Kobe Bryant og kona hans Vanessa sögðu frá því á Instagram að þau séu að fara eignast dóttur á árinu 2019. Kobe Bryant sagði frá því að það væri önnur „mambacita“ á leiðinni hjá þeim.
Vanessa and I are beyond excited to announce that we are expecting another #mambacita to go along with Natalia, Gianna and Bianka #blessed #bryantbunch #daddysprincesses #love #2019View this post on Instagram
A post shared by Kobe Bryant (@kobebryant) on Jan 1, 2019 at 6:44pm PST
Þau Vanessa eiga saman dæturnar Nataliu, Giannu og Bianku. Natalia er fimmtán ára (2003), Gianna er tólf ára (2006) og Bianka er tveggja ára (2016).
Kobe og Vanessa hafa verið gift frá árinu 2001 en þau kynntust árið 1999.
Kobe Bryant hélt upp á fertugsafmælið sitt í ágúst síðastliðnum en kona hans er fjórum árum yngri en hann.
Bryant lék í tuttuugu tímabil í NBA-deildinni, varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers og er þriðji stigahæsti leikmaður allra tíma.
Á tuttugu árum í NBA komst hann átján sinnum í stjörnuleikinn, fimmtán sinnum í eitt af liðum ársins og tólf sinnum í varnarlið ársins.