Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 09:17 Erfitt hefur reynst fyrir björgunarlið að komast að lestinni á Stórabeltisbrúnni í morgun. Vísir/Getty Sex eru sagðir látnir og sextán slasaðir eftir lestarslys á Stórabeltisbrúnni sem tengir dönsku eyjarnar Sjáland og Fjón í morgun. Mikið óveður gerir nú í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum. Lokað hefur verið fyrir umferð um Stórabeltisbrúna og ekki liggur fyrir hvenær hún opnar aftur, að sögn danska ríkisútvarpsins. Slysið er sagt hafa átt sér stað þegar hluti af þaki flutningalestar rifnaði af og skall á hraðlest þegar þær mættust á neðri hluta brúarinnar um klukkan hálf átta í morgun. Berlingske segir að allir þeir sem létust hafi verið farþegar og hefur eftir DSB, rekstrarfyrirtæki lestanna. Alls var 131 farþegi og þrír starfsmenn um borð í hraðlestinni. Flutningalestin flutti bjór fyrir Carlsberg-ölgerðina. Lokað hafði verið fyrir bílaumferð um brúna vegna veðurs frá því í nótt. „Það heyrðist hvellur og svo byrjuðu rúðurnar að springa yfir höfðinu á okkur. Við flugum niður á gólfið og lestin stöðvaðist svo,“ segir Heidi Langberg Zumbusch, einn farþeganna um borð, við danska ríkisútvarpið. Reuters-fréttastofan segir að óveður hafi torveldað björgunarstarf og erfitt sé að komast að lestinni. Farþegalestin var á leiðinni frá Óðinsvéum til Kaupmannahafnar. Fjöldahjálparmiðstöð hefur verið komið upp í íþróttahöll í borginni Nyborg á Fjóni.Fréttin verður uppfærð.Hliðin á flutningalestinni virðist hafa rifnað af og brakið rekist á farþegalestina.Vísir/EPA Danmörk Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Sex eru sagðir látnir og sextán slasaðir eftir lestarslys á Stórabeltisbrúnni sem tengir dönsku eyjarnar Sjáland og Fjón í morgun. Mikið óveður gerir nú í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum. Lokað hefur verið fyrir umferð um Stórabeltisbrúna og ekki liggur fyrir hvenær hún opnar aftur, að sögn danska ríkisútvarpsins. Slysið er sagt hafa átt sér stað þegar hluti af þaki flutningalestar rifnaði af og skall á hraðlest þegar þær mættust á neðri hluta brúarinnar um klukkan hálf átta í morgun. Berlingske segir að allir þeir sem létust hafi verið farþegar og hefur eftir DSB, rekstrarfyrirtæki lestanna. Alls var 131 farþegi og þrír starfsmenn um borð í hraðlestinni. Flutningalestin flutti bjór fyrir Carlsberg-ölgerðina. Lokað hafði verið fyrir bílaumferð um brúna vegna veðurs frá því í nótt. „Það heyrðist hvellur og svo byrjuðu rúðurnar að springa yfir höfðinu á okkur. Við flugum niður á gólfið og lestin stöðvaðist svo,“ segir Heidi Langberg Zumbusch, einn farþeganna um borð, við danska ríkisútvarpið. Reuters-fréttastofan segir að óveður hafi torveldað björgunarstarf og erfitt sé að komast að lestinni. Farþegalestin var á leiðinni frá Óðinsvéum til Kaupmannahafnar. Fjöldahjálparmiðstöð hefur verið komið upp í íþróttahöll í borginni Nyborg á Fjóni.Fréttin verður uppfærð.Hliðin á flutningalestinni virðist hafa rifnað af og brakið rekist á farþegalestina.Vísir/EPA
Danmörk Norðurlönd Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira