Trölli Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. desember 2018 07:00 Æskuhetjurnar mínar voru Láki jarðálfur, Fúsi froskagleypir og síðast en ekki síst fólið og meinhornið hann Trölli sem stal jólunum. Sjálfsagt er það þeim að kenna, eða þakka, að ég er með banvænt bráðaofnæmi fyrir öllu hópefli, hvort sem hjörðin er dregin í dilka á 17. júní eða þegar jólaæðið rennur á vinnufélaga mína, sem eru svona alla jafna frekar jarðbundið og skynsamt fólk. Þegar ég er þvingaður í jólaleynivinaleik, jólalög verða sjálfsögð og eðlileg hljóðmengun og skreytingaóðir álfar strá glimmeri og jólaljósum yfir mig breytist ég í Trölla. Sköll, sköll, sköll! En andi jólanna er sterkari en mótþróaþrjóskuröskun okkar Trölla og við endum alltaf á því að játa okkur sigraða, gefumst upp og töpum okkur í gleðinni, glingrinu og ljósadýrðinni. Auðvitað er freistandi og auðvelt að vera fúll á móti á aðventunni en það er svo miklu betra að vera eins og hinir og lyfta um leið sál sinni með því að gleðja börnin sín og aðra sem manni er ekki sama um. Hamingjan er ekki fólgin í piparkökum, ilmkertum, laufabrauði, reyktu svíni, mandarínunum, malti og appelsíni og að flækja gardínunum í marglitar jólaseríur og vefa músastiga úr bleikum og bláum kreppappír umvafinn hlýrri birtu kertaljósa og aftansöng illmennisins Bing Crosby. Þegar upp var staðið stal Trölli ekki jólunum. Hann bjargaði þeim. Að vísu með því að hirða allt glingrið og prjálið frá fólkinu í Þeim-bæ. Það sem eftir stóð var það eina sem skipti raunverulegu máli. Gleðin sem felst í samverunni. Væri ekki lífið æðislegt ef einhver myndi taka sig til og hirða af okkur allt bannsett glingrið og draslið og við gætum sýnt náungakærleik og hlýju alltaf? Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Æskuhetjurnar mínar voru Láki jarðálfur, Fúsi froskagleypir og síðast en ekki síst fólið og meinhornið hann Trölli sem stal jólunum. Sjálfsagt er það þeim að kenna, eða þakka, að ég er með banvænt bráðaofnæmi fyrir öllu hópefli, hvort sem hjörðin er dregin í dilka á 17. júní eða þegar jólaæðið rennur á vinnufélaga mína, sem eru svona alla jafna frekar jarðbundið og skynsamt fólk. Þegar ég er þvingaður í jólaleynivinaleik, jólalög verða sjálfsögð og eðlileg hljóðmengun og skreytingaóðir álfar strá glimmeri og jólaljósum yfir mig breytist ég í Trölla. Sköll, sköll, sköll! En andi jólanna er sterkari en mótþróaþrjóskuröskun okkar Trölla og við endum alltaf á því að játa okkur sigraða, gefumst upp og töpum okkur í gleðinni, glingrinu og ljósadýrðinni. Auðvitað er freistandi og auðvelt að vera fúll á móti á aðventunni en það er svo miklu betra að vera eins og hinir og lyfta um leið sál sinni með því að gleðja börnin sín og aðra sem manni er ekki sama um. Hamingjan er ekki fólgin í piparkökum, ilmkertum, laufabrauði, reyktu svíni, mandarínunum, malti og appelsíni og að flækja gardínunum í marglitar jólaseríur og vefa músastiga úr bleikum og bláum kreppappír umvafinn hlýrri birtu kertaljósa og aftansöng illmennisins Bing Crosby. Þegar upp var staðið stal Trölli ekki jólunum. Hann bjargaði þeim. Að vísu með því að hirða allt glingrið og prjálið frá fólkinu í Þeim-bæ. Það sem eftir stóð var það eina sem skipti raunverulegu máli. Gleðin sem felst í samverunni. Væri ekki lífið æðislegt ef einhver myndi taka sig til og hirða af okkur allt bannsett glingrið og draslið og við gætum sýnt náungakærleik og hlýju alltaf? Gleðileg jól!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun