„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2018 09:09 Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun. Myndir/Facebook Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. Dauðarefsing er bundin í lög í landinu en enginn hefur verið tekinn af lífi á grundvelli þeirra frá árinu 1993 þó að fjöldi fólks hafi verið dæmdur til dauða. Ouazid er einn fjögurra sem eru í haldi grunaðir um morðin á hinni norsku Ueland og hinni dönsku Jespersen. Hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum í strætó í Marrakech í gær. Voru mennirnir með hnífa í fórum sínum.Rætt er við bróðurinn á vef norska blaðsins VG. Þar segir hann að bróðir sinn og mennirnir hafi verið góðir vinir. Þeir hafi þekkt hvern annan í eitt til tvö ár og höfðu allir áhuga á að veiða fugla.Hvarf frá heimilinu nokkrum dögum fyrir morðin Said segir bróðir sinn hafa horfið frá heimilinu síðastliðinn fimmtudag og þau hafi ekki séð hann síðan en lík þeirra Ueland og Jespersen fundust á mánudagsmorgun. „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Said. Hann segir að bróðir sinn hafi búið í húsi fjölskyldunnar í Marrakech með konu sinni og dóttur. „Ef mig hefði grunað að það væri eitthvað að hjá honum þá hefði ég tilkynnt yfirvöldum það. […] Hann lifði venjulegu lífi en var heilaþveginn,“ segir Said. Hann segir móður sína viti sínu fjær vegna málsins. Hún trúi því ekki að þetta sé sonur hennar sem sé í haldi lögreglu vegna morðanna. „Hún segir: „Þetta er ekki sonur minn, þetta er ekki sonur minn.“ Við höldum henni frá fjölmiðlum. Hún er í afneitun,“ segir Said. Morðin eru rannsökuð sem hryðjuverk. Yfirvöld í Danmörku og Noregi hafa til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á að minnsta kosti annarri konunni. Myndbandið var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en yfirvöld hafa biðlað til almennings um að horfa hvorki á myndbandið né dreifa því. Frá því er svo greint í norskum fjölmiðlum í morgun að talið sé að myndbandið sé ósvikið. Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fleiri fréttir Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Sjá meira
Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. Dauðarefsing er bundin í lög í landinu en enginn hefur verið tekinn af lífi á grundvelli þeirra frá árinu 1993 þó að fjöldi fólks hafi verið dæmdur til dauða. Ouazid er einn fjögurra sem eru í haldi grunaðir um morðin á hinni norsku Ueland og hinni dönsku Jespersen. Hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum í strætó í Marrakech í gær. Voru mennirnir með hnífa í fórum sínum.Rætt er við bróðurinn á vef norska blaðsins VG. Þar segir hann að bróðir sinn og mennirnir hafi verið góðir vinir. Þeir hafi þekkt hvern annan í eitt til tvö ár og höfðu allir áhuga á að veiða fugla.Hvarf frá heimilinu nokkrum dögum fyrir morðin Said segir bróðir sinn hafa horfið frá heimilinu síðastliðinn fimmtudag og þau hafi ekki séð hann síðan en lík þeirra Ueland og Jespersen fundust á mánudagsmorgun. „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Said. Hann segir að bróðir sinn hafi búið í húsi fjölskyldunnar í Marrakech með konu sinni og dóttur. „Ef mig hefði grunað að það væri eitthvað að hjá honum þá hefði ég tilkynnt yfirvöldum það. […] Hann lifði venjulegu lífi en var heilaþveginn,“ segir Said. Hann segir móður sína viti sínu fjær vegna málsins. Hún trúi því ekki að þetta sé sonur hennar sem sé í haldi lögreglu vegna morðanna. „Hún segir: „Þetta er ekki sonur minn, þetta er ekki sonur minn.“ Við höldum henni frá fjölmiðlum. Hún er í afneitun,“ segir Said. Morðin eru rannsökuð sem hryðjuverk. Yfirvöld í Danmörku og Noregi hafa til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á að minnsta kosti annarri konunni. Myndbandið var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en yfirvöld hafa biðlað til almennings um að horfa hvorki á myndbandið né dreifa því. Frá því er svo greint í norskum fjölmiðlum í morgun að talið sé að myndbandið sé ósvikið.
Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fleiri fréttir Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Sjá meira
Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13
Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20