Verðhrun á olíu lengi að skila sér til neytenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2018 20:45 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Baldur Hrafnkell Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum. Um miðjan júlí stóð tunnan af brent hráolíu í 75 dollurum. Hún hækkaði svo upp í 85 dollara í október en í kjölfarið tók við snarpt lækkunarferli og í dag stendur verðið í 55 dollurum. Allar hækkanir ársins hafa því gengið til baka að fullu og verðið er svipað og það var haustið 2017. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensku flugfélögin. Ekki síst WOW air sem hefur ekki haft tök á að verja sig fyrir breytingum á olíuverði með samningum um fast verð. Lækkanir á hráolíuverði skila sér strax í innkaupum hjá WOW air sem kaupir mikið af flugvélaeldsneyti erlendis. Olíuverð er stór áhrifaþáttur verðbólgu. Hún mælist núna 3,7 prósent og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Það má því segja að olíuverðslækkanir komi á réttum tíma. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að neytendur muni þó ekki sjá þessar lækkanir á olíu í bensínverðinu strax. „Það er birgðahald hjá olíufyrirtækjunum og það eru einhverjar vikur til mánuðir sem þau eiga á hverjum tíma í birgðum. Þar af leiðandi þurfa þau að fá það innkaupsverð til baka þótt verðið hafi breyst í millitíðinni,“ segir Jón Bjarki. Svo hafa fleiri þættir áhrif á verðþróun á bensíni en heimsmarkaðsverð á olíu. „Það eru þættir á borð við gengisþróun, innlendir kostnaðarliðir eins og laun og síðast en ekki síst veruleg krónutölugjöld ríkisins á eldsneyti, um 80 krónur á lítrann, sem breytast ekki neitt alveg sama hvað innkaupsverðinu líður. Það er svona miklu seigara í verðþróuninni á innlendu dælunni. En verðið er þegar farið að lækka og ég á von á að það lækki meira á komandi mánuðum ef að fram heldur sem horfir með heimsmarkaðsverðið og krónan gefur ekki verulega eftir á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki. Bensín og olía Íslenska krónan WOW Air Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum. Um miðjan júlí stóð tunnan af brent hráolíu í 75 dollurum. Hún hækkaði svo upp í 85 dollara í október en í kjölfarið tók við snarpt lækkunarferli og í dag stendur verðið í 55 dollurum. Allar hækkanir ársins hafa því gengið til baka að fullu og verðið er svipað og það var haustið 2017. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensku flugfélögin. Ekki síst WOW air sem hefur ekki haft tök á að verja sig fyrir breytingum á olíuverði með samningum um fast verð. Lækkanir á hráolíuverði skila sér strax í innkaupum hjá WOW air sem kaupir mikið af flugvélaeldsneyti erlendis. Olíuverð er stór áhrifaþáttur verðbólgu. Hún mælist núna 3,7 prósent og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Það má því segja að olíuverðslækkanir komi á réttum tíma. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að neytendur muni þó ekki sjá þessar lækkanir á olíu í bensínverðinu strax. „Það er birgðahald hjá olíufyrirtækjunum og það eru einhverjar vikur til mánuðir sem þau eiga á hverjum tíma í birgðum. Þar af leiðandi þurfa þau að fá það innkaupsverð til baka þótt verðið hafi breyst í millitíðinni,“ segir Jón Bjarki. Svo hafa fleiri þættir áhrif á verðþróun á bensíni en heimsmarkaðsverð á olíu. „Það eru þættir á borð við gengisþróun, innlendir kostnaðarliðir eins og laun og síðast en ekki síst veruleg krónutölugjöld ríkisins á eldsneyti, um 80 krónur á lítrann, sem breytast ekki neitt alveg sama hvað innkaupsverðinu líður. Það er svona miklu seigara í verðþróuninni á innlendu dælunni. En verðið er þegar farið að lækka og ég á von á að það lækki meira á komandi mánuðum ef að fram heldur sem horfir með heimsmarkaðsverðið og krónan gefur ekki verulega eftir á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki.
Bensín og olía Íslenska krónan WOW Air Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira