Trump lýsti stuðningi við innrás Sovétríkjanna í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2019 09:57 Trump lét móðan mása um allt milli himins og jarðar á hátt í tveggja tíma löngum fundi í gær. Vísir/EPA Sovétmenn gerðu rétt með því að ráðast inn í Afganistan árið 1979 að mati Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Á furðulegum ríkisstjórnarfundi fyrir framan fréttamenn reyndi Trump að nota stríðsrekstur Sovétríkjanna í Afganistan sem réttlætingu til að draga herlið Bandaríkjanna frá landinu. Ummæli Trump og söguskýring um innrás Sovétmanna í Afganistan í gær hefur vakið furðu, ekki síst þau að Sovétríkin hafi haft réttmæta ástæðu fyrir henni. Bandaríkjastjórn í forsetatíð Ronalds Reagan studdi íslamska uppreisnarmenn sem Rauði herinn reyndi að hjálpa marxískum bandamönnum sínum í Afganistan að berja niður. „Ástæðan fyrir því að Rússland var í Afganistan var sú að hryðjuverkamenn voru að fara til Rússlands. Það var rétt hjá þeim að vera þarna. Vandamálið var að þetta var erfið barátta og þau fóru bókstaflega á hausinn, þau fóru út í að vera kölluð Rússland aftur í staðinn fyrir Sovétríkin,“ sagði Trump sem virtist með samanburðinum reyna að færa rök fyrir ákvörðun sinni um að fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan.Trump: "Russia used to be the Soviet Union. Afghanistan made it Russia because they went bankrupt fighting in Afghanistan. Russia."Trump then goes on to endorse the Soviet invasion of Afghanistan. Via Fox. pic.twitter.com/oE0fuDLXyz— Kyle Griffin (@kylegriffin1) January 2, 2019 Washington Post bendir á að sú söguskýring að stríðsreksturinn í Afganistan hafi valdið falli Sovétríkjanna sé meira en lítið vafasöm. Þó að sagnfræðingar telji stríðið hafa átt þátt í að Sovétríkin liðu undir lok tveimur árum eftir að því lauk þá fari því fjarri að það hafi verið aðalorsökin. Aðrir efnahagslegir þættir, þar á meðal lækkandi olíuverð á 9. áratugnum og pólitískar og efnahagslegar umbætur, hafi haft mun meiri áhrif á fjárhag Sovétríkjanna en Afganistanstríðið. Fullyrðing Trump um að ástæðan fyrir því að Sovétmenn réðust inn í Afganistan hafi verið að stöðva för hryðjuverkamanna þaðan til Rússlands er heldur ekki sögð standast skoðun. „Óforskömmuðustu áróðursmeistarar Sovétríkjanna héldu því aldrei fram að afganskir hryðjuverkamenn réðust á Rússland. Maður getur lesið alla sovéska fjölmiðla frá 9. áratugnum og aldrei fundið neitt svona fáránlegt,“ segir Barnett Rubin, sérfræðingur í málefnum Afganistans við Háskólann í New York. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28 Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Sovétmenn gerðu rétt með því að ráðast inn í Afganistan árið 1979 að mati Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Á furðulegum ríkisstjórnarfundi fyrir framan fréttamenn reyndi Trump að nota stríðsrekstur Sovétríkjanna í Afganistan sem réttlætingu til að draga herlið Bandaríkjanna frá landinu. Ummæli Trump og söguskýring um innrás Sovétmanna í Afganistan í gær hefur vakið furðu, ekki síst þau að Sovétríkin hafi haft réttmæta ástæðu fyrir henni. Bandaríkjastjórn í forsetatíð Ronalds Reagan studdi íslamska uppreisnarmenn sem Rauði herinn reyndi að hjálpa marxískum bandamönnum sínum í Afganistan að berja niður. „Ástæðan fyrir því að Rússland var í Afganistan var sú að hryðjuverkamenn voru að fara til Rússlands. Það var rétt hjá þeim að vera þarna. Vandamálið var að þetta var erfið barátta og þau fóru bókstaflega á hausinn, þau fóru út í að vera kölluð Rússland aftur í staðinn fyrir Sovétríkin,“ sagði Trump sem virtist með samanburðinum reyna að færa rök fyrir ákvörðun sinni um að fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan.Trump: "Russia used to be the Soviet Union. Afghanistan made it Russia because they went bankrupt fighting in Afghanistan. Russia."Trump then goes on to endorse the Soviet invasion of Afghanistan. Via Fox. pic.twitter.com/oE0fuDLXyz— Kyle Griffin (@kylegriffin1) January 2, 2019 Washington Post bendir á að sú söguskýring að stríðsreksturinn í Afganistan hafi valdið falli Sovétríkjanna sé meira en lítið vafasöm. Þó að sagnfræðingar telji stríðið hafa átt þátt í að Sovétríkin liðu undir lok tveimur árum eftir að því lauk þá fari því fjarri að það hafi verið aðalorsökin. Aðrir efnahagslegir þættir, þar á meðal lækkandi olíuverð á 9. áratugnum og pólitískar og efnahagslegar umbætur, hafi haft mun meiri áhrif á fjárhag Sovétríkjanna en Afganistanstríðið. Fullyrðing Trump um að ástæðan fyrir því að Sovétmenn réðust inn í Afganistan hafi verið að stöðva för hryðjuverkamanna þaðan til Rússlands er heldur ekki sögð standast skoðun. „Óforskömmuðustu áróðursmeistarar Sovétríkjanna héldu því aldrei fram að afganskir hryðjuverkamenn réðust á Rússland. Maður getur lesið alla sovéska fjölmiðla frá 9. áratugnum og aldrei fundið neitt svona fáránlegt,“ segir Barnett Rubin, sérfræðingur í málefnum Afganistans við Háskólann í New York.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28 Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28
Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03