Kanna áhuga á alþjóðaflugvelli í Árborg Andri Eysteinsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 5. janúar 2019 20:31 Sveitarfélagið Árborg kannar nú möguleika á að koma upp alþjóðaflugvelli í Flóanum og hyggst undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Landeigendur hafa verið boðaðir á fund með forystumönnum sveitarfélagsins þar sem kynnt verða áform um að hefja rannsókn á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar í Árborg. Fundurinn með landeigendum verður þriðjudaginn 8. janúar en á fundinn eru boðaðir þeir sem eiga jarðir á áhrifasvæði hugsanlegs flugvallar í Flóanum en þá er verið að tala um lönd í Stokkseyrarmýri og Brautartungu. Kynnt verða áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Það er fjöldi aðila, bæði í ferðaþjónustu og annars staðar sem hefur mikinn áhuga fyrir að skoða þetta til þrautar, hvort að hér gæti verið alþjóðaflugvöllur. Þetta yrði væntanlega ein flugbraut en við vitum auðvitað að ferðamenn sem koma til Íslands eru gríðarlega mikið að sækjast eftir því sem má finna hérna á suðurlandinu. Það væri ekki úr vegi þó þeir lentu hér og hefðu hér miðstöð. Auk þess gæti þetta hugsanlega spilað saman við vaxandi höfn í Þorlákshöfn þar sem er mikill innflutningur sem mun bara aukast á næstu árum,“ sagði Gísli Halldór. Það var flugvöllur í Kaldaðarnesi, rétt hjá núverandi hugmynd um alþjóðaflugvöll í síðari heimsstyrjöldinni með herstöð og stórum flugvelli. En err hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Flóanum raunhæfar? „Já ég myndi segja að allavega með tilliti til veðurfarsaðstæðna þá held ég að þær séu mjög góðar. Með tilliti til staðsetningar flugvallarins tel ég að þetta sé mjög jákvætt. Þetta mun létta mjög á álag á Keflavíkurflugvöll ef af verður,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg. Árborg Fréttir af flugi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg kannar nú möguleika á að koma upp alþjóðaflugvelli í Flóanum og hyggst undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Landeigendur hafa verið boðaðir á fund með forystumönnum sveitarfélagsins þar sem kynnt verða áform um að hefja rannsókn á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar í Árborg. Fundurinn með landeigendum verður þriðjudaginn 8. janúar en á fundinn eru boðaðir þeir sem eiga jarðir á áhrifasvæði hugsanlegs flugvallar í Flóanum en þá er verið að tala um lönd í Stokkseyrarmýri og Brautartungu. Kynnt verða áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Það er fjöldi aðila, bæði í ferðaþjónustu og annars staðar sem hefur mikinn áhuga fyrir að skoða þetta til þrautar, hvort að hér gæti verið alþjóðaflugvöllur. Þetta yrði væntanlega ein flugbraut en við vitum auðvitað að ferðamenn sem koma til Íslands eru gríðarlega mikið að sækjast eftir því sem má finna hérna á suðurlandinu. Það væri ekki úr vegi þó þeir lentu hér og hefðu hér miðstöð. Auk þess gæti þetta hugsanlega spilað saman við vaxandi höfn í Þorlákshöfn þar sem er mikill innflutningur sem mun bara aukast á næstu árum,“ sagði Gísli Halldór. Það var flugvöllur í Kaldaðarnesi, rétt hjá núverandi hugmynd um alþjóðaflugvöll í síðari heimsstyrjöldinni með herstöð og stórum flugvelli. En err hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Flóanum raunhæfar? „Já ég myndi segja að allavega með tilliti til veðurfarsaðstæðna þá held ég að þær séu mjög góðar. Með tilliti til staðsetningar flugvallarins tel ég að þetta sé mjög jákvætt. Þetta mun létta mjög á álag á Keflavíkurflugvöll ef af verður,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg.
Árborg Fréttir af flugi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira