„Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er staðreynd“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2019 15:42 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru bæði gestir Kryddsíldarinnar á Stöð 2 á gamlársdag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ritað pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fjallar um umræður um launamál Íslendinga. Bjarni hafði verið spurður í Kryddsíld Stöðvar 2 hvort hann gæti dregið fram lífið á lægstu launum. Bjarni svaraði spurningunni neitandi en spurði í framhaldinu hve margir væru að draga fram lífið á lægsta taxta eingöngu. Bjarni svaraði spurningunni með því að benda á samkvæmt tölum Hagstofunnar væri það 1 prósent af vinnumarkaði sem starfar á 300 þúsund króna lágmarkstaxtanum. Í Facebook-færslunni ítrekar Bjarni að þetta sé ekki sín skoðun heldur staðreynd og vísar í frétt frá Hagstofu Íslands frá því í september í fyrra þar sem bent var á að tæplega helmingur launamanna hefði verið með laun á bilinu 500 til 800 þúsund krónur á mánuði á árinu 2017. Þar kemur einmitt fram að 1 prósent hafi verið með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun. „Engu að síður sé ég að einstaka talsmenn launþega stíga fram og þykjast ætla að hrekja þennan málflutning. Það er ýmist gert með því að segja það villandi að tala um þessar staðreyndir og hefja svo umræðu um eitthvað allt annað, grunnlaun, raunlaun eða, líkt og Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi hefur nú gert, að hafa rangt eftir mér og fella svo dóm um þá vitleysu. Það er rangt sem Vilhjálmur segir að ég hafi haldið því fram að 1% verkafólks tæki laun eftir lægstu launatöxtum,“ skrifar Bjarni. Hann segir að á árinu 2016 hefði Oxford-orðabókin valið „post-truth“ orð ársins en samkvæmt skilgreiningunni er það lýsing á ástandi þegar hlutlægar staðreyndir skipta minna máli í mótun almenningsálitsins en það sem höfðar til tilfinninga og persónulegra skoðana. Er þetta stundum kallað eftirsannleikur á íslensku. Telur sannleikann ekki fá nógu mikið vægi Bjarni segir að samfélagsmiðlar hafi óumdeilt hafi töluverð áhrif á þá breytingu sem vísað er til og stöðugt fréttaflóð geri það freistandi að ná athygli með því sem hreyfir við fólki. „Þeir sem vilja tileinka sér þá aðferðarfræði sem þarf vita að sannleikurinn er sjaldnast sá mælikvarði sem mestu skiptir við mótun almenningsálitsins. Það hvort staðhæfingar eru sannar eða ekki skiptir í sjálfu sér engu ef aðrar aðferðir duga til að fá fólk á sitt band – við þær aðstæður víkur sannleikurinn og annað fer að skipta meira máli,“ skrifar Bjarni. Hann bætir við að í upphafi árs sé hægt að láta sig dreyma um að einn helsti grundvöllur heilbrigðra skoðanaskipta í landinu fái áfram að standa óhaggaður. „Að við látum vera að deila um staðreyndir – það er nóg annað að taka á um.“ Vilhjálmur telur helming vinnand fólks á lágmarkslaunum Vilhjálmur Birgisson, varaforseti Alþýðusambands Íslands, ritaði færslu á Facebook í gær þar sem hann sagði að 50 prósent verkafólks væri með laun undir 300 þúsund krónum í dagvinnu. Vitnaði hann þar í gögn frá Hagstofu Íslands. Þarna vitnar í Vilhjálmur í tölur um dagvinnulaun á meðan Bjarni vitnar í tölur um heildarlaun, þar sem meðal annars yfirvinna og álag er reiknað með. Vilhjálmur segir að um helmingur fullvinnandi verkafólks á landsvísu sé á lágmarkslaunum samkvæmt tölum um dagvinnulaun. Alþingi Kjaramál Kryddsíld Tengdar fréttir Árið 2018 gert upp í Kryddsíld Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45. 31. desember 2018 13:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ritað pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fjallar um umræður um launamál Íslendinga. Bjarni hafði verið spurður í Kryddsíld Stöðvar 2 hvort hann gæti dregið fram lífið á lægstu launum. Bjarni svaraði spurningunni neitandi en spurði í framhaldinu hve margir væru að draga fram lífið á lægsta taxta eingöngu. Bjarni svaraði spurningunni með því að benda á samkvæmt tölum Hagstofunnar væri það 1 prósent af vinnumarkaði sem starfar á 300 þúsund króna lágmarkstaxtanum. Í Facebook-færslunni ítrekar Bjarni að þetta sé ekki sín skoðun heldur staðreynd og vísar í frétt frá Hagstofu Íslands frá því í september í fyrra þar sem bent var á að tæplega helmingur launamanna hefði verið með laun á bilinu 500 til 800 þúsund krónur á mánuði á árinu 2017. Þar kemur einmitt fram að 1 prósent hafi verið með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun. „Engu að síður sé ég að einstaka talsmenn launþega stíga fram og þykjast ætla að hrekja þennan málflutning. Það er ýmist gert með því að segja það villandi að tala um þessar staðreyndir og hefja svo umræðu um eitthvað allt annað, grunnlaun, raunlaun eða, líkt og Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi hefur nú gert, að hafa rangt eftir mér og fella svo dóm um þá vitleysu. Það er rangt sem Vilhjálmur segir að ég hafi haldið því fram að 1% verkafólks tæki laun eftir lægstu launatöxtum,“ skrifar Bjarni. Hann segir að á árinu 2016 hefði Oxford-orðabókin valið „post-truth“ orð ársins en samkvæmt skilgreiningunni er það lýsing á ástandi þegar hlutlægar staðreyndir skipta minna máli í mótun almenningsálitsins en það sem höfðar til tilfinninga og persónulegra skoðana. Er þetta stundum kallað eftirsannleikur á íslensku. Telur sannleikann ekki fá nógu mikið vægi Bjarni segir að samfélagsmiðlar hafi óumdeilt hafi töluverð áhrif á þá breytingu sem vísað er til og stöðugt fréttaflóð geri það freistandi að ná athygli með því sem hreyfir við fólki. „Þeir sem vilja tileinka sér þá aðferðarfræði sem þarf vita að sannleikurinn er sjaldnast sá mælikvarði sem mestu skiptir við mótun almenningsálitsins. Það hvort staðhæfingar eru sannar eða ekki skiptir í sjálfu sér engu ef aðrar aðferðir duga til að fá fólk á sitt band – við þær aðstæður víkur sannleikurinn og annað fer að skipta meira máli,“ skrifar Bjarni. Hann bætir við að í upphafi árs sé hægt að láta sig dreyma um að einn helsti grundvöllur heilbrigðra skoðanaskipta í landinu fái áfram að standa óhaggaður. „Að við látum vera að deila um staðreyndir – það er nóg annað að taka á um.“ Vilhjálmur telur helming vinnand fólks á lágmarkslaunum Vilhjálmur Birgisson, varaforseti Alþýðusambands Íslands, ritaði færslu á Facebook í gær þar sem hann sagði að 50 prósent verkafólks væri með laun undir 300 þúsund krónum í dagvinnu. Vitnaði hann þar í gögn frá Hagstofu Íslands. Þarna vitnar í Vilhjálmur í tölur um dagvinnulaun á meðan Bjarni vitnar í tölur um heildarlaun, þar sem meðal annars yfirvinna og álag er reiknað með. Vilhjálmur segir að um helmingur fullvinnandi verkafólks á landsvísu sé á lágmarkslaunum samkvæmt tölum um dagvinnulaun.
Alþingi Kjaramál Kryddsíld Tengdar fréttir Árið 2018 gert upp í Kryddsíld Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45. 31. desember 2018 13:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Árið 2018 gert upp í Kryddsíld Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45. 31. desember 2018 13:30