfólks Flokks fólksins (80%) heldur en á meðal stuðningsfólks annarra flokka. Annað lambakjöt reyndist einnig vinsælla á meðal stuðningsfólks Flokks fólksins en 16% þeirra kváðust ætla að borða lambakjöt annað en hangikjöt á aðfangadagskvöld. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Sjálfstæðisflokkinn sögðust 13% ætla að borða hamborgarahrygg sem aðalrétt á jóladag. Grænmetisfæði verður hvað helst á borðum hjá stuðningsfólki Viðreisnar (15%) en stuðningsfólk Vinstri grænna (13%) reyndist líklegra en stuðningsmenn annarra flokka til að ætla að borða annað en ofantalið. Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Færri hyggjast borða hangikjöt á jóladag heldur en í fyrra en neysla á fiski og öðru sjávarfangi eykst. Þetta kemur fram í nýlegri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 5. til 11. desember 2018. Kváðust 69% svarenda ætla að borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag, 9% hamborgarhrygg, 4% kalkún, 4% lambakjöt annað en hangikjöt og 3% grænmetisfæði. Þá ætla 2% að borða fisk eða annars sjávarfangs í aðalrétt á jóladag en hlutfallið er það hæsta sem mælst hefur frá því að mælingar MMR hófust árið 2010. Að lokum kváðust 10% svarenda hafa hug á því að borða annars konar mat en nefndur var hér á undan. Hangikjötið reyndist falla hvað helst í kramið hjá svarendum á aldrinum 50-67 ára en 76% þeirra kváðust ætla að borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag, samanborið við 62% þeirra á aldrinum 18-29 ára. Hamborgarahryggurinn átti mest upp á borð hjá eldri svarendum en þeim yngri en 19% þeirra 68 ára og eldri kváðust ætla að fá sér hamborgarahrygg. Þá kváðust 6% þeirra 18-29 ára ætla að gæða sér á grænmetisfæði en 13% þeirra 30-49 ára kváðust ætla að borða annars konar mat sem aðalrétt á jóladag. Svarendur af landsbyggðinni voru líklegri til að segjast ætla að borða hangikjöt (74%) eða hamborgarahrygg (11%) heldur en þeir af höfuðborgarsvæðinu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins kváðust aftur á móti líklegri til að borða grænmetisfæði (5%) eða annars konar mat en þann sem hér er upptalinn (11%) heldur en landsbyggðarbúar. Hangikjötið nýtur meiri vinsælda sem aðalréttur á jóladag meðal stuðningsfólks Flokks fólksins (80%) heldur en á meðal stuðningsfólks annarra flokka. Annað lambakjöt reyndist einnig vinsælla á meðal stuðningsfólks Flokks fólksins en 16% þeirra kváðust ætla að borða lambakjöt annað en hangikjöt á aðfangadagskvöld. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Sjálfstæðisflokkinn sögðust 13% ætla að borða hamborgarahrygg sem aðalrétt á jóladag. Grænmetisfæði verður hvað helst á borðum hjá stuðningsfólki Viðreisnar (15%) en stuðningsfólk Vinstri grænna (13%) reyndist líklegra en stuðningsmenn annarra flokka til að ætla að borða annað en ofantalið.
Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira