Gatwick flugvöllurinn á Englandi hefur meira og minna vera lokaður í einn og hálfan sólarhring eftir að drónar sáust sveima yfir vellinum.
Flugvöllurinn opnaði í morgun en breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því, nú rétt í þessu, að flugvallaryfirvöldum hafi borist ábendingar um að drónarnir séu aftur komnir á kreik og því hafi þurft að aflýsa öllu flugi vegna öryggissjónarmiða.
Nokkrar flugvélar hafa flogið í hringi því sem stendur mega þær ekki lenda fyrr en búið er að ganga úr skugga um að drónarnir séu á bak og burt.
Ekki er vitað hver stendur fyrir drónafluginu en það er með öllu óheimilt að fljúga dróna í minna en eins kílómeters fjarlægð frá flugvöllum og aðflutningsleiðum flugvalla.
Lögreglan telur að fleiri en einn beri ábyrgð á drónafluginu.

