Körfubolti

Fögnuðu Green en bauluðu á „svikarann“ Kawhi Leonard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta var erfitt kvöld fyrir Kawhi Leonard.
Þetta var erfitt kvöld fyrir Kawhi Leonard. Getty/Ronald Cortes
Tveir fyrrum leikmenn San Antonio Spurs fengu afar ólíkar viðtökur í NBA-deildinni í nótt þegar þeir mættu aftur á gamla heimavöllinn sinn í San Antonio.

Stuðningsmenn Spurs fögnuðu Danny Green en bauluðu aftur á móti stanslaust á Kawhi Leonard.

Kawhi Leonard og Danny Green spiluðu báðir lengi með liði San Antonio Spurs en var skipt til Toronto Raptors í sumar.

Þegar San Antonio Spurs vann síðasta NBA-titilinn sinn árið 2014 þá voru þeir Kawhi Leonard og Danny Green í stórum hlutverkum.

Stuðningsmenn Spurs ætluðu að senda Kawhi Leonard skilaboð og það sást vel þegar byrjunarliðsmenn Toronto Raptors voru kynntir til leiks.



Kawhi Leonard var algjör hetja hjá San Antonio Spurs áður en allt breyttist skyndilega. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þegar Spurs vann NBA titilinn 2014.

Meiðsli og ósætti Kawhi Leonard urðu til þess að spilaði bara níu leiki á sínu lokatímabili með San Antonio Spurs en tímabilið á undan þá var hann með 25,5 stig að meðaltali í leik.

Þetta átti að verða liðið hans Leonard nú þegar Tim Duncan væri hættur og þeir Manu Ginobili og Tony Parker orðnir gamlir en svo sprakk allt í loft upp.

Kawhi Leonard sagðist vilja losna frá San Antonio Spurs og félagið ákvað að skipta honum til Toronto Raptors.

Leonard hefur átt mjög gott tímabil með Raptors-liðinu en 21 stig Kawhi Leonard dugði Toronto skammt í 125-107 tapi á móti Spurs í nótt.

Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum hetja liðs fær eins slæmar móttökur á gamla heimavellinum og Kawhi Leonard fékk þetta kvöld í San Antonio.

Móðir Kawhi Leonard var líka ekki alltof sátt með meðferðina á syni sínum eins og sést hér fyrir neðan.



Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, var heldur ekki sáttur með meðferðina sem fékk í þessum leik og ræddi það við fjölmiðla eftir leikinn.



Kawhi Leonard fékk svo sannarlega að heyra það eins og sjá má hér fyrir neðan. Þeir kölluðu hann svikara og púuðu við hvert tækifæri.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×