Stakk af frá tjónsvettvangi eftir ofsaakstur Andri Eysteinsson skrifar 8. janúar 2019 21:57 Hér má sjá þegar Benz-bíllinn hefur farið þvert fyrir Tómas og bíll hans hefur í leiðinni snúist. Skjáskot/Tómas Þröstur Rögnvaldsson Myndband Tómasar Þrastar Rögnvaldssonar hefur vakið mikla athygli á Facebook í dag. Myndbandið sýnir árekstur silfurlitaðs Mercedes Benz bíls við ökutæki Tómasar Þrastar síðastliðinn sunnudag. DV greindi fyrst frá málinu. Í færslu með myndbandinu segir Tómas að líklega hafi ökumaður Benz-bílsins misst stjórn á honum vegna ofsaaksturs upp Ártúnsbrekkuna en áreksturinn varð við hlið bensínstöðvar N1. Í myndbandinu sést svo þegar ökumaður Benz-bílsins stingur af og má greinilega sjá hann aka í brott. Tómas Þröstur segir í samtali við Vísi að áreksturinn hafi átt sér stað rétt fyrir hádegi, síðasta sunnudag. Sjá má í myndskeiðinu þegar Benz-bíllinn skýst hægra megin fram fyrir bíl Tómasar sem þó var á hægri akrein. Því er ljóst að ökumaðurinn var utan akreinar áður en hann fór í veg fyrir Tómas Þröst. Mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki en að sögn Tómasar munaði litlu að bíll hans hefði oltið. Tómas var ekki einn í bílnum en eiginkona hans var með í för. Tómas segir að vitni að árekstrinum hefði stöðvað bílinn og mun ökumaður Benz-bílsins hafa verið nærri því að keyra á hana á ofsahraða, um 120 km/h, vitni þetta var á smábíl og með barn í bílnum að sögn Tómasar. Bíll Tómasar er að eigin sögn óökufær, bíllinn er ekki illa klesstur en meðal annars séu öll ljós hægra megin á framhlið mölbrotin. Tómas sagði í samtali við Vísi að hann hafi ekið rakleitt á lögreglustöðina að Vínlandsleið og þar gefið skýrslu ásamt afriti af myndbandinu. Tómas segir í samtali við fréttastofu að kunni einhver að þekkja ökumann Benz-bílsins skuli hann hafa samband við lögreglu, enda sé um lögreglumál að ræða. Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Myndband Tómasar Þrastar Rögnvaldssonar hefur vakið mikla athygli á Facebook í dag. Myndbandið sýnir árekstur silfurlitaðs Mercedes Benz bíls við ökutæki Tómasar Þrastar síðastliðinn sunnudag. DV greindi fyrst frá málinu. Í færslu með myndbandinu segir Tómas að líklega hafi ökumaður Benz-bílsins misst stjórn á honum vegna ofsaaksturs upp Ártúnsbrekkuna en áreksturinn varð við hlið bensínstöðvar N1. Í myndbandinu sést svo þegar ökumaður Benz-bílsins stingur af og má greinilega sjá hann aka í brott. Tómas Þröstur segir í samtali við Vísi að áreksturinn hafi átt sér stað rétt fyrir hádegi, síðasta sunnudag. Sjá má í myndskeiðinu þegar Benz-bíllinn skýst hægra megin fram fyrir bíl Tómasar sem þó var á hægri akrein. Því er ljóst að ökumaðurinn var utan akreinar áður en hann fór í veg fyrir Tómas Þröst. Mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki en að sögn Tómasar munaði litlu að bíll hans hefði oltið. Tómas var ekki einn í bílnum en eiginkona hans var með í för. Tómas segir að vitni að árekstrinum hefði stöðvað bílinn og mun ökumaður Benz-bílsins hafa verið nærri því að keyra á hana á ofsahraða, um 120 km/h, vitni þetta var á smábíl og með barn í bílnum að sögn Tómasar. Bíll Tómasar er að eigin sögn óökufær, bíllinn er ekki illa klesstur en meðal annars séu öll ljós hægra megin á framhlið mölbrotin. Tómas sagði í samtali við Vísi að hann hafi ekið rakleitt á lögreglustöðina að Vínlandsleið og þar gefið skýrslu ásamt afriti af myndbandinu. Tómas segir í samtali við fréttastofu að kunni einhver að þekkja ökumann Benz-bílsins skuli hann hafa samband við lögreglu, enda sé um lögreglumál að ræða.
Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira