„Plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2018 10:55 Sigurþór Þórólfsson, sem er alltaf kallaður Bóbó, segir tjónið fyrir verslunina mikið. vísir/vilhelm Apple-borðtölvu var stolið um klukkan 21 í gærkvöldi í herrafataversluninni Karlmenn á Laugavegi 77. Verslunin var opin vegna jólavertíðarinnar þegar þjófarnir létu greipar sópa og segir Sigurþór Þórólfsson, eigandi Karlmanna, að þjófarnir hafi aðeins verið inni í versluninni í nokkrar sekúndur. „Lögreglan er að vinna í þessu. Þeir komu á staðinn og eru að kanna málið en þetta er ekki þetta útlenda gengi sem er búið að vera að herja á landsmenn heldur Íslendingar,“ segir Sigurþór sem er reyndar alltaf kallaður Bóbó. Hann segir þjófana hafa verið að minnsta kosti tvo. „Það var einn sem hljóp út strax á eftir hinum. Þetta gerðist rosalega hratt. Það kom fyrst hérna einn inn og plataði afgreiðslumanninn út í horn og síðan kom annar strax á eftir. Þeir vissu greinilega hvað þeir voru að gera. Þeir plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út, bara rosalega hratt. Þetta skeði á nokkrum sekúndum,“ segir Bóbó.Verslunin Karlmenn er á Laugavegi 77.vísir/vilhelmAllar viðskiptamannaskrár, pantanir og myndir í tölvunni Hann segist ekki hafa áttað sig strax á því að tölvunni hafði verið stolið. „En svo fór ég allt í einu að hugsa: „Bíddu, engin músík?“ Og þá var tölvan horfin þannig að þetta gerðist mjög hratt.“ Bóbó segir að í tölvunni sé mikið af verðmætum gögnum verslunarinnar. „Þetta er hrikalegt tjón. Þarna eru allar viðskiptamannaskrár, allar pantanir og allar myndir. Svo er svona klaufaskapur í manni að það er langt síðan maður tók „backup,““ segir Bóbó sem segist hreinlega ekki trúa því að það sé einhver að koma á opnunartíma og taka tölvu. Hann segir lögregluna vera að kanna hvort að þjófarnir hafi náðst á mynd úr myndavélum á móti versluninni þar sem ekki séu myndavélar í og við verslunina sjálfa. Bóbó setti færslu á Facebook-síðu verslunarinnar í gær þar sem hann bauð fundarlaun fyrir tölvuna vegna gagnanna sem eru í henni. „Í tölvunni eru mikilvæg gögn og upplýsingar sem nýtast aðeins okkur. Ef einhver þarna úti er með tölvuna okkar eða getur vísað okkur á hana þá fær sá hinn sami jakkaföt skyrtu og bindi að eigin vali, jafnvel frakka,“ segir í Facebook-færslun verslunarinnar. Lögreglumál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Apple-borðtölvu var stolið um klukkan 21 í gærkvöldi í herrafataversluninni Karlmenn á Laugavegi 77. Verslunin var opin vegna jólavertíðarinnar þegar þjófarnir létu greipar sópa og segir Sigurþór Þórólfsson, eigandi Karlmanna, að þjófarnir hafi aðeins verið inni í versluninni í nokkrar sekúndur. „Lögreglan er að vinna í þessu. Þeir komu á staðinn og eru að kanna málið en þetta er ekki þetta útlenda gengi sem er búið að vera að herja á landsmenn heldur Íslendingar,“ segir Sigurþór sem er reyndar alltaf kallaður Bóbó. Hann segir þjófana hafa verið að minnsta kosti tvo. „Það var einn sem hljóp út strax á eftir hinum. Þetta gerðist rosalega hratt. Það kom fyrst hérna einn inn og plataði afgreiðslumanninn út í horn og síðan kom annar strax á eftir. Þeir vissu greinilega hvað þeir voru að gera. Þeir plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út, bara rosalega hratt. Þetta skeði á nokkrum sekúndum,“ segir Bóbó.Verslunin Karlmenn er á Laugavegi 77.vísir/vilhelmAllar viðskiptamannaskrár, pantanir og myndir í tölvunni Hann segist ekki hafa áttað sig strax á því að tölvunni hafði verið stolið. „En svo fór ég allt í einu að hugsa: „Bíddu, engin músík?“ Og þá var tölvan horfin þannig að þetta gerðist mjög hratt.“ Bóbó segir að í tölvunni sé mikið af verðmætum gögnum verslunarinnar. „Þetta er hrikalegt tjón. Þarna eru allar viðskiptamannaskrár, allar pantanir og allar myndir. Svo er svona klaufaskapur í manni að það er langt síðan maður tók „backup,““ segir Bóbó sem segist hreinlega ekki trúa því að það sé einhver að koma á opnunartíma og taka tölvu. Hann segir lögregluna vera að kanna hvort að þjófarnir hafi náðst á mynd úr myndavélum á móti versluninni þar sem ekki séu myndavélar í og við verslunina sjálfa. Bóbó setti færslu á Facebook-síðu verslunarinnar í gær þar sem hann bauð fundarlaun fyrir tölvuna vegna gagnanna sem eru í henni. „Í tölvunni eru mikilvæg gögn og upplýsingar sem nýtast aðeins okkur. Ef einhver þarna úti er með tölvuna okkar eða getur vísað okkur á hana þá fær sá hinn sami jakkaföt skyrtu og bindi að eigin vali, jafnvel frakka,“ segir í Facebook-færslun verslunarinnar.
Lögreglumál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira