Chang'e 4 lenti fyrst geimfara á fjarhlið tunglsins Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 3. janúar 2019 06:55 Ein af fyrstu myndunum frá fjarhlið tunglsins sem Chang'e 4 sendi til jarðar. Geimferðastofnun Kína/AP Kínverjar segja að þeim hafi tekist að lenda Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins, en það væri fyrsta sinn sem slíkt tekst í geimsögunni. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni rétt fyrir klukkan hálfþrjú í nótt og vélmenni um borð er þegar tekið til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu. Myndir af yfirborði tunglsins hafa þegar borist til jarðar frá Chang'e 4 og hafa kínverskir ríkisfjölmiðlar birt þær. Vegna þess að fjarhlið tunglsins snýr alltaf frá jörðinni fara samskipti við geimfarið fram í gegnum sérstakt fjarskiptagervitungl á braut um tunglið. Markmið Chang'e 4-leiðangursins er að rannsaka Von Kármán-gíginn svonefnda í Suðurspólsdældinni. Talið er að hún hafi myndast snemma í jarðfræðilegri sögu tunglsins. Hún er einn dýpsti gígur sólkerfisins, meira en 2.500 kílómetrar að þvermáli og þrettán kílómetra djúpur. Loftsteinninn sem myndaði dældina var svo stór að hann er talinn hafa farið í gegnum jarðskorpu tunglsins og niður í möttulinn. Kínversku vísindamennirnir ásælast sérstaklega bergmola sem gætu hafa komið upp úr möttlinum og hraun sem vall upp úr iðrum tunglsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er í annað sinn sem Kínverjar senda geimfar til tunglsins en þeir voru heldur seinir upp úr startholunum í geimkapphlaupinu og komu til að mynda geimfara ekki á sporbaug um jörðu fyrr en árið 2003, langt á eftir Rússum og Bandaríkjamönnum sem hafa leitt kapphlaupið hingað til. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Kínverjar segja að þeim hafi tekist að lenda Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins, en það væri fyrsta sinn sem slíkt tekst í geimsögunni. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni rétt fyrir klukkan hálfþrjú í nótt og vélmenni um borð er þegar tekið til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu. Myndir af yfirborði tunglsins hafa þegar borist til jarðar frá Chang'e 4 og hafa kínverskir ríkisfjölmiðlar birt þær. Vegna þess að fjarhlið tunglsins snýr alltaf frá jörðinni fara samskipti við geimfarið fram í gegnum sérstakt fjarskiptagervitungl á braut um tunglið. Markmið Chang'e 4-leiðangursins er að rannsaka Von Kármán-gíginn svonefnda í Suðurspólsdældinni. Talið er að hún hafi myndast snemma í jarðfræðilegri sögu tunglsins. Hún er einn dýpsti gígur sólkerfisins, meira en 2.500 kílómetrar að þvermáli og þrettán kílómetra djúpur. Loftsteinninn sem myndaði dældina var svo stór að hann er talinn hafa farið í gegnum jarðskorpu tunglsins og niður í möttulinn. Kínversku vísindamennirnir ásælast sérstaklega bergmola sem gætu hafa komið upp úr möttlinum og hraun sem vall upp úr iðrum tunglsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er í annað sinn sem Kínverjar senda geimfar til tunglsins en þeir voru heldur seinir upp úr startholunum í geimkapphlaupinu og komu til að mynda geimfara ekki á sporbaug um jörðu fyrr en árið 2003, langt á eftir Rússum og Bandaríkjamönnum sem hafa leitt kapphlaupið hingað til.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36