Biden telur sig líklegastan til að sigra Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2019 23:00 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. EPA/LISA HORNAK Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er sagður vera að íhuga af alvöru að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 76 ára gamli Biden ætlar að tilkynna ákvörðun sína á næstu vikum eða mánuðum en fjölmiðlar ytra hafa eftir vinum hans og ráðgjöfum að Biden telji sig þann líklegasta innan Demókrataflokksins til Donald Trump, núverandi forseta.New York Times segir útlit fyrir átök milli fylkinga í Demókrataflokknum og þá sérstaklega á milli íhaldssamra aðila flokksins og yngri framsæknari aðila. Það skipti bæði kjósendur og bakhjarla flokksins miklu máli að finna aðila sem gæti sigrað Trump en sömuleiðis hafi eftirspurn eftir framsæknum frambjóðendum aukist og þá sérstaklega með tilliti til síðustu þingkosninga þar sem slíkum frambjóðendum gekk vel.Líklegt þykir að Biden yrði í það minnst meðal fremstu frambjóðenda Demókrataflokksins. Hann þyrfti þó að byggja brýr á milli mismunandi fylkinga innan flokksins. Þá eru uppi vangaveltur að hann yrði ekki vinsæll meðal kvenna og minnihlutahópa.Bjóði hann sig fram er líklegt að hann mæti nokkrum þeldökkum frambjóðendum og konum. Þá hefur Biden tekið nokkrar ákvarðanir á stjórnmálaferli sínum sem þykja umdeildar meðal Demókrata. Meðal annars studdi hann innrásina í Írak og stýrði hann yfirheyrslu dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Anitu Hill, sem sakaði núverandi hæstaréttardómarann Clarence Thomas um kynferðisbrot. Flokksmenn báru miklar vonir við að Biden myndi bjóða sig fram árið 2016. Hann tilkynnti þó að hann myndi ekki bjóða sig fram og var það vegna dauða sonar hans. Biden sagðist ekki vera tilbúinn til að sinna embætti forseta. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er sagður vera að íhuga af alvöru að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 76 ára gamli Biden ætlar að tilkynna ákvörðun sína á næstu vikum eða mánuðum en fjölmiðlar ytra hafa eftir vinum hans og ráðgjöfum að Biden telji sig þann líklegasta innan Demókrataflokksins til Donald Trump, núverandi forseta.New York Times segir útlit fyrir átök milli fylkinga í Demókrataflokknum og þá sérstaklega á milli íhaldssamra aðila flokksins og yngri framsæknari aðila. Það skipti bæði kjósendur og bakhjarla flokksins miklu máli að finna aðila sem gæti sigrað Trump en sömuleiðis hafi eftirspurn eftir framsæknum frambjóðendum aukist og þá sérstaklega með tilliti til síðustu þingkosninga þar sem slíkum frambjóðendum gekk vel.Líklegt þykir að Biden yrði í það minnst meðal fremstu frambjóðenda Demókrataflokksins. Hann þyrfti þó að byggja brýr á milli mismunandi fylkinga innan flokksins. Þá eru uppi vangaveltur að hann yrði ekki vinsæll meðal kvenna og minnihlutahópa.Bjóði hann sig fram er líklegt að hann mæti nokkrum þeldökkum frambjóðendum og konum. Þá hefur Biden tekið nokkrar ákvarðanir á stjórnmálaferli sínum sem þykja umdeildar meðal Demókrata. Meðal annars studdi hann innrásina í Írak og stýrði hann yfirheyrslu dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Anitu Hill, sem sakaði núverandi hæstaréttardómarann Clarence Thomas um kynferðisbrot. Flokksmenn báru miklar vonir við að Biden myndi bjóða sig fram árið 2016. Hann tilkynnti þó að hann myndi ekki bjóða sig fram og var það vegna dauða sonar hans. Biden sagðist ekki vera tilbúinn til að sinna embætti forseta.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55