Búið er að opna Gatwick-flugvöllinn á ný eftir að flugvallaryfirvöld neyddust til að loka honum og stöðva alla flugumferð vegna dróna sem var á sveimi yfir vellinum.
Gatwick er næst stærsti flugvöllurinn á Bretlandseyjum en hann hefur verið lokaður meira og minna í einn og hálfan sólahring vegna drónaflugs á svæðinu. Drónarnir hafa sett ferðaáætlanir hundruð þúsunda úr skorðum og ljóst er að tjónið er gífurlegt.
Talskona Gatwick-flugvallarins staðfesti í samtali við breska ríkisúvarpið BBC að ábendingar um að drónarnir hefðu sést á sveimi í kvöld hafi reynst á rökum reistar. Flugvallayfirvöld neyddust til að aflýsa flugi af öryggissjónarmiðum.
Lögreglan í Sussex telur að fleiri en einn hafi verið að verki en hún telur þó ólíklegt að sökudólgarnir tengist hryðjuverkasamtökum.
Gatwick opnaður á ný

Tengdar fréttir

Flugi aflýst á ný vegna dróna á sveimi
Ekki er vitað hver stendur fyrir drónafluginu en það er með öllu óheimilt að fljúga dróna í minna en eins kílómeters fjarlægð frá flugvöllum og aðflutningsleiðum flugvalla.

Gatwick opnaður á ný
Gatwick flugvöllur á Englandi opnaði loks í morgun eftir að hafa verið meira og minna lokaður í einn og hálfan sólarhring eftir að drónar tóku að sveima yfir vellinum.

Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna
Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn.

Beið í fjórtán tíma eftir flugi sem fellt var niður
Sindri Hjartarson, kærasta hans og tengdamóður, biður í um fjórtán klukkustundir á Gatwick flugvellinum í London í dag.

Fuglar geta nýst gegn drónum
Fuglar geta nýst til að verjast drónaárásum eins og gerðar hafa verið á Gatwick flugvelli í London.

Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna
Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag.