Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 10:23 Icelandair tók í notkun Boeing 737 Max 8-vélar á liðnu ári. VÍSIR/JÓHANN K. Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. Liður í því er að félagið hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur slíkum vélum en leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um fjármögnun Icelandair sem félagið sendi frá sér síðdegis í gær. Þar er vísað til tilkynningar, sem send var út í lok desember, um að Icelandair hefði gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins. Vélarnar eru til afhendingar árin 2019 og 2020, þar sem áætlaður afhendingardagur síðustu vélanna er áætlaður í mars 2020. Þessi fjármögnun er talin nema um 200 milljónum bandaríkjadala á tímabilinu, 23 milljörðum króna, og er áætlað að sjóðsstaða félagsins muni hækka um 160 milljónir dala í kjölfar samningsins- „þar sem Icelandair Group hafði þegar greitt fyrirframgreiðslurnar með eigin sjóðum.“ Þar að auki hafi Icelandair og BOC Aviation samið um sölu og endurleigu á tveimur af þeim Boeing 737 flugvélum sem samningurinn nær yfir. Önnur þessara flugvéla verði afhent í ár en hin árið 2020. Leigutími þeirra véla er 12 ár með og hefur Icelandair kauprétt að loknum 30 mánaða leigutíma.Fjörutíu óveðsettar vélar Víkur þá að fyrrnefndum samningi um sölu og og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX flugvélum við SMBC Aviation Capital. Í samantekt félagsins segir að með þeim samningi sé „nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation,“ og vísað til tilkynningar frá Icelandair sem gefin var út í maí árið 2017. Þá segjast stjórnendur Icelandair Group jafnframt gera ráð fyrir að boðið verði út hlutafé fyrir allt að 625 milljónir króna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Groupp, í samantektinni að fyrrnefndar aðgerðir séu í takt við stefnu félagsins. Hún kveði á um að Icelandair hafi „ávallt til staðar sterka lausafjárstöðu og sveigjanlegan efnahagsreikning,“ eins og Bogi lýsir því. „Í árslok 2018 var félagið með ríflega 250 milljónir USD í handbært fé. Auk þess á félagið 40 óveðsettar flugvélar. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu og grípa þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Bogi. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32 Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. Liður í því er að félagið hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur slíkum vélum en leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um fjármögnun Icelandair sem félagið sendi frá sér síðdegis í gær. Þar er vísað til tilkynningar, sem send var út í lok desember, um að Icelandair hefði gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins. Vélarnar eru til afhendingar árin 2019 og 2020, þar sem áætlaður afhendingardagur síðustu vélanna er áætlaður í mars 2020. Þessi fjármögnun er talin nema um 200 milljónum bandaríkjadala á tímabilinu, 23 milljörðum króna, og er áætlað að sjóðsstaða félagsins muni hækka um 160 milljónir dala í kjölfar samningsins- „þar sem Icelandair Group hafði þegar greitt fyrirframgreiðslurnar með eigin sjóðum.“ Þar að auki hafi Icelandair og BOC Aviation samið um sölu og endurleigu á tveimur af þeim Boeing 737 flugvélum sem samningurinn nær yfir. Önnur þessara flugvéla verði afhent í ár en hin árið 2020. Leigutími þeirra véla er 12 ár með og hefur Icelandair kauprétt að loknum 30 mánaða leigutíma.Fjörutíu óveðsettar vélar Víkur þá að fyrrnefndum samningi um sölu og og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX flugvélum við SMBC Aviation Capital. Í samantekt félagsins segir að með þeim samningi sé „nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation,“ og vísað til tilkynningar frá Icelandair sem gefin var út í maí árið 2017. Þá segjast stjórnendur Icelandair Group jafnframt gera ráð fyrir að boðið verði út hlutafé fyrir allt að 625 milljónir króna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Groupp, í samantektinni að fyrrnefndar aðgerðir séu í takt við stefnu félagsins. Hún kveði á um að Icelandair hafi „ávallt til staðar sterka lausafjárstöðu og sveigjanlegan efnahagsreikning,“ eins og Bogi lýsir því. „Í árslok 2018 var félagið með ríflega 250 milljónir USD í handbært fé. Auk þess á félagið 40 óveðsettar flugvélar. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu og grípa þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Bogi.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32 Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32
Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun