Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 10:23 Icelandair tók í notkun Boeing 737 Max 8-vélar á liðnu ári. VÍSIR/JÓHANN K. Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. Liður í því er að félagið hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur slíkum vélum en leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um fjármögnun Icelandair sem félagið sendi frá sér síðdegis í gær. Þar er vísað til tilkynningar, sem send var út í lok desember, um að Icelandair hefði gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins. Vélarnar eru til afhendingar árin 2019 og 2020, þar sem áætlaður afhendingardagur síðustu vélanna er áætlaður í mars 2020. Þessi fjármögnun er talin nema um 200 milljónum bandaríkjadala á tímabilinu, 23 milljörðum króna, og er áætlað að sjóðsstaða félagsins muni hækka um 160 milljónir dala í kjölfar samningsins- „þar sem Icelandair Group hafði þegar greitt fyrirframgreiðslurnar með eigin sjóðum.“ Þar að auki hafi Icelandair og BOC Aviation samið um sölu og endurleigu á tveimur af þeim Boeing 737 flugvélum sem samningurinn nær yfir. Önnur þessara flugvéla verði afhent í ár en hin árið 2020. Leigutími þeirra véla er 12 ár með og hefur Icelandair kauprétt að loknum 30 mánaða leigutíma.Fjörutíu óveðsettar vélar Víkur þá að fyrrnefndum samningi um sölu og og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX flugvélum við SMBC Aviation Capital. Í samantekt félagsins segir að með þeim samningi sé „nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation,“ og vísað til tilkynningar frá Icelandair sem gefin var út í maí árið 2017. Þá segjast stjórnendur Icelandair Group jafnframt gera ráð fyrir að boðið verði út hlutafé fyrir allt að 625 milljónir króna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Groupp, í samantektinni að fyrrnefndar aðgerðir séu í takt við stefnu félagsins. Hún kveði á um að Icelandair hafi „ávallt til staðar sterka lausafjárstöðu og sveigjanlegan efnahagsreikning,“ eins og Bogi lýsir því. „Í árslok 2018 var félagið með ríflega 250 milljónir USD í handbært fé. Auk þess á félagið 40 óveðsettar flugvélar. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu og grípa þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Bogi. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32 Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. Liður í því er að félagið hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur slíkum vélum en leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um fjármögnun Icelandair sem félagið sendi frá sér síðdegis í gær. Þar er vísað til tilkynningar, sem send var út í lok desember, um að Icelandair hefði gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins. Vélarnar eru til afhendingar árin 2019 og 2020, þar sem áætlaður afhendingardagur síðustu vélanna er áætlaður í mars 2020. Þessi fjármögnun er talin nema um 200 milljónum bandaríkjadala á tímabilinu, 23 milljörðum króna, og er áætlað að sjóðsstaða félagsins muni hækka um 160 milljónir dala í kjölfar samningsins- „þar sem Icelandair Group hafði þegar greitt fyrirframgreiðslurnar með eigin sjóðum.“ Þar að auki hafi Icelandair og BOC Aviation samið um sölu og endurleigu á tveimur af þeim Boeing 737 flugvélum sem samningurinn nær yfir. Önnur þessara flugvéla verði afhent í ár en hin árið 2020. Leigutími þeirra véla er 12 ár með og hefur Icelandair kauprétt að loknum 30 mánaða leigutíma.Fjörutíu óveðsettar vélar Víkur þá að fyrrnefndum samningi um sölu og og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX flugvélum við SMBC Aviation Capital. Í samantekt félagsins segir að með þeim samningi sé „nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation,“ og vísað til tilkynningar frá Icelandair sem gefin var út í maí árið 2017. Þá segjast stjórnendur Icelandair Group jafnframt gera ráð fyrir að boðið verði út hlutafé fyrir allt að 625 milljónir króna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Groupp, í samantektinni að fyrrnefndar aðgerðir séu í takt við stefnu félagsins. Hún kveði á um að Icelandair hafi „ávallt til staðar sterka lausafjárstöðu og sveigjanlegan efnahagsreikning,“ eins og Bogi lýsir því. „Í árslok 2018 var félagið með ríflega 250 milljónir USD í handbært fé. Auk þess á félagið 40 óveðsettar flugvélar. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu og grípa þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Bogi.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32 Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32
Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00