Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Ívar hafi nýverið tekið við starfi vöruþróunarstjóra, en vöruþróunarsvið er annað tveggja stærstu sviða innan fyrirtækisins og snýr starfsemi þess að hug- og vélbúnaðarþróun Völku.
„Ívar hefur víðtæka reynslu af nýsköpun og vöruþróun innan hátæknifyrirtækja og starfaði hann meðal annars um árabil í tengslum við lyfjaþróun í Bandaríkjunum. Hann var rekstrarstjóri bandaríska lyfjafyrirtækisins Invenra Inc. og framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Mentis Cura ehf. Ívar er menntaður verkfræðingur og lauk doktorsprófi í heilbrigðisverkfræði frá Wisconsin-háskóla í Bandaríkjunum.
Kjartan Einarsson hefur verið ráðinn í starf yfirmanns daglegra innkaupa, birgðastýringu og lagers á framleiðslusviði Völku ehf. Kjartan hefur áralanga reynslu úr hátækniiðnaði og innkaupum, og undanfarin 15 ár vann hann við dagleg innkaup hjá Marel á Íslandi og stýrði þeirri einingu síðustu fjögur ár,“ segir í tilkynningunni.
Valka hefur sérhæft sig í hönnun og markaðssetningu á tæknibúnaði og hugbúnaði fyrir fiskiðnaðinn, til að mynda beinaskurðarvélum.
Ívar og Kjartan til Völku
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent


Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent