Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. desember 2018 13:06 Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið en því er haldið fram í pistli sem forstjórinn birti á heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi. Hann segir að fækkun sjúkraflutningamanna geti verið skerðing á aðgengi þjónustunnar. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gagnrýndi í pistli á Heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi fréttaflutning Stöðvar 2 og Vísis um að fækka eigi sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í byrjun næsta árs. En hún sagði fyrirsögn fréttarinnar ranga og villandi. Haft var eftir Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 að sjúkraflutningamönnum hjá stofnuninni verði fækkað úr 27 í 23 og í yfirlýsingu stofnunarinnar kemur meðal annars fram að fækka eigi stöðugildum sjúkraflutningamanna á næsta ári og að álag sé sívaxandi. Fréttastofa stendur við fréttina og fyrirsögn hennar. Herdís sagði jafnframt í pistli sínum að breytingin sé unnin í samráði við trúnaðarmenn sjúkraflutningamanna, stéttarfélag sjúkraflutningamanna og ráðuneyti en því hafnar formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. „Þetta er ekki rétt og við höfum látið vita af þessu. Forstjórinn hefur talað um að þetta verði dregið til baka, eða þetta verði leiðrétt. Þetta var ekki í neinu samráði við stéttafélagið,“ segir Magnús. Magnús segist hafa mikla áhyggjur af boðaðri fækkun sjúkraflutningamanna á þessu svæði, sem hann segir viðkvæmt. Álagið hefur aukist og ekki séð að það sé að ganga til baka. „Þetta er gríðarlega stórt svæði sem þessi stofnun sinnir og það viðbragð sem er í boði í dag, hefur verið að takast að sinna þessu ágætlega. En við höfum frekar á tilfinningunni að það hafi bætt í, frekar en dregið úr.“ Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í fréttum í gær að fækkun sjúkraflutningamanna mun snerta 4-5 einstaklinga en Magnús telur að þeir verði fleiri þegar upp er staðið. „Þær upplýsingar sem við höfum eru í raun og veru þannig að þetta gæti snert fleiri stöðugildi en við getum ekki slegið föstu hversu mörg stöðugildi er um að ræða,“ segir Magnús. Hann segir að fækkunin gæti skert aðgang að þjónustunni „Vissulega er það þannig að vegalengdirnar á þessu svæði eru gríðarlega miklar og ef við horfum á þetta í víðu samhengi, getum við alveg verið sammála því að þetta geti verið skerðing á aðgengi fyrir einstaklinga sem búa fjarri sjúkrabílaviðbragði.“ Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið en því er haldið fram í pistli sem forstjórinn birti á heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi. Hann segir að fækkun sjúkraflutningamanna geti verið skerðing á aðgengi þjónustunnar. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gagnrýndi í pistli á Heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi fréttaflutning Stöðvar 2 og Vísis um að fækka eigi sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í byrjun næsta árs. En hún sagði fyrirsögn fréttarinnar ranga og villandi. Haft var eftir Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 að sjúkraflutningamönnum hjá stofnuninni verði fækkað úr 27 í 23 og í yfirlýsingu stofnunarinnar kemur meðal annars fram að fækka eigi stöðugildum sjúkraflutningamanna á næsta ári og að álag sé sívaxandi. Fréttastofa stendur við fréttina og fyrirsögn hennar. Herdís sagði jafnframt í pistli sínum að breytingin sé unnin í samráði við trúnaðarmenn sjúkraflutningamanna, stéttarfélag sjúkraflutningamanna og ráðuneyti en því hafnar formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. „Þetta er ekki rétt og við höfum látið vita af þessu. Forstjórinn hefur talað um að þetta verði dregið til baka, eða þetta verði leiðrétt. Þetta var ekki í neinu samráði við stéttafélagið,“ segir Magnús. Magnús segist hafa mikla áhyggjur af boðaðri fækkun sjúkraflutningamanna á þessu svæði, sem hann segir viðkvæmt. Álagið hefur aukist og ekki séð að það sé að ganga til baka. „Þetta er gríðarlega stórt svæði sem þessi stofnun sinnir og það viðbragð sem er í boði í dag, hefur verið að takast að sinna þessu ágætlega. En við höfum frekar á tilfinningunni að það hafi bætt í, frekar en dregið úr.“ Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í fréttum í gær að fækkun sjúkraflutningamanna mun snerta 4-5 einstaklinga en Magnús telur að þeir verði fleiri þegar upp er staðið. „Þær upplýsingar sem við höfum eru í raun og veru þannig að þetta gæti snert fleiri stöðugildi en við getum ekki slegið föstu hversu mörg stöðugildi er um að ræða,“ segir Magnús. Hann segir að fækkunin gæti skert aðgang að þjónustunni „Vissulega er það þannig að vegalengdirnar á þessu svæði eru gríðarlega miklar og ef við horfum á þetta í víðu samhengi, getum við alveg verið sammála því að þetta geti verið skerðing á aðgengi fyrir einstaklinga sem búa fjarri sjúkrabílaviðbragði.“
Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00