Lýsir kynferðislegri áreitni aðalleikarans í kjölfar frétta af milljónasamkomulagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2018 08:16 Eliza Dushku er m.a. þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer og kvikmyndinni Bring it On. Getty/Scott Eisen Bandaríska leikkonan Eliza Dushku hefur rofið þögnina um kynferðislega áreitni sem hún segist hafa orðið fyrir við tökur á þáttunum Bull sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni CBS. Dushku stígur fram eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hún hefði þegið 9,5 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman milljarð íslenskra króna, í sáttagreiðslu frá stjórnendum sjónvarpsstöðvarinnar vegna málsins. Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði fyrst fjölmiðla um milljónasamning CBS og Dushku. Í frétt blaðsins kemur fram að hún hafi sakað aðalleikara þáttanna Bull, Michael Weatherly, um að hafa m.a. talað ítrekað um útlit hennar, sagt nauðgunarbrandara og haft uppi frekari kynferðislegar aðdróttanir. Í kjölfarið hafi CBS ákveðið að reiða fram áðurnefndan milljarð, gegn því að Dushku tjáði sig ekki um málið opinberlega. Rekin vegna þess að hún vildi ekki vera áreitt Í pistli sem Dushku ritar og birtist í Boston Globe í gær segir hún að sér hafi hins vegar snúist hugur í ljósi þess að bæði Weatherly og framleiðandi þáttanna, Glenn Gordon Caron, sendu frá sér yfirlýsingar vegna málsins. Dushku og Weatherly í hlutverkum sínum sem J.P. Nunnelly og Jason Bull í samnefndum þáttum.Vísit/Getty Dushku, sem lék í þremur þáttum annarrar seríu Bull sem sýndir voru í fyrra, segir yfirlýsingarnar ekki í samræmi við það sem gerðist í raun og veru. Hún segir ekki um að ræða „orð gegn orði“ heldur fullyrðir hún að áreitni Weatherly hafi náðst á myndband. Dushku hafnar því jafnframt að hún hafi ekki getað „tekið gríni“, líkt og Weatherly hélt fram í yfirlýsingu sinni. „Svona rökstyður gerandi hegðun sína þegar hann er gripinn glóðvolgur,“ skrifar Dushku og bætir við að hún sé þaulvön grófum talsmáta af hálfu karlmanna í bransanum. Hegðun Weatherly hafi hins vegar tekið út fyrir allan þjófabálk. „Ég vil ekki heyra á það minnst að mig „skorti skopskyn“ eða geti ekki tekið gríni. Ég brást ekki of harkalega við. Ég þáði starf og, vegna þess að ég vildi ekki vera áreitt, var rekin.“ Bauð henni í „nauðgunarrútu“ Þá lýsir Dushku áreitninni ítarlega í pistlinum. Hún greinir til að mynda frá því að Weatherly hafi boðið henni í „nauðgunarrútuna“ sína, spilað lög með kynferðislegum textum úr síma sínum þegar hún gekk hjá og lýst yfir löngun sinni til að stunda með henni kynlíf fyrir framan hóp af samstarfsfélögum þeirra. Dushku segir Weatherly einnig hafa montað sig af nánum vinskap sínum við Les Moonves, forstjóra CBS, sem lét af störfum hjá stöðinni í haust eftir fjölmargar ásakanir um kynferðisbrot í starfi. Hún fullyrðir jafnframt að eftir að hún ræddi áreitnina og vanlíðan sína við Weatherley hafi hún verið rekin úr þáttunum og þar með var úti möguleiki hennar á aðalhlutverki, líkt og kveðið hafði verið á um í samningi. Pistil Dushku má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Bandaríska leikkonan Eliza Dushku hefur rofið þögnina um kynferðislega áreitni sem hún segist hafa orðið fyrir við tökur á þáttunum Bull sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni CBS. Dushku stígur fram eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hún hefði þegið 9,5 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman milljarð íslenskra króna, í sáttagreiðslu frá stjórnendum sjónvarpsstöðvarinnar vegna málsins. Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði fyrst fjölmiðla um milljónasamning CBS og Dushku. Í frétt blaðsins kemur fram að hún hafi sakað aðalleikara þáttanna Bull, Michael Weatherly, um að hafa m.a. talað ítrekað um útlit hennar, sagt nauðgunarbrandara og haft uppi frekari kynferðislegar aðdróttanir. Í kjölfarið hafi CBS ákveðið að reiða fram áðurnefndan milljarð, gegn því að Dushku tjáði sig ekki um málið opinberlega. Rekin vegna þess að hún vildi ekki vera áreitt Í pistli sem Dushku ritar og birtist í Boston Globe í gær segir hún að sér hafi hins vegar snúist hugur í ljósi þess að bæði Weatherly og framleiðandi þáttanna, Glenn Gordon Caron, sendu frá sér yfirlýsingar vegna málsins. Dushku og Weatherly í hlutverkum sínum sem J.P. Nunnelly og Jason Bull í samnefndum þáttum.Vísit/Getty Dushku, sem lék í þremur þáttum annarrar seríu Bull sem sýndir voru í fyrra, segir yfirlýsingarnar ekki í samræmi við það sem gerðist í raun og veru. Hún segir ekki um að ræða „orð gegn orði“ heldur fullyrðir hún að áreitni Weatherly hafi náðst á myndband. Dushku hafnar því jafnframt að hún hafi ekki getað „tekið gríni“, líkt og Weatherly hélt fram í yfirlýsingu sinni. „Svona rökstyður gerandi hegðun sína þegar hann er gripinn glóðvolgur,“ skrifar Dushku og bætir við að hún sé þaulvön grófum talsmáta af hálfu karlmanna í bransanum. Hegðun Weatherly hafi hins vegar tekið út fyrir allan þjófabálk. „Ég vil ekki heyra á það minnst að mig „skorti skopskyn“ eða geti ekki tekið gríni. Ég brást ekki of harkalega við. Ég þáði starf og, vegna þess að ég vildi ekki vera áreitt, var rekin.“ Bauð henni í „nauðgunarrútu“ Þá lýsir Dushku áreitninni ítarlega í pistlinum. Hún greinir til að mynda frá því að Weatherly hafi boðið henni í „nauðgunarrútuna“ sína, spilað lög með kynferðislegum textum úr síma sínum þegar hún gekk hjá og lýst yfir löngun sinni til að stunda með henni kynlíf fyrir framan hóp af samstarfsfélögum þeirra. Dushku segir Weatherly einnig hafa montað sig af nánum vinskap sínum við Les Moonves, forstjóra CBS, sem lét af störfum hjá stöðinni í haust eftir fjölmargar ásakanir um kynferðisbrot í starfi. Hún fullyrðir jafnframt að eftir að hún ræddi áreitnina og vanlíðan sína við Weatherley hafi hún verið rekin úr þáttunum og þar með var úti möguleiki hennar á aðalhlutverki, líkt og kveðið hafði verið á um í samningi. Pistil Dushku má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“